Búið að handtaka Conor | Tveir slösuðust og geta ekki barist Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2018 07:45 Conor er í mjög vondum málum eftir uppákomu gærkvöldsins. vísir/getty Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. Ástæða þess að Conor mætti í Barclays Center, ásamt föruneyti til þess að gera allt brjálað, er sögð vera sú að vinur hans, Artem Lobov, hafi lent í útistöðum við Rússann Khabib Nurmagomedov á þriðjudag. Það hefur lengi verið kalt á milli Conor og Khabib. Conor ákvað því að fljúga frá Írlandi til New York til þess að standa með vini sínum. Hann er sagður hafa brjálast við að sjá Khabib og hans menn ögra vini sínum. Hér að neðan má sjá myndband af rifrildi Khabib og Lobov en þar sést, og heyrist einnig, er Khabib, slær létt á hnakkann á Lobov. Khabib var ósáttur við að Artem hefði kallað hann aumingja í viðtali fyrir nokkru síðan en Artem neitaði því. Hann kallaði hann nú samt aumingja í viðtalinu þó hann hafi ekki þorað að viðurkenna það.Það alvarlegasta sem Conor gerði í Barclays Center var að kasta tryllu í gegnum glugga rútu þar sem fjöldi bardagakappa á UFC 223 voru í. Þar á meðal Khabib Nurmagomedov. Rúðan brotnaði og gler fór yfir tvo bardagakappa sem sátu við rúðuna. Það voru þeir Michael Chiesa og Ray Borg. Chiesa fékk skurði í andlitið er glerinu rigndi yfir hann. Borg fékk gler í andlitið. Hvorugur þeirra getur barist um helgina. Conor má í raun þakka fyrir að ekki fór verr en sjá má hann brjóta rúðuna hér að neðan. Þess utan er UFC búið að meina Lobov að berjast á morgun og því eru þrír bardagar komnir af dagskrá UFC 223. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðlamanna á Conor von á fjölda kæra upp úr hádegi og eftir þau formlegheit verður honum sleppt. Fleiri eiga örugglega eftir að kæra hann og margir dagar fram undan í dómssalnum hjá honum. UFC hefur eðlilega meinað honum frá því að mæta á bardagakvöldið á morgun og sambandið er að skoða hvort það eigi að reka hann úr UFC. Það verður að teljast afar ólíklegt enda langverðmætasti bardagakappi sambandsins sem hefur fært sambandinu miklar tekjur. MMA Tengdar fréttir Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Sjá meira
Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. Ástæða þess að Conor mætti í Barclays Center, ásamt föruneyti til þess að gera allt brjálað, er sögð vera sú að vinur hans, Artem Lobov, hafi lent í útistöðum við Rússann Khabib Nurmagomedov á þriðjudag. Það hefur lengi verið kalt á milli Conor og Khabib. Conor ákvað því að fljúga frá Írlandi til New York til þess að standa með vini sínum. Hann er sagður hafa brjálast við að sjá Khabib og hans menn ögra vini sínum. Hér að neðan má sjá myndband af rifrildi Khabib og Lobov en þar sést, og heyrist einnig, er Khabib, slær létt á hnakkann á Lobov. Khabib var ósáttur við að Artem hefði kallað hann aumingja í viðtali fyrir nokkru síðan en Artem neitaði því. Hann kallaði hann nú samt aumingja í viðtalinu þó hann hafi ekki þorað að viðurkenna það.Það alvarlegasta sem Conor gerði í Barclays Center var að kasta tryllu í gegnum glugga rútu þar sem fjöldi bardagakappa á UFC 223 voru í. Þar á meðal Khabib Nurmagomedov. Rúðan brotnaði og gler fór yfir tvo bardagakappa sem sátu við rúðuna. Það voru þeir Michael Chiesa og Ray Borg. Chiesa fékk skurði í andlitið er glerinu rigndi yfir hann. Borg fékk gler í andlitið. Hvorugur þeirra getur barist um helgina. Conor má í raun þakka fyrir að ekki fór verr en sjá má hann brjóta rúðuna hér að neðan. Þess utan er UFC búið að meina Lobov að berjast á morgun og því eru þrír bardagar komnir af dagskrá UFC 223. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðlamanna á Conor von á fjölda kæra upp úr hádegi og eftir þau formlegheit verður honum sleppt. Fleiri eiga örugglega eftir að kæra hann og margir dagar fram undan í dómssalnum hjá honum. UFC hefur eðlilega meinað honum frá því að mæta á bardagakvöldið á morgun og sambandið er að skoða hvort það eigi að reka hann úr UFC. Það verður að teljast afar ólíklegt enda langverðmætasti bardagakappi sambandsins sem hefur fært sambandinu miklar tekjur.
MMA Tengdar fréttir Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Sjá meira
Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55
„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08