Íslenski boltinn

Efnilegasti FH-ingurinn á reynslu til Úlfanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Teitur Magnússon í treyju númer 16.
Teitur Magnússon í treyju númer 16.
Teitur Magnússon, 17 ára gamall leikmaður FH í Pepsi-deild karla í fótbolta, fór í gær á reynslu til Wolves á Englandi en hann æfir með Úlfunum fram á föstudag.

Teitur kom inn á í einum leik með FH í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð þegar að liðið tapaði fyrir KR á heimavelli en hann leysti þá fyrirliðann Davíð Þór Viðarsson af á 86. mínútu.

Þessi ungi varnarmaður var kjörinn efnilegasti leikmaður FH á lokahófi félagsins að tímabilinu loknu en hann er fastamaður í U17 ára landsliði Íslands og hefur spilað fyrir það fjórtán leiki.

Teitur byrjaði alla þrjá leiki U17 ára landsliðsins í milliriðli EM 2018 sem fram fór í síðasta mánuði en þar töpuðu ungu drengirnir okkar öllum leikjum sínum gegn sterkum andstæðingum.

Úlfarnir eru á hraðri leið í ensku úrvalsdeildina en liðið er með níu stiga forskot á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×