Upphitun fyrir Barein: Slagurinn í eyðimörkinni Bragi Þórðarson skrifar 6. apríl 2018 22:00 Lewis Hamilton á brautinni í Barein. Vísir/Getty Önnur umferðin í Formúlu 1 fer fram í konungsveldinu Barein núna um helgina. Þetta verður í 14. skiptið sem að Formúlu 1 kappakstur verður haldinn á Barein-brautinni sem er 5,4 km að lengd, sem gerir hana að einni lengstu braut mótsins. Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu umferðinni í Ástralíu fyrir tveimur vikum og annar varð helsti keppinautur hans Lewis Hamilton á Mercedes. Báðir þessir ökumenn eru að berjast um sinn fimmta titil í íþróttinni og er því alveg ljóst að slagurinn verður harður milli þeirra um helgina. Þó að það hafi verið Ferrari sem náði sigri í Ástralíu er greinilegt að ítalski bílaframleiðandinn er aðeins á eftir Mercedes í ár hvað hraða varðar. Það voru einföld reiknimistök sem urðu þýska liðinu að falli fyrir tveimur vikum en Lewis Hamilton var fljótari en Vettel í Melbourne. Ferrari mun þó koma bjartsýnt til leiks um helgina þar sem ekkert lið hefur unnið oftar í Barein heldur en ítalska liðið og Vettel hefur þar af auki náð þremur sigrum í eyðimörkinni. Nokkrar smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á brautinni fyrir kappaksturinn um helgina. Þar má helst nefna að DRS svæðið á ráskaflanum hefur verið lengt um 100 metra frá því í fyrra til þess að auka líkurnar á framúrakstri. Á DRS svæðum geta ökumenn opnað afturvæng bílsins sem minnkar loftmótstöðu sem gerir þeim auðvaldara fyrir að taka framúr. Brautin í Barein er mjög krefjandi bæði fyrir ökumenn og bíla. Margar tæknilegar beygjur og hröðunarsvæði reyna gríðarlega á afturdekk bílana og hitinn í eyðimörkinni kann að verða bæði ökumönnum og vélbúnaði erfiður. Æfingar, tímatökur og að sjálfsögðu kappaksturinn sjálfur verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Önnur umferðin í Formúlu 1 fer fram í konungsveldinu Barein núna um helgina. Þetta verður í 14. skiptið sem að Formúlu 1 kappakstur verður haldinn á Barein-brautinni sem er 5,4 km að lengd, sem gerir hana að einni lengstu braut mótsins. Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu umferðinni í Ástralíu fyrir tveimur vikum og annar varð helsti keppinautur hans Lewis Hamilton á Mercedes. Báðir þessir ökumenn eru að berjast um sinn fimmta titil í íþróttinni og er því alveg ljóst að slagurinn verður harður milli þeirra um helgina. Þó að það hafi verið Ferrari sem náði sigri í Ástralíu er greinilegt að ítalski bílaframleiðandinn er aðeins á eftir Mercedes í ár hvað hraða varðar. Það voru einföld reiknimistök sem urðu þýska liðinu að falli fyrir tveimur vikum en Lewis Hamilton var fljótari en Vettel í Melbourne. Ferrari mun þó koma bjartsýnt til leiks um helgina þar sem ekkert lið hefur unnið oftar í Barein heldur en ítalska liðið og Vettel hefur þar af auki náð þremur sigrum í eyðimörkinni. Nokkrar smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á brautinni fyrir kappaksturinn um helgina. Þar má helst nefna að DRS svæðið á ráskaflanum hefur verið lengt um 100 metra frá því í fyrra til þess að auka líkurnar á framúrakstri. Á DRS svæðum geta ökumenn opnað afturvæng bílsins sem minnkar loftmótstöðu sem gerir þeim auðvaldara fyrir að taka framúr. Brautin í Barein er mjög krefjandi bæði fyrir ökumenn og bíla. Margar tæknilegar beygjur og hröðunarsvæði reyna gríðarlega á afturdekk bílana og hitinn í eyðimörkinni kann að verða bæði ökumönnum og vélbúnaði erfiður. Æfingar, tímatökur og að sjálfsögðu kappaksturinn sjálfur verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti