Versti árangur ríkjandi meistara frá upphafi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. apríl 2018 12:00 Garcia lauk keppni niðurlútur í gærkvöld visir/getty Helgin hefur ekki byrjað eftir óskum hjá Spánverjanum Sergio Garcia. Hann missti af niðurskurðinum á Mastersmótinu í golfi og setti heldur óskemmtilegt met. Garcia lauk leik í næst síðasta sæti í gærkvöld eftir að hafa farið hringinn á tveimur höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir pari en samtala Garcia á hringjunum tveimur var 16 högg yfir pari. Meistari síðasta árs lenti í miklum hremmingum á 15. braut á fyrsta hring þar sem hann jafnaði metið yfir flest högg á einni holu í sögu mótsins, 13 stykki. Samtals var Garcia á 160 höggum sem er hæsta skor ríkjandi meistara á Mastersmótinu frá upphafi. Þetta var í 11. skipti sem ríkjandi meistari á mótinu nær ekki í gegnum niðurskurðinn og annað árið í röð því Danny Willet komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta ári. Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan hefur ekki verið svo lág síðan árið 2015. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi á að hefjast klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Veðurspáin fyrir daginn er ekki góð, en þó er reiknað með að keppni hefjist á áætluðum tíma. Golf Tengdar fréttir Ævintýralegt klúður Garcia │ Fimm skot beint í vatnið Sergio Garcia getur gleymt þeim draumi að vinna Mastersmótið tvö ár í röð. Það er afrek sem aðeins þrír kylfingar hafa gert í sögunni og eftir daginn í dag þarf Garcia kraftaverk til að leika það eftir. 5. apríl 2018 20:20 Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Helgin hefur ekki byrjað eftir óskum hjá Spánverjanum Sergio Garcia. Hann missti af niðurskurðinum á Mastersmótinu í golfi og setti heldur óskemmtilegt met. Garcia lauk leik í næst síðasta sæti í gærkvöld eftir að hafa farið hringinn á tveimur höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir pari en samtala Garcia á hringjunum tveimur var 16 högg yfir pari. Meistari síðasta árs lenti í miklum hremmingum á 15. braut á fyrsta hring þar sem hann jafnaði metið yfir flest högg á einni holu í sögu mótsins, 13 stykki. Samtals var Garcia á 160 höggum sem er hæsta skor ríkjandi meistara á Mastersmótinu frá upphafi. Þetta var í 11. skipti sem ríkjandi meistari á mótinu nær ekki í gegnum niðurskurðinn og annað árið í röð því Danny Willet komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta ári. Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan hefur ekki verið svo lág síðan árið 2015. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi á að hefjast klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Veðurspáin fyrir daginn er ekki góð, en þó er reiknað með að keppni hefjist á áætluðum tíma.
Golf Tengdar fréttir Ævintýralegt klúður Garcia │ Fimm skot beint í vatnið Sergio Garcia getur gleymt þeim draumi að vinna Mastersmótið tvö ár í röð. Það er afrek sem aðeins þrír kylfingar hafa gert í sögunni og eftir daginn í dag þarf Garcia kraftaverk til að leika það eftir. 5. apríl 2018 20:20 Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ævintýralegt klúður Garcia │ Fimm skot beint í vatnið Sergio Garcia getur gleymt þeim draumi að vinna Mastersmótið tvö ár í röð. Það er afrek sem aðeins þrír kylfingar hafa gert í sögunni og eftir daginn í dag þarf Garcia kraftaverk til að leika það eftir. 5. apríl 2018 20:20
Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41