Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2018 07:35 Leikarinn Geoffrey Rush þvertekur fyrir ásakanirnar. Vísir/AFP Ástralski stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um „ósæmilega hegðun,“ ef marka má gögn sem liggja nú fyrir áströlskum dómstólum. Í eiðsvarinni yfirlýsingu lögmanns leikarans, sem gerð var opinber í morgun, kemur fram að Rush hafi mátt þola „gríðarlegar sálrænar og félagslegar kvalir,“ eftir að Daily Telegraph birti röð greina um hegðun leikarans í fyrra. Rush hefur kært blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdragana frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015. Er hann sagður hafa hagað sér með óviðeigandi hætti gagnvart samstarfsmönnum sínum, án þess þó að lýsa því í smáatriðum í hverju sú hegðun fólst. Hann er þó talin hafa snert meðleikonu sína þannig að jaðrað hafi við kynferðislega áreitni.Sjá einnig: Geoffrey Rush víkur vegna ásakanaÚtgefendur blaðsins halda því enda fram að ekkert sé fullyrt um afbrigðilega framgöngu Rush og að hann sé ekki málaður upp sem kynferðisbrotamaður í greinunum, eins og lögmaður leikarans hefur látið í veðri vaka. Föst skot hafa gengið á milli lögmannanna í málinu og óttast lögmaður Rush að verið sé að reyna að fresta málinu fram í hið óendanlega. Fram til þessa hefur verið gert ráð fyrir aðalmeðferð í málinu í desember en það gæti dregist nái lögmenn blaðsins sínu fram. Rush hefur allt frá upphafi þvertekið fyrir ásakanirnar. Tengdar fréttir Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Sjá meira
Ástralski stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um „ósæmilega hegðun,“ ef marka má gögn sem liggja nú fyrir áströlskum dómstólum. Í eiðsvarinni yfirlýsingu lögmanns leikarans, sem gerð var opinber í morgun, kemur fram að Rush hafi mátt þola „gríðarlegar sálrænar og félagslegar kvalir,“ eftir að Daily Telegraph birti röð greina um hegðun leikarans í fyrra. Rush hefur kært blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdragana frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015. Er hann sagður hafa hagað sér með óviðeigandi hætti gagnvart samstarfsmönnum sínum, án þess þó að lýsa því í smáatriðum í hverju sú hegðun fólst. Hann er þó talin hafa snert meðleikonu sína þannig að jaðrað hafi við kynferðislega áreitni.Sjá einnig: Geoffrey Rush víkur vegna ásakanaÚtgefendur blaðsins halda því enda fram að ekkert sé fullyrt um afbrigðilega framgöngu Rush og að hann sé ekki málaður upp sem kynferðisbrotamaður í greinunum, eins og lögmaður leikarans hefur látið í veðri vaka. Föst skot hafa gengið á milli lögmannanna í málinu og óttast lögmaður Rush að verið sé að reyna að fresta málinu fram í hið óendanlega. Fram til þessa hefur verið gert ráð fyrir aðalmeðferð í málinu í desember en það gæti dregist nái lögmenn blaðsins sínu fram. Rush hefur allt frá upphafi þvertekið fyrir ásakanirnar.
Tengdar fréttir Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Sjá meira
Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01