Sport

Gunnar Nelson sýnir mönnum hvernig á að gera þetta | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson er alltaf saddur og sæll.
Gunnar Nelson er alltaf saddur og sæll. vísir/getty
Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur harðlega gagnrýnt ofsafenginn niðurskurð sumra bardagakappa í UFC undanfarin misseri.

Bardagakappar eru að reyna að missa fjöldan allan af kílóum á síðustu dögum fyrir bardaga sína sem er stórhættulegt og síðast í dag fékk Max Holloway ekki leyfi til að stíga á vigtina þar sem að hann leit svo illa út.

Haraldur var áður búinn að gagnrýna þennan svakalega niðurskurð Holloway og sagði að UFC þyrfti að fara að stíga inn í áður en einhver deyr. Meira um það má lesa hér.

Þar sem Haraldur er mikið að gagnrýna niðurskurð annarra hefur hann reglulega fengið spurningar um hversu þungur sonur hans er á milli bardaga. Hann svaraði því með myndbandi í janúar sem hann minnir aftur á núna í ljósi atburða dagsins í New York.

Gunnar Nelson berst í veltivigt þar sem menn mega mest vera 77,5 kíló þegar að þeir eru vigtaðir kvöldið fyrir bardagann. Menn tútna svo aðeins út um kvöldið og eru eitthvað þyngri en það þegar að stígið er inn í búrið.

Gunnar gengur upp að jafnaði 80 kíló og stundum aðeins meira. Hann þarf því aldrei að skera meira en 3-6 kíló af sér sem er eðlilegt og ekki hættulegt eins og ruglið sem Holloway stóð í.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá Gunnar fara á vigtina í janúar en þá var hann 80 kíló eftir jólasteikina og ekki bardagi bókaður. Hann berst ekki aftur fyrr en í lok maí.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×