„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2018 22:08 Dana White og Conor McGregor. Vísir/Getty Dana White, yfirmaður UFC, er verulega ósáttur við Conor McGregor og segir ljóst að honum verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína í New York nú í kvöld. Hann tók ekki fram hvernig McGregor yrði refsað og sagðist ekki hafa rætt við hann. Hann vildi ekki tala við hann. Írinn kjaftfori birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í Kvöld ásamt um 20 manna föruneyti og gekk af göflunum. Tilefnið virðist vera að UFC tilkynnti í dag að titillinn í léttvigt yrði tekinn af McGregor sem hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember 2016. Khabib Nurmagomedov og Max Holloway munu berjast um titilinn á laugardaginn. Artem Lobov, sem hefur lengi verið í sama félagi og McGregor, átti einnig að berjast en hann tók þátt í athæfi McGregor og hefur verið meinað að koma fram á laugardaginn. Til átaka kom á milli Lobov og Nurmagomedov á þriðjudaginn og virðist það einnig hafa spilað inn í. McGregor og félagar hans réðust á rútu sem bardagamenn UFC voru í og kastaði McGregor tryllu í gegnum rúðu rútunnar. Við það skarst Michael Chiesa illa á andliti. Hann ætlar sér þó að keppa á laugardaginn eins og til stóð. „Þetta er það ógeðslegasta sem hefur gerst í sögu fyrirtækisins,“ sagði White, sem hélt því einnig fram að búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart McGregor. Það er þó ekki rétt samkvæmt frétt MMA Fighting. Lögreglan segist þó vera að leita að Íranum og vilja ræða við hann. Engar kærur hafa verið lagðar fram.Sjá einnig: Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York„Þetta er slæm ákvörðun af því tagi sem snýr fólki gegn þér. Hann réðst á rútu. Sko, hann á í illdeilum við Khabib vegna atviksins með Artem. Þú kemur ekki bara inn í Barcley Center, ræðst á fólk í rútu sem eru að fara að berjast og það versta var að það voru konur í rútunni. Þær eru bardagakappar, Rose er bardagakappi og Karolina er bardagakappi, en þessir fautar köstuðu hjólastöndum, stólum og öðrum hlutum í gegnum rúður rútunnar og þeim var alveg sama hverjir urðu fyrir þeim hlutum,“ sagði White. „Ég veit ekki hvort hann er á fíkniefnum eða hvað málið er. En að koma hingað og gera þetta, við erum að tala um mann sem á barn. Hann er nýbúinn að eignast barn og svona hagar hann sér?“ White sagði einnig að hann vissi til þess að fólk ætlaði að kæra McGregor. „Það sem gerðist í dag var glæpsamlegt, ógeðslegt, viðurstyggilegt og mér verður óglatt. Við sem fyrirtæki þurfum að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur.“ Hluti viðtals White pic.twitter.com/Hu35x5qgB3— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018 McGregor kastar tryllu í gegnum rúðu rútunnar yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018 MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sjá meira
Dana White, yfirmaður UFC, er verulega ósáttur við Conor McGregor og segir ljóst að honum verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína í New York nú í kvöld. Hann tók ekki fram hvernig McGregor yrði refsað og sagðist ekki hafa rætt við hann. Hann vildi ekki tala við hann. Írinn kjaftfori birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í Kvöld ásamt um 20 manna föruneyti og gekk af göflunum. Tilefnið virðist vera að UFC tilkynnti í dag að titillinn í léttvigt yrði tekinn af McGregor sem hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember 2016. Khabib Nurmagomedov og Max Holloway munu berjast um titilinn á laugardaginn. Artem Lobov, sem hefur lengi verið í sama félagi og McGregor, átti einnig að berjast en hann tók þátt í athæfi McGregor og hefur verið meinað að koma fram á laugardaginn. Til átaka kom á milli Lobov og Nurmagomedov á þriðjudaginn og virðist það einnig hafa spilað inn í. McGregor og félagar hans réðust á rútu sem bardagamenn UFC voru í og kastaði McGregor tryllu í gegnum rúðu rútunnar. Við það skarst Michael Chiesa illa á andliti. Hann ætlar sér þó að keppa á laugardaginn eins og til stóð. „Þetta er það ógeðslegasta sem hefur gerst í sögu fyrirtækisins,“ sagði White, sem hélt því einnig fram að búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart McGregor. Það er þó ekki rétt samkvæmt frétt MMA Fighting. Lögreglan segist þó vera að leita að Íranum og vilja ræða við hann. Engar kærur hafa verið lagðar fram.Sjá einnig: Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York„Þetta er slæm ákvörðun af því tagi sem snýr fólki gegn þér. Hann réðst á rútu. Sko, hann á í illdeilum við Khabib vegna atviksins með Artem. Þú kemur ekki bara inn í Barcley Center, ræðst á fólk í rútu sem eru að fara að berjast og það versta var að það voru konur í rútunni. Þær eru bardagakappar, Rose er bardagakappi og Karolina er bardagakappi, en þessir fautar köstuðu hjólastöndum, stólum og öðrum hlutum í gegnum rúður rútunnar og þeim var alveg sama hverjir urðu fyrir þeim hlutum,“ sagði White. „Ég veit ekki hvort hann er á fíkniefnum eða hvað málið er. En að koma hingað og gera þetta, við erum að tala um mann sem á barn. Hann er nýbúinn að eignast barn og svona hagar hann sér?“ White sagði einnig að hann vissi til þess að fólk ætlaði að kæra McGregor. „Það sem gerðist í dag var glæpsamlegt, ógeðslegt, viðurstyggilegt og mér verður óglatt. Við sem fyrirtæki þurfum að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur.“ Hluti viðtals White pic.twitter.com/Hu35x5qgB3— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018 McGregor kastar tryllu í gegnum rúðu rútunnar yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018
MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sjá meira