Íslenski boltinn

Haukar byggja knattspyrnuhús

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Teikning af nýja húsinu
Teikning af nýja húsinu mynd/haukar
Upphitað knattspyrnuhús verður reist á íþróttsvæði Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði er fram kemur í tilkynningu frá félaginu í morgun.

„Undanfarin misseri hafa forráðamenn Hauka unnið að undirbúningi að byggingu knatthúss að Ásvöllum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þörfina fyrir bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á Ásvöllum, en þörf fyrir byggingu knatthúss hefur lengi legið fyrir. Nú er hins vegar ljóst að stórt upphitað knatthús verður byggt á Ásvöllum,“ segir í tilkynningunni.

Unnið verður að forhönnun hússins á þessu ári og „víða leitað fanga til að byggingin uppfylli sem best þær kröfur sem Haukar og íbúar kalla eftir. Haukar leggja mikla áherslu á að saman fari metnaður í uppbyggingu á Ásvöllum og að horft sé til þjónustuframboðs í takt við ört stækkandi íbúabyggð.“

Haukar hafa á síðustu vikum lagt lokahendur á byggingu nýs körfuboltasals, sem verður vígður formlega 12. apríl næstkomandi. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×