Parið heimsótti Ísland fyrr í mánuðinum eftir að tökum á nýjustu þáttaröð Bachelor-þáttanna lauk. Þau sáust m.a. spóka sig á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur og skoðuðu þar fatnað í Cintamani.
Sjá einnig: Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor
Luyendyk og Burnham sögðu frá ferðalaginu í viðtali við People á dögunum en þau ferðuðust um Ísland og héldu þar næst til spænsku borgarinnar Barselóna.
„Við tókum bíl á leigu og keyrðum um allt Ísland og ég verð að segja að það var eitt af því sem okkur fannst best við ferðina. Íslenska landslagið lætur þér líða eins og þú sért á annarri plánetu,“ sagði Burnham.
Hún nefndi einnig fleiri atvik sem hafa verið henni minnisstæð úr ferðinni, þ.á.m. stund sem parið átti saman við foss og þegar unnustinn keyrði bílaleigubíl þeirra hratt í íslenska snjónum.
Cold hands, warm hearts.
A post shared by Lauren Burnham (@laureneburnham) on Mar 14, 2018 at 2:44pm PDT