Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Sylvía Hall skrifar 30. mars 2018 11:25 Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Getty Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. Einnig er farið fram á að innflytjendum og framleiðendum verði skylt að merkja vörur sem hafa í sér plastagnir. Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar kemur fram að Íslendingum beri að vera í fararbroddi þeirra þjóða sem láta sig verndun hafsins varða og bann við plastpokum sé vel til þess fallið að draga úr notkun plasts og vekja athygli á vandanum sem steðjar að lífríki þess. Þar kemur einnig fram að plastmengun sé ein stærsta ógn við vistkerfi jarðar“ „Plastagnir eru óuppleysanlegar, innan við 5 mm að stærð og brotna ekki niður í lífverum. Þær er að finna í ýmsum vörum, til að mynda snyrtivörum og tannkremi, og enda því iðulega í niðurföllum, vöskum og sturtubotnum. Þaðan eiga þær greiða leið út í sjó. Þær eru í drykkjarvatni okkar og finnast, eins og fyrr segir, í sífellt ríkara mæli í fiskum og öðrum sjávardýrum.“ segir í tillögunni. Vísað er í ritgerð Guðfinns Sigurvinssonar um plastmengun í hafi þar sem hann dregur upp skýra mynd af vandanum og bendir á að Íslendingar noti um 70 milljónir einnota plastpoka á ári, en hver poki sé aðeins notaður í um það bil 25 mínútur. Talið er að 8 milljörðum plastpoka sé hent árlega í Evrópu.Fagna vitundarvakningu meðal almennings Í tillögunni fagnar þingflokkurinn vitundarvakningu í samfélaginu og bendir á að víða bjóða verslanir upp á fjölnotapoka. Þingflokkurinn hrósar einnig almenningi fyrir sitt framlag í hreinsun strandlengjunnar og segir þetta vera jákvæða þróun. Vitundarvakningin í umhverfismálum virðist vera að ná mikilli útbreiðslu, en upp á síðkastið hefur svokallað „plogging“ vakið athygli hér á landi. Þar samtvinnir fólk líkamsrækt og ruslatínslu með því að tína upp rusl á meðan útihlaupum stendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samfylkingin reynir að berjast gegn plastpokanotkun, en árið 2015 samþykkti Alþingi tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur um að draga úr plastpokanotkun hér á landi. Árið 2016 var samningur þess efnis undirritaður milli Samtaka verslunar og þjónustu og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en samningurinn var ekki endurnýjaður ári seinna. Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. Einnig er farið fram á að innflytjendum og framleiðendum verði skylt að merkja vörur sem hafa í sér plastagnir. Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar kemur fram að Íslendingum beri að vera í fararbroddi þeirra þjóða sem láta sig verndun hafsins varða og bann við plastpokum sé vel til þess fallið að draga úr notkun plasts og vekja athygli á vandanum sem steðjar að lífríki þess. Þar kemur einnig fram að plastmengun sé ein stærsta ógn við vistkerfi jarðar“ „Plastagnir eru óuppleysanlegar, innan við 5 mm að stærð og brotna ekki niður í lífverum. Þær er að finna í ýmsum vörum, til að mynda snyrtivörum og tannkremi, og enda því iðulega í niðurföllum, vöskum og sturtubotnum. Þaðan eiga þær greiða leið út í sjó. Þær eru í drykkjarvatni okkar og finnast, eins og fyrr segir, í sífellt ríkara mæli í fiskum og öðrum sjávardýrum.“ segir í tillögunni. Vísað er í ritgerð Guðfinns Sigurvinssonar um plastmengun í hafi þar sem hann dregur upp skýra mynd af vandanum og bendir á að Íslendingar noti um 70 milljónir einnota plastpoka á ári, en hver poki sé aðeins notaður í um það bil 25 mínútur. Talið er að 8 milljörðum plastpoka sé hent árlega í Evrópu.Fagna vitundarvakningu meðal almennings Í tillögunni fagnar þingflokkurinn vitundarvakningu í samfélaginu og bendir á að víða bjóða verslanir upp á fjölnotapoka. Þingflokkurinn hrósar einnig almenningi fyrir sitt framlag í hreinsun strandlengjunnar og segir þetta vera jákvæða þróun. Vitundarvakningin í umhverfismálum virðist vera að ná mikilli útbreiðslu, en upp á síðkastið hefur svokallað „plogging“ vakið athygli hér á landi. Þar samtvinnir fólk líkamsrækt og ruslatínslu með því að tína upp rusl á meðan útihlaupum stendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samfylkingin reynir að berjast gegn plastpokanotkun, en árið 2015 samþykkti Alþingi tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur um að draga úr plastpokanotkun hér á landi. Árið 2016 var samningur þess efnis undirritaður milli Samtaka verslunar og þjónustu og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en samningurinn var ekki endurnýjaður ári seinna.
Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30
Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30