Engin próf í nýjum lýðháskóla Sunna Sæmundsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 31. mars 2018 13:15 Ýmislegt er hægt að finna sér til dundurs við Flateyri. Mynd/lýðháskólinn á flateyri Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa næsta haust og tekið verður á móti tuttugu til þrjátíu og fimm nemendum. Skólinn er ætlaður fyrir stúdenta og fólk sem hefur flosnað upp úr menntaskóla. Starfsemin er að mestu leyti fjármögnuð af Ísafjarðarbæ. Skólinn hefur verið í undirbúningi undanfarin tvö ár og er starfsemin að mestu leyti fjármögnuð með styrkjum frá Ísafjarðarbæ, Uppbyggingasjóði Vestfjarða, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og fleiri sveitarfélögum, ráðuneytum og fyrirtækjum. Runólfur Ágústsson, stjórnarmaður hjá lýðháskólanum segir sérstöðu skólans liggja í því að nemendur þurfa ekki að þreyta próf. Námið verður einn skólavetur, eða tvær annir. „Við munum bjóða upp á spennandi og áhugaverða menntun sem fólk sækir sér menntunarinnar vegna. Í þessum skóla verða engin próf, engar gráður og engar einkunnir,“ segir Runólfur. Hann telur mikla eftirspurn eftir slíku námi á Íslandi. „Það eru núna í vetur á annað hundrað Íslendingar til að mynda sem stunda slíkt nám í Danmörku og við teljum að þetta sé tímabær valkostur í íslensku menntakerfi,“ segir Runólfur.Markhópurinn er tvískiptur Runólfur segir að markhópur skólans sé í raun tvískiptur. „Annars vegar fólk sem er nýlega útskrifað úr framhaldsskóla og svona vill aðeins fá tíma til að átta sig á sjálfum sér og lífinu og hvert það vill stefna. Hins vegar fólk sem hefur fallið úr framhaldsskóla og er kannski síðar, 25, 30 ára að leita að leiðum inn í nám aftur að þá er þetta kjörin vettvangur til þess. Við erum að horfa til þess að taka á bilinu 20 til 35 nemendur,“ segir Runólfur. Verið að ganga frá ráðningum þessa dagana „Við erum að reikna með tveimur til þremur fastráðnum starfsmönnum og framkvæmdastjórinn tók til starfa núna í lok febrúar. Við erum að ganga frá ráðningum á starfsfólki núna þessa dagana. Þetta verða svona mótorar eða lotubundin kennsla þar sem hver áfangi verður kenndur í tvær vikur. Það verða þarna 15 til 20 kennarar sem koma að málinu,“ segir Runólfur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018 Starfsemi skólans verður auglýst og kynnt 15.apríl. 31. mars 2018 10:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa næsta haust og tekið verður á móti tuttugu til þrjátíu og fimm nemendum. Skólinn er ætlaður fyrir stúdenta og fólk sem hefur flosnað upp úr menntaskóla. Starfsemin er að mestu leyti fjármögnuð af Ísafjarðarbæ. Skólinn hefur verið í undirbúningi undanfarin tvö ár og er starfsemin að mestu leyti fjármögnuð með styrkjum frá Ísafjarðarbæ, Uppbyggingasjóði Vestfjarða, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og fleiri sveitarfélögum, ráðuneytum og fyrirtækjum. Runólfur Ágústsson, stjórnarmaður hjá lýðháskólanum segir sérstöðu skólans liggja í því að nemendur þurfa ekki að þreyta próf. Námið verður einn skólavetur, eða tvær annir. „Við munum bjóða upp á spennandi og áhugaverða menntun sem fólk sækir sér menntunarinnar vegna. Í þessum skóla verða engin próf, engar gráður og engar einkunnir,“ segir Runólfur. Hann telur mikla eftirspurn eftir slíku námi á Íslandi. „Það eru núna í vetur á annað hundrað Íslendingar til að mynda sem stunda slíkt nám í Danmörku og við teljum að þetta sé tímabær valkostur í íslensku menntakerfi,“ segir Runólfur.Markhópurinn er tvískiptur Runólfur segir að markhópur skólans sé í raun tvískiptur. „Annars vegar fólk sem er nýlega útskrifað úr framhaldsskóla og svona vill aðeins fá tíma til að átta sig á sjálfum sér og lífinu og hvert það vill stefna. Hins vegar fólk sem hefur fallið úr framhaldsskóla og er kannski síðar, 25, 30 ára að leita að leiðum inn í nám aftur að þá er þetta kjörin vettvangur til þess. Við erum að horfa til þess að taka á bilinu 20 til 35 nemendur,“ segir Runólfur. Verið að ganga frá ráðningum þessa dagana „Við erum að reikna með tveimur til þremur fastráðnum starfsmönnum og framkvæmdastjórinn tók til starfa núna í lok febrúar. Við erum að ganga frá ráðningum á starfsfólki núna þessa dagana. Þetta verða svona mótorar eða lotubundin kennsla þar sem hver áfangi verður kenndur í tvær vikur. Það verða þarna 15 til 20 kennarar sem koma að málinu,“ segir Runólfur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018 Starfsemi skólans verður auglýst og kynnt 15.apríl. 31. mars 2018 10:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018 Starfsemi skólans verður auglýst og kynnt 15.apríl. 31. mars 2018 10:15