Biskup fjallaði um jafnréttismál í páskapredikun Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 1. apríl 2018 15:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, beindi athygli sinni að konunum og jafnréttismálum, í páskapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Agnes fjallaði um konurnar í guðspjöllunum og þá staðreynd sem þar kemur fram að þær voru fyrstu boðberar kristinnar trúar. „En hryggð þeirra breyttist í fögnuð. Kærleiksverkið þeirra breyttist því þær fengu það hlutverk að vera sendar fyrstar allra til að flytja tíðindin miklu um að lífið hefði sigrað dauðann. Vald mannanna hafði ekki síðasta orðið. Þær voru sendar til að boða líf, sem er ljós mannanna. Það voru sem sagt konur sem fyrstar fluttu boðin um upprisuna. Boðin um að lífið sigraði dauðann. Boðin um að hið veraldlega vald sem felldi dauðadóminn í dómssölum heimsins hafi ekki haft síðasta orðið. Boðin um að kærleikurinn hafi sigrað illskuna,“ sagði Agnes í predikun sinni.Baráttumál kvenna Biskup kom inn á jafnréttismál og frásagnir kvenna í nútímanum sem hafa einkennst af baráttu, eins og til dæmis hin fræga #metoo bylting. „Margar konur lýsa því hvernig gert er lítið úr orðum þeirra og gjörðum. Þagað yfir góðum verkum þeirra og fundið að þeim. Konur heimsins búa margar við óviðunandi lífskjör og eru þvingaðar til verka sem ekki eru sæmandi virðingu þeirra. Konur eru seldar í kynlífsþrælkun og litið niður á þær. Það er ekki í anda hins upprisna Jesús að fara þannig með fólk,“ sagði Agnes í predikun sinni.Samhengi kristinnar kirkju Agnes fjallaði einnig um hið stóra samhengi kristinnar kirkju og sagði meðal annars: „Kristnir menn á Íslandi fagna í dag upprisu Krists eins og milljónir manna um víða veröld. Þó við búum á eyju norður í höfum erum við hluti af löndum heims, hluti af kristinni kirkju heimsins og hluti af þeim lúthersku kirkjum sem tilheyra lútherska heimssambandinu. Við erum því ekki eyland hvað trúna varðar. Á grundvelli kristinnar trúar byggist sú lífsskoðun að allir menn séu jafnir og eigi sama rétt á að búa við frið og öryggi á lífsleið sinni.“ MeToo Trúmál Tengdar fréttir Fjórir sóttu um embætti Dómirkjuprests Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. 26. mars 2018 15:03 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, beindi athygli sinni að konunum og jafnréttismálum, í páskapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Agnes fjallaði um konurnar í guðspjöllunum og þá staðreynd sem þar kemur fram að þær voru fyrstu boðberar kristinnar trúar. „En hryggð þeirra breyttist í fögnuð. Kærleiksverkið þeirra breyttist því þær fengu það hlutverk að vera sendar fyrstar allra til að flytja tíðindin miklu um að lífið hefði sigrað dauðann. Vald mannanna hafði ekki síðasta orðið. Þær voru sendar til að boða líf, sem er ljós mannanna. Það voru sem sagt konur sem fyrstar fluttu boðin um upprisuna. Boðin um að lífið sigraði dauðann. Boðin um að hið veraldlega vald sem felldi dauðadóminn í dómssölum heimsins hafi ekki haft síðasta orðið. Boðin um að kærleikurinn hafi sigrað illskuna,“ sagði Agnes í predikun sinni.Baráttumál kvenna Biskup kom inn á jafnréttismál og frásagnir kvenna í nútímanum sem hafa einkennst af baráttu, eins og til dæmis hin fræga #metoo bylting. „Margar konur lýsa því hvernig gert er lítið úr orðum þeirra og gjörðum. Þagað yfir góðum verkum þeirra og fundið að þeim. Konur heimsins búa margar við óviðunandi lífskjör og eru þvingaðar til verka sem ekki eru sæmandi virðingu þeirra. Konur eru seldar í kynlífsþrælkun og litið niður á þær. Það er ekki í anda hins upprisna Jesús að fara þannig með fólk,“ sagði Agnes í predikun sinni.Samhengi kristinnar kirkju Agnes fjallaði einnig um hið stóra samhengi kristinnar kirkju og sagði meðal annars: „Kristnir menn á Íslandi fagna í dag upprisu Krists eins og milljónir manna um víða veröld. Þó við búum á eyju norður í höfum erum við hluti af löndum heims, hluti af kristinni kirkju heimsins og hluti af þeim lúthersku kirkjum sem tilheyra lútherska heimssambandinu. Við erum því ekki eyland hvað trúna varðar. Á grundvelli kristinnar trúar byggist sú lífsskoðun að allir menn séu jafnir og eigi sama rétt á að búa við frið og öryggi á lífsleið sinni.“
MeToo Trúmál Tengdar fréttir Fjórir sóttu um embætti Dómirkjuprests Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. 26. mars 2018 15:03 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Fjórir sóttu um embætti Dómirkjuprests Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. 26. mars 2018 15:03