Far Cry 5: Sprell sem maður á þó einhvern veginn að taka alvarlega Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 11:15 Joseph Seed og fylgjendur hans. Ubisoft Far Cry 5 er algjört rugl. Það er brjálæðislega mikið um að vera og allar persónur leiksins eru brjálaðar. Ég elska það. Leikurinn er ekki gallalaus en hann er stórkostlega skemmtilegur. Leikvöllur þar sem vinir koma saman og murka lífið úr óteljandi meðlimum sértrúarsafnaðar sem einnig framleiða fíkniefni og myrða saklausa borgara í massavís. Joseph Seed er sannfærður um að heimurinn sé að fara til andskotans og hann og fjölskylda hans grípa til grimmilegra aðgerða til að tryggja að þau muni lifa dómsdag af. Spilarar, setja sig í fótspor ómerkilegs lögregluþjóns og þurfa að byggja upp uppreisn í Hope sýslu í Montana í Bandaríkjunum þar sem sértrúarsöfnuðurinn Edens Gate hefur tekið völdin. Leiknum er skipt niður í þrjú svæði sem spilarar þurfa að frelsa eitt af öðru og til þess fá spilarar mikið úrval af vopnum, tólum og farartækjum. Hverju svæði er stýrt af einum meðlimi Seed-fjölskyldunnar en þau eru öll frekar furðuleg. Joseph Seed á til dæmis að vera mjög hrífandi leiðtogi sem á að hafa platað alla með sjarma sínum. Ég skil það ekki. Hann er bara drullusokkur og það er ekkert aðlaðandi við hann. Maður á aldrei að treysta mönnum sem virðast ekki eiga bol.Saga leiksins er eiginlega bara kjaftæði og heldur varla vatni. Dýpt persóna leiksins er engin, aðalpersónan segir aldrei neitt og sagan er í rauninni bara fyrir. Starfsmenn Ubisoft vita þó af göllum sögunnar, enda væri annað skrítið það sem sama vandamálið hefur plagað alla Far Cry leikina, og gera sjálfir grín af henni í nokkrum verkefnum leiksins. Samt er sífellt verið að troða þessari sögu upp á mann. Ég hef séð marga gagnrýna þetta og það er aðallega út af því að sú gagnrýni á rétt á sér. Það kemur ansi oft fyrir að maður er handsamaður, án þess að geta komið í veg fyrir það. Jafnvel þó maður sé að reyna að gera eitthvað annað og að skemmta sér við það. Það felur í sér að horfa á eitthvað myndband, hlaupa um í mikilli vímu og flýja. Jafnvel drepur maður eitthvað fólk í leiðinni. Við erum að tala um „James Bond-flýja”. Ég held að ég hafi verið handsamaður af Seed-systkinunum um tíu sinnum og flúði í hvert einasta sinn. Þetta þvælist eiginlega bara fyrir skemmtuninni og verður pirrandi. Á annan bóginn virðist Far Cry 5 eiga að vera alvarlegur leikur en samt engan veginn. Það er enginn balance á milli sprells og alvarlegheita og það stuðar mig töluvert. Mögulega er ég þó bara að ofhugsa þetta.Vinalausir eiga séns Eigi spilara enga vini, eins og ég, er hægt að notast við tölvugerða fylgjendur. Þar eru frekar skemmtilegar persónur og stórhættuleg dýr. Björninn Cheeseburger er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.Til marks um dræma (gervi)greind persóna í FC5 má benda á góðvin minn Hurk. Margir kannast ef til vill við hann úr bæði Far Cry 4 og Far Cry Primal þar sem Hurk sló einfaldlega í gegn. Hurk er bæði nautheimskur og illa forritaður. Í fyrsta sinn sem ég tók hann með mér hoppaði ég upp í flugvél og beið eftir að hann kæmi sér fyrir í aftursætinu og mundaði vélbyssuna þar. Það gerði Hurk þó alls ekki. Það fyrsta sem hann gerði var að hlaupa beint í hreyflana á flugvélinni, slasa sig og kalla á hjálp. Fylgjendurnir eru fyndnir en óttalega gagnslausir yfirleitt.Vel hönnuð sýsla til að sýslast í Hope sýsla er mjög flott. Kort leiksins er bara yfir höfuð mjög vel gert. Svæðin þrjú eru mismunandi bæði sín á milli og svo er fjölbreytt landslag innan þeirra einnig. Ef maður verður þreyttur á því að drepa útúrdópaða geðsjúklinga getur maður varið tíma sínum í fallhlífastökk, göngutúra, skotveiði, stangveiði eða margt fleira. Ég er búinn að verja undarlega miklum tíma í stangveiði og að skoða mig um. Það er einnig endalaust af svokölluðum páskaeggjum að finna og sömuleiðis er mikið af gríni. Ég rakst á minn uppáhalds brandara þegar ég var einu sinni að veiða fisk og annar veiðimaður sagði: „Ég hefði getað orðið lögregluþjónn en ég fékk skot í hnéið“. Ég sprakk úr hlátri en mögulega munu ekki allir skilja af hverju. Það er margt sem hefur breyst á milli Far Cry leikja en líklega er ekkert kærkomnara en það að þurfa ekki lengur að klifra upp einhverja turna til að opna kort leiksins. Að þessu sinni þurfa spilarar virkilega að kanna kortið og skoða sig um. Það er breyting sem ég tek fagnandi. Þá eru engin reynslustig í Far Cry 5. Til þess að betrumbæta lögregluþjóninn nafnslausa þurfa spilarar að finna tímarit í neðanjarðarbyrgjum og leysa þrautir sem felast að mestu í því að drepa X marga með vopni Y.Far Cry 5 er þó mun meira en bara sagan og Hope sýsla þar sem einnig er boðið upp á fjölspilun. Spilara geta spilað með vinum sínum í gegnum söguna eða í svokölluðu Arcade Mode. Þar er hægt að spila borð sem spilara geta búið til sjálfir og það er mjög efnilegt. Ubisoft hefur sum sé gert spilurum mögulegt að gera eigin borð og deila þeim með öðrum. Það er af nógu að taka og mörg borð eru stórskemmtileg, þó mikið sé af ömurlegum borðum inn á milli.Samatekt-ish Það er hægt að setja út á ýmislegt þegar kemur að Far Cry 5. Slöpp saga og verri persónusköpun, glötuð gervigreind, hljóð er mjög oft eitthvað furðulegt akstur farartækja er stundum skrítinn og það sama má segja um flugvélar og þyrlur. Það er samt vandamál sem hefur plagað leiki Ubisoft til lengri tíma. Bardagakerfið er þó frábært og það hefur sjaldan verið betra að skjóta fólk. Það er mikið og gott grín og nóg af hasar. Fallegt umhverfi og skemmtileg vopn. Óreiðan er þó það skemmtilegasta við Far Cry 5. Það er ekki hægt að fara hundrað metra án þess að koma að einhverju veseni eða lenda í brjáluðum og illa lyktandi skunki. Þar sem óreiðan ríkir skín leikurinn og ég verð að segja að ég hef skemmt mér fáránlega vel. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Far Cry 5 er algjört rugl. Það er brjálæðislega mikið um að vera og allar persónur leiksins eru brjálaðar. Ég elska það. Leikurinn er ekki gallalaus en hann er stórkostlega skemmtilegur. Leikvöllur þar sem vinir koma saman og murka lífið úr óteljandi meðlimum sértrúarsafnaðar sem einnig framleiða fíkniefni og myrða saklausa borgara í massavís. Joseph Seed er sannfærður um að heimurinn sé að fara til andskotans og hann og fjölskylda hans grípa til grimmilegra aðgerða til að tryggja að þau muni lifa dómsdag af. Spilarar, setja sig í fótspor ómerkilegs lögregluþjóns og þurfa að byggja upp uppreisn í Hope sýslu í Montana í Bandaríkjunum þar sem sértrúarsöfnuðurinn Edens Gate hefur tekið völdin. Leiknum er skipt niður í þrjú svæði sem spilarar þurfa að frelsa eitt af öðru og til þess fá spilarar mikið úrval af vopnum, tólum og farartækjum. Hverju svæði er stýrt af einum meðlimi Seed-fjölskyldunnar en þau eru öll frekar furðuleg. Joseph Seed á til dæmis að vera mjög hrífandi leiðtogi sem á að hafa platað alla með sjarma sínum. Ég skil það ekki. Hann er bara drullusokkur og það er ekkert aðlaðandi við hann. Maður á aldrei að treysta mönnum sem virðast ekki eiga bol.Saga leiksins er eiginlega bara kjaftæði og heldur varla vatni. Dýpt persóna leiksins er engin, aðalpersónan segir aldrei neitt og sagan er í rauninni bara fyrir. Starfsmenn Ubisoft vita þó af göllum sögunnar, enda væri annað skrítið það sem sama vandamálið hefur plagað alla Far Cry leikina, og gera sjálfir grín af henni í nokkrum verkefnum leiksins. Samt er sífellt verið að troða þessari sögu upp á mann. Ég hef séð marga gagnrýna þetta og það er aðallega út af því að sú gagnrýni á rétt á sér. Það kemur ansi oft fyrir að maður er handsamaður, án þess að geta komið í veg fyrir það. Jafnvel þó maður sé að reyna að gera eitthvað annað og að skemmta sér við það. Það felur í sér að horfa á eitthvað myndband, hlaupa um í mikilli vímu og flýja. Jafnvel drepur maður eitthvað fólk í leiðinni. Við erum að tala um „James Bond-flýja”. Ég held að ég hafi verið handsamaður af Seed-systkinunum um tíu sinnum og flúði í hvert einasta sinn. Þetta þvælist eiginlega bara fyrir skemmtuninni og verður pirrandi. Á annan bóginn virðist Far Cry 5 eiga að vera alvarlegur leikur en samt engan veginn. Það er enginn balance á milli sprells og alvarlegheita og það stuðar mig töluvert. Mögulega er ég þó bara að ofhugsa þetta.Vinalausir eiga séns Eigi spilara enga vini, eins og ég, er hægt að notast við tölvugerða fylgjendur. Þar eru frekar skemmtilegar persónur og stórhættuleg dýr. Björninn Cheeseburger er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.Til marks um dræma (gervi)greind persóna í FC5 má benda á góðvin minn Hurk. Margir kannast ef til vill við hann úr bæði Far Cry 4 og Far Cry Primal þar sem Hurk sló einfaldlega í gegn. Hurk er bæði nautheimskur og illa forritaður. Í fyrsta sinn sem ég tók hann með mér hoppaði ég upp í flugvél og beið eftir að hann kæmi sér fyrir í aftursætinu og mundaði vélbyssuna þar. Það gerði Hurk þó alls ekki. Það fyrsta sem hann gerði var að hlaupa beint í hreyflana á flugvélinni, slasa sig og kalla á hjálp. Fylgjendurnir eru fyndnir en óttalega gagnslausir yfirleitt.Vel hönnuð sýsla til að sýslast í Hope sýsla er mjög flott. Kort leiksins er bara yfir höfuð mjög vel gert. Svæðin þrjú eru mismunandi bæði sín á milli og svo er fjölbreytt landslag innan þeirra einnig. Ef maður verður þreyttur á því að drepa útúrdópaða geðsjúklinga getur maður varið tíma sínum í fallhlífastökk, göngutúra, skotveiði, stangveiði eða margt fleira. Ég er búinn að verja undarlega miklum tíma í stangveiði og að skoða mig um. Það er einnig endalaust af svokölluðum páskaeggjum að finna og sömuleiðis er mikið af gríni. Ég rakst á minn uppáhalds brandara þegar ég var einu sinni að veiða fisk og annar veiðimaður sagði: „Ég hefði getað orðið lögregluþjónn en ég fékk skot í hnéið“. Ég sprakk úr hlátri en mögulega munu ekki allir skilja af hverju. Það er margt sem hefur breyst á milli Far Cry leikja en líklega er ekkert kærkomnara en það að þurfa ekki lengur að klifra upp einhverja turna til að opna kort leiksins. Að þessu sinni þurfa spilarar virkilega að kanna kortið og skoða sig um. Það er breyting sem ég tek fagnandi. Þá eru engin reynslustig í Far Cry 5. Til þess að betrumbæta lögregluþjóninn nafnslausa þurfa spilarar að finna tímarit í neðanjarðarbyrgjum og leysa þrautir sem felast að mestu í því að drepa X marga með vopni Y.Far Cry 5 er þó mun meira en bara sagan og Hope sýsla þar sem einnig er boðið upp á fjölspilun. Spilara geta spilað með vinum sínum í gegnum söguna eða í svokölluðu Arcade Mode. Þar er hægt að spila borð sem spilara geta búið til sjálfir og það er mjög efnilegt. Ubisoft hefur sum sé gert spilurum mögulegt að gera eigin borð og deila þeim með öðrum. Það er af nógu að taka og mörg borð eru stórskemmtileg, þó mikið sé af ömurlegum borðum inn á milli.Samatekt-ish Það er hægt að setja út á ýmislegt þegar kemur að Far Cry 5. Slöpp saga og verri persónusköpun, glötuð gervigreind, hljóð er mjög oft eitthvað furðulegt akstur farartækja er stundum skrítinn og það sama má segja um flugvélar og þyrlur. Það er samt vandamál sem hefur plagað leiki Ubisoft til lengri tíma. Bardagakerfið er þó frábært og það hefur sjaldan verið betra að skjóta fólk. Það er mikið og gott grín og nóg af hasar. Fallegt umhverfi og skemmtileg vopn. Óreiðan er þó það skemmtilegasta við Far Cry 5. Það er ekki hægt að fara hundrað metra án þess að koma að einhverju veseni eða lenda í brjáluðum og illa lyktandi skunki. Þar sem óreiðan ríkir skín leikurinn og ég verð að segja að ég hef skemmt mér fáránlega vel.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira