Körfubolti

Íslensk lið sigursæl á Scania Cup

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir burstuðu Scania Cup
Þessir burstuðu Scania Cup Facebook síða Stjörnunnar
Tvö íslensk lið gerðu góða ferð til Svíþjóðar og kræktu í gullverðlaun á Scania Cup, óopinberu Norðurlandamóti félagsliða í körfubolta.

2001 árgangur Stjörnunnar hafði mikla yfirburði á mótinu en liðið sigraði úrslitaleikinn til að mynda með 41 stiga mun, 79-38. Var það sænska liðið Norrort sem lág í valnum.

Dúi Þór Jónsson og Friðrik Jónsson úr Stjörnunni voru valdir í úrvalslið mótsins og sá fyrrnefndi var valinn besti leikmaður mótsins; Scania kóngurinn. 

2002 árgangur Vals var sömuleiðis sigursæll á mótinu en þeir hrepptu gullverðlaun eftir fjögurra stiga sigur á danska liðinu AGF í úrslitaleik, 72-68.

Einnig voru tveir Valsarar valdir í úrvalslið mótsins; þeir Gabríel Boama og Ólafur Gunnlaugsson. Gabríel Boama var þá valinn besti leikmaður mótsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×