Litlaá í Keldum komin yfir 100 fiska á land Karl Lúðvíksson skrifar 5. apríl 2018 14:46 5.7 kg urriði úr Litluá í Keldum Mynd: Litlaá FB Litlaá í Keldum er eitt af vinsælli veiðisvæðum norðanlands hjá þeim sem sækja í stóra silunga og fyrstu dagarnir gefa alveg til kynna hvers vegna. Þessi skemmtilega á leynir ótrúlega á sér en í henni verður fiskurinn oft ansi vænn. Eins og sést á meðfylgjandi mynd veiddist þar urriði fyrir tveimur dögum sem var 82.5 sm langur og 5.7 kg að þyngd og það er vel hægt að ímynda sér að þessi barátta hafi verið skemmtileg. Veiðitölur frá 3. apríl voru á þann veg að þá var búið að bóka 110 fiska sem er virkilega fín veiði og það sem telur meira en talan er að mest af þessum fiskum eru 60-70 sm langir og það hafa alveg sést stærri inná milli samanber þennan sem veiddist í gær. Fiskurinn sem er að veiðast kemur að sögn veiðimanna vel undan vetri og er vel dreifður um ánna en fiskur hefur verið á flestum veiðistöðum þessa fáu daga frá opnun. Mest lesið Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði
Litlaá í Keldum er eitt af vinsælli veiðisvæðum norðanlands hjá þeim sem sækja í stóra silunga og fyrstu dagarnir gefa alveg til kynna hvers vegna. Þessi skemmtilega á leynir ótrúlega á sér en í henni verður fiskurinn oft ansi vænn. Eins og sést á meðfylgjandi mynd veiddist þar urriði fyrir tveimur dögum sem var 82.5 sm langur og 5.7 kg að þyngd og það er vel hægt að ímynda sér að þessi barátta hafi verið skemmtileg. Veiðitölur frá 3. apríl voru á þann veg að þá var búið að bóka 110 fiska sem er virkilega fín veiði og það sem telur meira en talan er að mest af þessum fiskum eru 60-70 sm langir og það hafa alveg sést stærri inná milli samanber þennan sem veiddist í gær. Fiskurinn sem er að veiðast kemur að sögn veiðimanna vel undan vetri og er vel dreifður um ánna en fiskur hefur verið á flestum veiðistöðum þessa fáu daga frá opnun.
Mest lesið Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði