„Mastersmót“ fyrir konur á Augusta en Ólafía okkar má ekki að taka þátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Augusta-völlurinn var lengi bara golfvöllur fyrir karlpeninginn þar sem konur máttu ekki spila en eitt af þessum síðustu karlavígum er nú loksins að falla. Mastersmótið fer fram á vellinum ár hvert en það er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu og einn stærsti viðburður golfársins. Nú fá konurnar loksins tækifæri til að keppa á þessum frábæra golfvelli sem ber nafnið Augusta National. Frá og með næsta ári mun fara fram á vellinum Augusta National Women’s Amateur Championship en það verður spilað í vikunni á undan Mastersmótinu. Þetta verður 54 holu mót og þar munu bestu áhugakylfingar heims taka þátt. Þátttakendur verða 72 talsins.Chairman Fred Ridley announces the establishment of the Augusta National Women’s Amateur Championship. The new event will bring the best 72 players in the world to Augusta beginning next year, with the final round being played at Augusta National the Saturday before the Masters. — Masters Tournament (@TheMasters) April 4, 2018 Atvinnukylfingarnir mega hinsvegar ekki keppa á þessu móti og íslensku kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru því ekki gjaldgengar. Margar ungar og flottar golfkonur eru hinsvegar að koma upp í íslenska golfvorinu og hver veit nema einhver þeirra vinni sér keppnisrétt á þessu sögulega móti. Augusta-völlurinn mun reyndar aðeins hýsa þriðja og síðasta hringinn þegar er búið að skera niður í 30 kylfinga úrslit. Fyrstu tveir dagarnir fara fram hjá Champions Retreat golfklúbbnum í Augusta. Lokahringurinn á næsta ári mun fara fram laugardaginn 6.apríl 2019. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Augusta-völlurinn var lengi bara golfvöllur fyrir karlpeninginn þar sem konur máttu ekki spila en eitt af þessum síðustu karlavígum er nú loksins að falla. Mastersmótið fer fram á vellinum ár hvert en það er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu og einn stærsti viðburður golfársins. Nú fá konurnar loksins tækifæri til að keppa á þessum frábæra golfvelli sem ber nafnið Augusta National. Frá og með næsta ári mun fara fram á vellinum Augusta National Women’s Amateur Championship en það verður spilað í vikunni á undan Mastersmótinu. Þetta verður 54 holu mót og þar munu bestu áhugakylfingar heims taka þátt. Þátttakendur verða 72 talsins.Chairman Fred Ridley announces the establishment of the Augusta National Women’s Amateur Championship. The new event will bring the best 72 players in the world to Augusta beginning next year, with the final round being played at Augusta National the Saturday before the Masters. — Masters Tournament (@TheMasters) April 4, 2018 Atvinnukylfingarnir mega hinsvegar ekki keppa á þessu móti og íslensku kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru því ekki gjaldgengar. Margar ungar og flottar golfkonur eru hinsvegar að koma upp í íslenska golfvorinu og hver veit nema einhver þeirra vinni sér keppnisrétt á þessu sögulega móti. Augusta-völlurinn mun reyndar aðeins hýsa þriðja og síðasta hringinn þegar er búið að skera niður í 30 kylfinga úrslit. Fyrstu tveir dagarnir fara fram hjá Champions Retreat golfklúbbnum í Augusta. Lokahringurinn á næsta ári mun fara fram laugardaginn 6.apríl 2019.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira