Tregða eða vanhæfni flugfélagsins útskýri að hluta til vandræði með lendingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2018 11:14 Boeing vél Enter Air á Akureyrarflugvelli í janúar. Akureyri International Airport Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar, þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferðirnar. „Tregða og/eða vanhæfni“ flugfélagsins útskýrir að hluta til af hverju í sumum tilvikum var ekki lent á Akureyrarflugvelli. Þetta er mat flugklasans Air 66N sem er samstarsfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila sem vinnur að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað í millilandaflugi allt árið um kring. Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf síðastliðið sumar að selja ferðir til Norðurlands í beinu flugi frá Bretlandi við mikinn fögnuð heimamanna. Vel gekk að selja í ferðirnar sem farnar voru í janúar og febrúar. Enter Air var flugfélagið sem nýtt var í ferðirnar. Á ýmsu gekk en af fimmtán ferðum var sex sinnum lent á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar. Er þetta tíundað í skýrslu flugklasans sem kynnt var í bæjarráði Akureyrar í vikunni.Á myndinni má sjá hvernig flugvél Entar Air hringsólaði yfir Akureyri þann 15. janúar áður en vélinni var flogið til Keflavíkur.Flightradar24.comAðflugsbúnaður væntanlegur Í tveimur tilvikum var lítið skyggni vegna mikillar snjókomu ástæða þess að haldið var til Keflavíkur. Það hefði þó aðeins gerst einu sinni ef ekki hefði verið fyrir mistök í aðflugi sem urðu til þess að lendingu seinkaði en í millitíðinni byrjaði að snjóa. Þá voru einnig tilvik þar sem vindaskilyrði voru óhagstæð vegna þess að flugvélin sem notuð var ekki nógu öflug til að klifra til suðurs fulllestuð.„Og afganginn er erfitt að útskýra með öðru en tregðu og/eða vanhæfni flugfélagsins sem tók verkefnið að sér. Það voru einnig vonbrigði að þegar á reyndi, neitaði flugfélagið að nota Egilsstaðaflugvöll til vara og fór undantekningarlaust til Keflavíkur ef ekki var hægt að lenda á Akureyri,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir AkureyriKemur fram að það hafi ekki verið í samræmi við óskir Super Break en er því þó haldið til haga að veðurfar þá mánuði sem ferðirnar voru á áætlun hafi verið „óvenjulega stormasamt“.Segir einnig í skýrslunni að Super Break sé langt komið með að semja við annað flugfélag fyrir áætlunarferðir til Akureyrar næsta vetur sem lofað hefur „öflugri þjálfun flugmanna og öflugri flugvélum til þess að vinna verkið.“Super Break áætlar fleiri ferðir til Akureyrar næsta vetur en stefnt er á 30 ferðir í heildina, mun fleiri en síðasta vetur. Hjálpar þar til að útlit er fyrir að nýr aðflugsbúnaður verði settur upp á Akureyrarflugvelli næsta haust en skortur á slíkum búnaði torveldaði lendingar Enter Air í einhverjum tilvikum. Samgöngur Tengdar fréttir Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41 Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar, þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferðirnar. „Tregða og/eða vanhæfni“ flugfélagsins útskýrir að hluta til af hverju í sumum tilvikum var ekki lent á Akureyrarflugvelli. Þetta er mat flugklasans Air 66N sem er samstarsfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila sem vinnur að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað í millilandaflugi allt árið um kring. Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf síðastliðið sumar að selja ferðir til Norðurlands í beinu flugi frá Bretlandi við mikinn fögnuð heimamanna. Vel gekk að selja í ferðirnar sem farnar voru í janúar og febrúar. Enter Air var flugfélagið sem nýtt var í ferðirnar. Á ýmsu gekk en af fimmtán ferðum var sex sinnum lent á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar. Er þetta tíundað í skýrslu flugklasans sem kynnt var í bæjarráði Akureyrar í vikunni.Á myndinni má sjá hvernig flugvél Entar Air hringsólaði yfir Akureyri þann 15. janúar áður en vélinni var flogið til Keflavíkur.Flightradar24.comAðflugsbúnaður væntanlegur Í tveimur tilvikum var lítið skyggni vegna mikillar snjókomu ástæða þess að haldið var til Keflavíkur. Það hefði þó aðeins gerst einu sinni ef ekki hefði verið fyrir mistök í aðflugi sem urðu til þess að lendingu seinkaði en í millitíðinni byrjaði að snjóa. Þá voru einnig tilvik þar sem vindaskilyrði voru óhagstæð vegna þess að flugvélin sem notuð var ekki nógu öflug til að klifra til suðurs fulllestuð.„Og afganginn er erfitt að útskýra með öðru en tregðu og/eða vanhæfni flugfélagsins sem tók verkefnið að sér. Það voru einnig vonbrigði að þegar á reyndi, neitaði flugfélagið að nota Egilsstaðaflugvöll til vara og fór undantekningarlaust til Keflavíkur ef ekki var hægt að lenda á Akureyri,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir AkureyriKemur fram að það hafi ekki verið í samræmi við óskir Super Break en er því þó haldið til haga að veðurfar þá mánuði sem ferðirnar voru á áætlun hafi verið „óvenjulega stormasamt“.Segir einnig í skýrslunni að Super Break sé langt komið með að semja við annað flugfélag fyrir áætlunarferðir til Akureyrar næsta vetur sem lofað hefur „öflugri þjálfun flugmanna og öflugri flugvélum til þess að vinna verkið.“Super Break áætlar fleiri ferðir til Akureyrar næsta vetur en stefnt er á 30 ferðir í heildina, mun fleiri en síðasta vetur. Hjálpar þar til að útlit er fyrir að nýr aðflugsbúnaður verði settur upp á Akureyrarflugvelli næsta haust en skortur á slíkum búnaði torveldaði lendingar Enter Air í einhverjum tilvikum.
Samgöngur Tengdar fréttir Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41 Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41
Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39