Körfubolti

Ólafur Helgi til Njarðvíkur

Ólafur Helgi.
Ólafur Helgi. vísir/getty
Ólafur Helgi Jónsson er genginn til liðs við Njarðvík á nýjan leik en körfuknattleiksdeild félagsins staðfesti það fyrr í dag en hann skrifaði undir þriggja ára samning.

 

Ólafur Helgi kemur frá Þór Þorlákshöfn en nýr þjálfari hans, Einar Árni, kom einmitt þaðan fyrir nokkrum dögum og því var aðskilnaður þeirra ekki langur.

 

Friðrik Pétur Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur,  var hæstánægður með að fá Ólaf Helga til liðsins á nýjan leik.

 

,,Við í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar erum hæstánægð með að endurheimta Ólaf í okkar raðir enda gríðarega öflugur leikmaður og sterkur karakter,” sagði Friðrik við undirritun samningsins í dag.

 

Ólafur var einnig spurður út í endurkomuna og sagðist hann var spenntur fyrir því að spila með uppeldisfélaginu á nýjan leik.

 

,,Hér þekki ég best til og tel okkur vera að setja saman mjög sterkan hóp fyrir næstu leiktíð,” sagði Ólafur.

 


Tengdar fréttir

Njarðvík framlengir ekki við Daníel

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Daníel Guðna Guðmundsson en hann hefur verið með liðið síðustu tvö tímabilin.

Einar Árni tekur við Njarðvík

Einar Árni Jóhannsson hefur tekið við karlaliði Njarðvíkur en Körfuknattleiksdeild félagsins staðfesti þetta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×