Sport

Nýtt myndband af berserksgangi McGregor

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir bardagamenn slösuðust þegar Conor braut rúðu í rútu þeirra.
Tveir bardagamenn slösuðust þegar Conor braut rúðu í rútu þeirra.
UFC hefur birt nýtt myndband af berserksgangi Conor McGregor í New York í fyrrakvöld. Bardagakappinn veittist að öðrum bardagamönnum UFC sem voru í rútu og kastaði ýmsum hlutum í rútuna. Við það brotnaði rúða í rútunni og slasaði hann tvo bardagamenn.

Conor gaf sig svo fram við lögreglu og var hann færður fyrir dómara í gær þar sem honum var gert að greiða 50 þúsund tali í tryggingu svo hann gæti sloppið úr haldi. Hann mun þurfa að mæta aftur fyrir dómara í New York þann 14. júní.



Sjá einnig: „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC



Á myndbandinu sem UFC hefur birt sést meira en hefur áður sést af því sem gerðist í Barclays Center og einnig eftirmálar atviksins. Dana White, yfirmaður UFC, hitti bardagamennina eftir atvikið og sagði ljóst að McGregor væri á leiðinni í fangelsi.

 

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×