Með tvöfalt meira fylgi en næsti flokkur á eftir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. apríl 2018 09:00 Viktor Orbán er vinsæll í Ungverjalandi. Flokkur hans, Fidesz, mælist með langmest fylgi. Nordicphotos/AFP Ungverjar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa nýtt þing. Verða það áttundu kosningarnar þar í landi frá því valdatíð kommúnistaleiðtogans János Kádár leið undir lok og jafnframt þær áttundu þar sem Viktor Orbán forsætisráðherra leiðir flokk sinn, Fidesz. Ef marka má skoðanakannanir stefnir í að Fidesz fái nú flesta menn kjörna í fimmta sinn. Staða Fidesz er sterk. Flokkurinn býður nú fram með Kristilegum demókrötum eftir að hafa verið með þeim í ríkisstjórn á kjörtímabilinu. Framboðið mælist með 45 prósenta fylgi í nýrri könnun Publicus og er því með meira en tvöfalt fylgi næststærsta flokksins, Jobbik, sem mælist í 20 prósentum. Kosningabarátta Fidesz hefur að miklu leyti snúist um útlendinga. Þá einna helst flóttafólk. Rímar það vel við verk Orbáns á forsætisráðherrastóli enda hefur flokkurinn endurtekið sett sig upp á móti öðrum ríkjum Evrópusambandsins þegar kemur að móttöku flóttafólks. Í stefnuræðu Orbáns í febrúar fólst kjarninn í málstað Fidesz. Varaði hann við því að óveðursský hrönnuðust nú upp yfir Evrópu. Einungis Fidesz gæti varið álfuna fyrir íslamsvæðingu. „Við teljum að kristnin sé síðasta von Evrópu. Ef hundruðum milljóna ungmenna er leyft að flytja hingað norður á bóginn mun þrýstingurinn á Evrópu margfaldast. Ef þessi þróun heldur áfram munu múslimar vera í meirihluta í stórborgum Evrópu.“ Sterk staða Orbáns þykir áhyggjuefni fyrir valdamenn í vestri, að því er skýrandi Washington Post hélt fram á dögunum. Sagði skýrandinn Orbán lýðskrumara, harðasta andstæðing flóttamanna, meistara hræðsluáróðurs og alvarlegri ógn við Evrópusambandið en útganga Bretlands. Undir hans stjórn hafi heilsu lýðræðisins í Ungverjalandi hrakað, þótt lýðræðið þar sé þó enn líkara því sem þekkist í vestri en til dæmis í Rússlandi. Afar líklegt er að Fidesz og Kristilegir demókratar haldi meirihluta sínum á þinginu. Þá sérstaklega í ljósi stjórnarskrárbreytinga og breytinga á kosningalögunum sem Orbán-stjórnin gerði snemma á áratugnum og hafa reynst flokknum vel og skilað fleiri þingmönnum en hann fengi ef einungis væri horft til fjölda atkvæða. Fleiri eru þó í framboði. Gábor Vona leiðir Jobbik og er spáð 20 prósenta fylgi. Flokkurinn hefur fjarlægst öfgaþjóðernishyggjuna sem einkenndi hann áður og leitað inn á miðjuna í ljósi sívaxandi þjóðernishyggju innan Fidesz. Þá býður Sósíalistaflokkur Kádárs fram með Gergely Karácsony í brúnni og í slagtogi við smáflokkinn Samræður fyrir Ungverjaland. Mælist það framboð með um nítján prósenta fylgi. Eina konan sem leiðir flokk sem líklegt er að komist á þing er Bernadett Szél. Hún leiðir frjálslynda græningjaflokkinn Öðruvísi stjórnmál og mælist framboðið með 7 prósenta fylgi. Birtist í Fréttablaðinu Ungverjaland Tengdar fréttir Ungverjar ákveða kjördag Kannanir benda til að hinn umdeildi Viktor Orban forsætisráðherra muni bera sigur úr býtum og sitja áfram þriðja kjörtímabilið. 11. janúar 2018 11:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Ungverjar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa nýtt þing. Verða það áttundu kosningarnar þar í landi frá því valdatíð kommúnistaleiðtogans János Kádár leið undir lok og jafnframt þær áttundu þar sem Viktor Orbán forsætisráðherra leiðir flokk sinn, Fidesz. Ef marka má skoðanakannanir stefnir í að Fidesz fái nú flesta menn kjörna í fimmta sinn. Staða Fidesz er sterk. Flokkurinn býður nú fram með Kristilegum demókrötum eftir að hafa verið með þeim í ríkisstjórn á kjörtímabilinu. Framboðið mælist með 45 prósenta fylgi í nýrri könnun Publicus og er því með meira en tvöfalt fylgi næststærsta flokksins, Jobbik, sem mælist í 20 prósentum. Kosningabarátta Fidesz hefur að miklu leyti snúist um útlendinga. Þá einna helst flóttafólk. Rímar það vel við verk Orbáns á forsætisráðherrastóli enda hefur flokkurinn endurtekið sett sig upp á móti öðrum ríkjum Evrópusambandsins þegar kemur að móttöku flóttafólks. Í stefnuræðu Orbáns í febrúar fólst kjarninn í málstað Fidesz. Varaði hann við því að óveðursský hrönnuðust nú upp yfir Evrópu. Einungis Fidesz gæti varið álfuna fyrir íslamsvæðingu. „Við teljum að kristnin sé síðasta von Evrópu. Ef hundruðum milljóna ungmenna er leyft að flytja hingað norður á bóginn mun þrýstingurinn á Evrópu margfaldast. Ef þessi þróun heldur áfram munu múslimar vera í meirihluta í stórborgum Evrópu.“ Sterk staða Orbáns þykir áhyggjuefni fyrir valdamenn í vestri, að því er skýrandi Washington Post hélt fram á dögunum. Sagði skýrandinn Orbán lýðskrumara, harðasta andstæðing flóttamanna, meistara hræðsluáróðurs og alvarlegri ógn við Evrópusambandið en útganga Bretlands. Undir hans stjórn hafi heilsu lýðræðisins í Ungverjalandi hrakað, þótt lýðræðið þar sé þó enn líkara því sem þekkist í vestri en til dæmis í Rússlandi. Afar líklegt er að Fidesz og Kristilegir demókratar haldi meirihluta sínum á þinginu. Þá sérstaklega í ljósi stjórnarskrárbreytinga og breytinga á kosningalögunum sem Orbán-stjórnin gerði snemma á áratugnum og hafa reynst flokknum vel og skilað fleiri þingmönnum en hann fengi ef einungis væri horft til fjölda atkvæða. Fleiri eru þó í framboði. Gábor Vona leiðir Jobbik og er spáð 20 prósenta fylgi. Flokkurinn hefur fjarlægst öfgaþjóðernishyggjuna sem einkenndi hann áður og leitað inn á miðjuna í ljósi sívaxandi þjóðernishyggju innan Fidesz. Þá býður Sósíalistaflokkur Kádárs fram með Gergely Karácsony í brúnni og í slagtogi við smáflokkinn Samræður fyrir Ungverjaland. Mælist það framboð með um nítján prósenta fylgi. Eina konan sem leiðir flokk sem líklegt er að komist á þing er Bernadett Szél. Hún leiðir frjálslynda græningjaflokkinn Öðruvísi stjórnmál og mælist framboðið með 7 prósenta fylgi.
Birtist í Fréttablaðinu Ungverjaland Tengdar fréttir Ungverjar ákveða kjördag Kannanir benda til að hinn umdeildi Viktor Orban forsætisráðherra muni bera sigur úr býtum og sitja áfram þriðja kjörtímabilið. 11. janúar 2018 11:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Ungverjar ákveða kjördag Kannanir benda til að hinn umdeildi Viktor Orban forsætisráðherra muni bera sigur úr býtum og sitja áfram þriðja kjörtímabilið. 11. janúar 2018 11:20