Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Karl Lúðvíksson skrifar 9. apríl 2018 11:00 Lax sem veiddist í ánni Drowes á Írlandi um helgina. Veiðin þar er mun betri en síðustu ár. Fréttir berast nú af laxveiði bæði í Skotlandi og á Írlandi og samkvæmt fyrstu tölum gæum við átt vin á góðu í íslensku ánum í sumar. Veiðitölur úr írsku ánum eru með því besta sem hefur verið í 15 ár og í einhverjum ánum í Skotlandi er greinilega meiri ganga núna en hefur verið síðustu fimm ár. Í Skotlandi er rétt að greina frá því að þessi aukning virðist þó ekki skila sér í árnar af sama mæli þar sem ósinn er í nálægð við stórar eldisstöðvar og er greinilegt að nærvera þeirra við gönguleið laxsins og þá sér í lagi seiðanna þegar þau fara til sjávar að spila þar inní. Samkvæmt veiðifréttum frá nokkrum írskum veiðivefmiðlum hefur laxinn verið að koma vel haldinn úr hafi og meira af vænum fiski í aflanum en oft áður en það sem veiðimenn vel að merkja taka þó fyrst eftir er að það er meira af laxi að ganga en áður og þá merkjanlega síðustu 20 ár. Virðist þetta gefa til kynna að fæðuframboð sé gott í hafinu á uppeldisstöðvum laxsins. Nú styttist óðfluga í að veiðin hefjist hér á landi en aðeins um tveir mánuðir eru í að tímabilið hefjist svo þessar fréttir hljóta að ylja aðeins undir væntingum fyrir komandi sumar hér á landi. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Fréttir berast nú af laxveiði bæði í Skotlandi og á Írlandi og samkvæmt fyrstu tölum gæum við átt vin á góðu í íslensku ánum í sumar. Veiðitölur úr írsku ánum eru með því besta sem hefur verið í 15 ár og í einhverjum ánum í Skotlandi er greinilega meiri ganga núna en hefur verið síðustu fimm ár. Í Skotlandi er rétt að greina frá því að þessi aukning virðist þó ekki skila sér í árnar af sama mæli þar sem ósinn er í nálægð við stórar eldisstöðvar og er greinilegt að nærvera þeirra við gönguleið laxsins og þá sér í lagi seiðanna þegar þau fara til sjávar að spila þar inní. Samkvæmt veiðifréttum frá nokkrum írskum veiðivefmiðlum hefur laxinn verið að koma vel haldinn úr hafi og meira af vænum fiski í aflanum en oft áður en það sem veiðimenn vel að merkja taka þó fyrst eftir er að það er meira af laxi að ganga en áður og þá merkjanlega síðustu 20 ár. Virðist þetta gefa til kynna að fæðuframboð sé gott í hafinu á uppeldisstöðvum laxsins. Nú styttist óðfluga í að veiðin hefjist hér á landi en aðeins um tveir mánuðir eru í að tímabilið hefjist svo þessar fréttir hljóta að ylja aðeins undir væntingum fyrir komandi sumar hér á landi.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði