Spieth leiðir Masters eftir fimm fugla í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. apríl 2018 23:11 Spieth spilaði frábært golf í dag visir/getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth leiðir Mastersmótið í golfi eftir fyrsta keppnisdag á Augusta National vellinum. Mótið er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu. Spieth spilaði frábæran hring í dag og fékk fimm fugla í röð á 13. - 17. holu. Hann lenti í smá ógöngum á síðustu holunni og fékk skolla þar en endaði leik á sex höggum undir pari.Five. Count 'em. FIVE birdies in a row.@JordanSpieth leads by THREE at #theMasterspic.twitter.com/NqSr0c4mfS — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2018 Hann er með tveggja högga forystu á Tony Finau og Matt Kuchar sem fóru báðir hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Tiger Woods lauk leik á einu höggi yfir pari sem skilaði honum í 29. - 41. sæti. Norður-írinn Rory McIlroy lauk leik á þremur höggum undir pari líkt og sex aðrir kylfingar. Einn sigurstranglegasti kylfingurinn, Bubba Watson, er líkt og Woods á einu höggi yfir pari. Hann spilaði mjög stöðugt golf í dag og fékk einn fugl, tvo skolla og paraði rest. Phil Mickelson er á tveimur höggum undir pari og Justin Thomas er tveimur höggum yfir pari.Phil Mickelson began #theMasters with a 46-foot birdie! pic.twitter.com/oTgwfYRgFb — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2018 Bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 19:00 annað kvöld. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth leiðir Mastersmótið í golfi eftir fyrsta keppnisdag á Augusta National vellinum. Mótið er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu. Spieth spilaði frábæran hring í dag og fékk fimm fugla í röð á 13. - 17. holu. Hann lenti í smá ógöngum á síðustu holunni og fékk skolla þar en endaði leik á sex höggum undir pari.Five. Count 'em. FIVE birdies in a row.@JordanSpieth leads by THREE at #theMasterspic.twitter.com/NqSr0c4mfS — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2018 Hann er með tveggja högga forystu á Tony Finau og Matt Kuchar sem fóru báðir hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Tiger Woods lauk leik á einu höggi yfir pari sem skilaði honum í 29. - 41. sæti. Norður-írinn Rory McIlroy lauk leik á þremur höggum undir pari líkt og sex aðrir kylfingar. Einn sigurstranglegasti kylfingurinn, Bubba Watson, er líkt og Woods á einu höggi yfir pari. Hann spilaði mjög stöðugt golf í dag og fékk einn fugl, tvo skolla og paraði rest. Phil Mickelson er á tveimur höggum undir pari og Justin Thomas er tveimur höggum yfir pari.Phil Mickelson began #theMasters with a 46-foot birdie! pic.twitter.com/oTgwfYRgFb — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2018 Bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 19:00 annað kvöld.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira