Taugarnar héldu og Reed vann sitt fyrsta risamót Ísak Jasonarson skrifar 8. apríl 2018 22:45 Patrick Reed fagnar sigri í dag. Vísri/Getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Masters risamótinu eftir æsispennandi lokahring. Reed hafði betur gegn Rickie Fowler og Jordan Spieth á endasprettinum en þetta er fyrsti risatitillinn hans. Reed lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari og þann síðasta á höggi undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og þrjá skolla á lokahringnum og fékk mikilvæg pör þegar mest á reyndi. Rickie Fowler endaði í öðru sæti í mótinu, höggi á eftir Reed eftir flottan lokahring upp á 67 högg. Fowler hleypti spennu í mótið með því að ná fugli á átjándu holu og endaði hann þar með á fjórtán höggum undir pari. Það þýddi að Reed þurfti að spila sína lokaholu á pari, sem hann gerði eftir að hafa tvípúttað. Samlandi hans, Spieth, lék besta hring mótsins og kom inn á 64 höggum. Á tímabili stefndi allt í að hann myndi jafna vallarmetið á Augusta National sem er 63 högg en skolli á lokaholunni kom í veg fyrir það. Rory McIlroy, sem lék með Reed í lokahollinu, náði sér ekki á strik á lokahringnum og kom inn á 2 höggum yfir pari. Hann endaði mótið í 5. sæti á 9 höggum undir pari. Fylgst var með lokahring mótsins í beinni textalýsingu Vísis sem má lesa hér fyrir neðan.
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Masters risamótinu eftir æsispennandi lokahring. Reed hafði betur gegn Rickie Fowler og Jordan Spieth á endasprettinum en þetta er fyrsti risatitillinn hans. Reed lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari og þann síðasta á höggi undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og þrjá skolla á lokahringnum og fékk mikilvæg pör þegar mest á reyndi. Rickie Fowler endaði í öðru sæti í mótinu, höggi á eftir Reed eftir flottan lokahring upp á 67 högg. Fowler hleypti spennu í mótið með því að ná fugli á átjándu holu og endaði hann þar með á fjórtán höggum undir pari. Það þýddi að Reed þurfti að spila sína lokaholu á pari, sem hann gerði eftir að hafa tvípúttað. Samlandi hans, Spieth, lék besta hring mótsins og kom inn á 64 höggum. Á tímabili stefndi allt í að hann myndi jafna vallarmetið á Augusta National sem er 63 högg en skolli á lokaholunni kom í veg fyrir það. Rory McIlroy, sem lék með Reed í lokahollinu, náði sér ekki á strik á lokahringnum og kom inn á 2 höggum yfir pari. Hann endaði mótið í 5. sæti á 9 höggum undir pari. Fylgst var með lokahring mótsins í beinni textalýsingu Vísis sem má lesa hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira