Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2018 14:20 Jóhann Helgason ásamt félaga sínum Magnúsi Þór Sigmundssyni. Vísir/Anton Brink Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason hefur boðað til blaðamannafundar vegna fyrirhugaðrar málsóknar hans gegn Universal Music, norska lagahöfundinum Rolf Løvland og fleirum vegna meints hugverkastuldar á laginu Söknuður. Vill Jóhann meina að lagið Söknuður hafi verið selt í um hundrað milljónum eintaka á undanförnum árum undir heitinu „You Raise Me Up“. Í tilkynningu sem Jóhann sendir fjölmiðlum kemur fram að á blaðamannafundinum verði kynnt ný ensk útgáfa lagsins Söknuðar sem hefur fengið heitið „Into The Light. Er ensku útgáfunni ætlað að undirstrika hinn mikla skyldleika laganna. Á fundinum, sem haldinn verður í Hljóðrita á morgun, verður einnig kynnt sérfræðiálit sem unnið var fyrir STEF þar sem tónskylt efni laganna er metið allt að 97 prósent. Gert er ráð fyrir að kostnaður við málaferlin verði á annað hundrað milljónir króna og að kröfur um ógreidd höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. Lag Jóhanns er samið við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar sem söng það inn á hljómplötu árið 1977. Hefur því verið haldið fram að Rolf Løvland hafi heyrt lagið Söknuð á meðan hann dvaldi hér á landi og fékk kynningarkasettu með íslenskum lögum.Jóhann hefur staðið í þessari baráttu í um áratug en lagið You Raise Me Up var fyrst flutt af írsk/norska dúettinum Secret Garden.Þann dúett skipuðu írski fiðluleikarinn Fionnuala Sherry og fyrrnefndur Rolf Løvland. Þau vöktu fyrst athygli þegar þau unnu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 1995 með laginu Nocturne.Í flutningi Secret Garden náði lagið athygli einhverra í Bretlandi en það var ekki fyrr en söngvarinn Josh Groban flutti það sem það sló í gegn á heimsvísu. Þá gerði einnig írska strákasveitin Westlife vinsæla útgáfu af laginu.Hundruð tónlistarmanna hafa sungið þetta lag inn í plötu, þar á meðal íslenski tenórinn Óskar Pétursson sem gaf lagið út á íslensku. Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason hefur boðað til blaðamannafundar vegna fyrirhugaðrar málsóknar hans gegn Universal Music, norska lagahöfundinum Rolf Løvland og fleirum vegna meints hugverkastuldar á laginu Söknuður. Vill Jóhann meina að lagið Söknuður hafi verið selt í um hundrað milljónum eintaka á undanförnum árum undir heitinu „You Raise Me Up“. Í tilkynningu sem Jóhann sendir fjölmiðlum kemur fram að á blaðamannafundinum verði kynnt ný ensk útgáfa lagsins Söknuðar sem hefur fengið heitið „Into The Light. Er ensku útgáfunni ætlað að undirstrika hinn mikla skyldleika laganna. Á fundinum, sem haldinn verður í Hljóðrita á morgun, verður einnig kynnt sérfræðiálit sem unnið var fyrir STEF þar sem tónskylt efni laganna er metið allt að 97 prósent. Gert er ráð fyrir að kostnaður við málaferlin verði á annað hundrað milljónir króna og að kröfur um ógreidd höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. Lag Jóhanns er samið við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar sem söng það inn á hljómplötu árið 1977. Hefur því verið haldið fram að Rolf Løvland hafi heyrt lagið Söknuð á meðan hann dvaldi hér á landi og fékk kynningarkasettu með íslenskum lögum.Jóhann hefur staðið í þessari baráttu í um áratug en lagið You Raise Me Up var fyrst flutt af írsk/norska dúettinum Secret Garden.Þann dúett skipuðu írski fiðluleikarinn Fionnuala Sherry og fyrrnefndur Rolf Løvland. Þau vöktu fyrst athygli þegar þau unnu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 1995 með laginu Nocturne.Í flutningi Secret Garden náði lagið athygli einhverra í Bretlandi en það var ekki fyrr en söngvarinn Josh Groban flutti það sem það sló í gegn á heimsvísu. Þá gerði einnig írska strákasveitin Westlife vinsæla útgáfu af laginu.Hundruð tónlistarmanna hafa sungið þetta lag inn í plötu, þar á meðal íslenski tenórinn Óskar Pétursson sem gaf lagið út á íslensku.
Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira