600 milljóna gjaldþrot SS húsa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2018 12:09 SS hús skulda tugum starfsmanna laun. vísir/pjetur Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins SS húsa ehf nema um 600 milljónum króna. Sorgarsaga segir skiptastjóri. Tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa en ekki eru líkur á að miklir peningar fáist upp í kröfurnar nema dómsmál verði höfðað til að fá eignir til baka. Félagið SS hús var stofnað árið 2012 og var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna næstu ár. Fyrirtækið velti um milljarði árið 2015. Sigurður Kristinsson átti félagið ásamt bróður sínum og stjúpföður. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni frá því í janúar. Sigurður situr sjálfur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni. Hann var handtekinn við komuna til Íslands um viku eftir að Sunna Elvíra slasaðist. Um er ræða svonefnt Skáksambandsmál þar sem fíkniefni, falin í skákmunum, voru send í húsakynni Skáksambands Íslands í Skeifunni.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Hús þeirra á Spáni er nú auglýst til sölu á 1,4 milljónir evra.Vísir/EgillVangoldin laun starfsmanna Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri í búi SS húsa, segir í samtali við Vísi að kröfulýsingarfresturinn fyrir SS hús hafi runnið út í síðustu viku. Kröfur nemi í kringum 600 milljónum króna, þar af um 200 milljónir króna frá skattayfirvöldum og tollstjóra. Þá séu fjölmargar launakröfur og skaðabótakröfur frá starfsmönnum, líklega á milli tuttugu og þrjátíu að sögn Heiðars. Sömuleiðis gera byrgjar kröfur í búið. Aðspurður um eignir í búinu til að geta komið til móts við kröfurnar segir Heiðar: „Það er ekki hægt að segja það. Það er bara eitthvað drasl.“ Lítið verði að hafa upp í kröfurnar nema ákveðið verði að fara í dómsmál til að eignir til baka sem skotið var undan. „En þá þarf einhver að leggja út fyrir því,“ segir Heiðar Starfsmenn munu að einhverju leyti fá greiðslur í gegnum ábyrgðarsjóð launa en fjarri þeim kröfum sem gerðar séu. „Þetta er mjög stórt gjaldþrot og öllum eignum er skotið undan. Þetta er sorgarsaga.“Smiði dæmdar bæturFram kom í Fréttablaðinu á dögunum að Sigþór Sigurðsson, bróðir Sigurðar, hefði tekið við stjórn fyrirtækisins um mitt síðasta ár. Þá hafi reksturinn verið kominn í mikið óefni. Í október voru SS hús dæmd til að greiða smiði, sem starfaði hjá fyrirtækinu, 57 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss. Hann féll fjórtán metra í vinnu sinni. SS hús eru til rannsóknar hjá skattayfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Gjaldþrot Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins SS húsa ehf nema um 600 milljónum króna. Sorgarsaga segir skiptastjóri. Tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa en ekki eru líkur á að miklir peningar fáist upp í kröfurnar nema dómsmál verði höfðað til að fá eignir til baka. Félagið SS hús var stofnað árið 2012 og var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna næstu ár. Fyrirtækið velti um milljarði árið 2015. Sigurður Kristinsson átti félagið ásamt bróður sínum og stjúpföður. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni frá því í janúar. Sigurður situr sjálfur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni. Hann var handtekinn við komuna til Íslands um viku eftir að Sunna Elvíra slasaðist. Um er ræða svonefnt Skáksambandsmál þar sem fíkniefni, falin í skákmunum, voru send í húsakynni Skáksambands Íslands í Skeifunni.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Hús þeirra á Spáni er nú auglýst til sölu á 1,4 milljónir evra.Vísir/EgillVangoldin laun starfsmanna Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri í búi SS húsa, segir í samtali við Vísi að kröfulýsingarfresturinn fyrir SS hús hafi runnið út í síðustu viku. Kröfur nemi í kringum 600 milljónum króna, þar af um 200 milljónir króna frá skattayfirvöldum og tollstjóra. Þá séu fjölmargar launakröfur og skaðabótakröfur frá starfsmönnum, líklega á milli tuttugu og þrjátíu að sögn Heiðars. Sömuleiðis gera byrgjar kröfur í búið. Aðspurður um eignir í búinu til að geta komið til móts við kröfurnar segir Heiðar: „Það er ekki hægt að segja það. Það er bara eitthvað drasl.“ Lítið verði að hafa upp í kröfurnar nema ákveðið verði að fara í dómsmál til að eignir til baka sem skotið var undan. „En þá þarf einhver að leggja út fyrir því,“ segir Heiðar Starfsmenn munu að einhverju leyti fá greiðslur í gegnum ábyrgðarsjóð launa en fjarri þeim kröfum sem gerðar séu. „Þetta er mjög stórt gjaldþrot og öllum eignum er skotið undan. Þetta er sorgarsaga.“Smiði dæmdar bæturFram kom í Fréttablaðinu á dögunum að Sigþór Sigurðsson, bróðir Sigurðar, hefði tekið við stjórn fyrirtækisins um mitt síðasta ár. Þá hafi reksturinn verið kominn í mikið óefni. Í október voru SS hús dæmd til að greiða smiði, sem starfaði hjá fyrirtækinu, 57 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss. Hann féll fjórtán metra í vinnu sinni. SS hús eru til rannsóknar hjá skattayfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum.
Gjaldþrot Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45
Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05
Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00