Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. apríl 2018 18:30 Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Með yfirtöku ráðuneytisins á rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi vill ráðherra færa þjónustuna nær heilbrigðiskerfinu og tryggja jafna utanspítalaþjónustu. Eins og áður hefur verið greint frá hættir Rauðir krossinn á Íslandi rekstri sjúkrabílaflotans eins fljótt og hægt er eftir að samningaviðræður samtakanna og heilbrigðisráðherra, um áframhaldandi rekstur, runnu út í sandinn.Sjúkrabíll á leið í útkallVísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur ráðuneytið átt í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku á rekstrinum. Annars vegar Neyðarlínuna, sem á rekur neyðarnúmerið Einn, einn, tveir og hins vegar Ríkislögreglustjóra sem rekur bílamiðstöð lögreglubíla í landinu. Allir aðilar hafa verið sammála um rekstri sjúkrabílaflotans hafi verið afar vel sinnt í höndum Rauða krossins en heilbrigðisráðherra vill færa reksturinn nær rekstri heilbrigðisþjónustunnar. „Rekstur sjúkrabíla er partur af heilbrigðiskerfinu. Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og ég held að við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Fjárhagslegt uppgjör og kaup ríkisins á sjúkrabílaflotanum sem nú er í eigu Rauða krossins er ólokið en brýnt er að endurnýjun hefjist sem fyrst, þar sem stór hluti bílanna er mikið ekinn eða orðinn gamall. Ráðherra segir að endurnýjun bílanna verði hraðað eins og kostur gefst. Með breytingunum vonast ráðherra til þess að samhæfing og nýting verði meiri og að aðgangur að sjúkrahúsþjónustu utan spítala verði jafn á landsvísu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraFréttablaðið/EyþórÍ lok júní á síðasta ári hélt fagráð sjúkraflutninga kynningu á rekstri sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðset yrði á Suðurlandi. Þessar hugmyndir kynntar ráðherra sem segir ekki útilokað prófa slíkan rekstur en áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið er um þrjú hundruð milljónir króna. „Já, það er til skoðunar. Það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ segir Svandís. Starfshópur skilaði tillögum sem nú er til skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins og er niðurstaða væntanleg á allra næstu dögum.Hefur þetta áhrif á þá þjónustu sem Landhelgisgæslan hefur sinnt? „Þetta er samspil. Þetta er mjög flókið samspil og þetta er eitt af því sem að mér finnst vera umhugsunarefni í okkar annars góða heilbrigðiskerfi, hversu brotakennt er. Það sem mér finnst ánægjulegt við þessa umræðu er það að allir sem að borðinu koma vera samstilltir í því að finna leiðir til þess að ráðstafa opinberu fé skynsamlegar en við höfum gert,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Með yfirtöku ráðuneytisins á rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi vill ráðherra færa þjónustuna nær heilbrigðiskerfinu og tryggja jafna utanspítalaþjónustu. Eins og áður hefur verið greint frá hættir Rauðir krossinn á Íslandi rekstri sjúkrabílaflotans eins fljótt og hægt er eftir að samningaviðræður samtakanna og heilbrigðisráðherra, um áframhaldandi rekstur, runnu út í sandinn.Sjúkrabíll á leið í útkallVísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur ráðuneytið átt í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku á rekstrinum. Annars vegar Neyðarlínuna, sem á rekur neyðarnúmerið Einn, einn, tveir og hins vegar Ríkislögreglustjóra sem rekur bílamiðstöð lögreglubíla í landinu. Allir aðilar hafa verið sammála um rekstri sjúkrabílaflotans hafi verið afar vel sinnt í höndum Rauða krossins en heilbrigðisráðherra vill færa reksturinn nær rekstri heilbrigðisþjónustunnar. „Rekstur sjúkrabíla er partur af heilbrigðiskerfinu. Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og ég held að við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Fjárhagslegt uppgjör og kaup ríkisins á sjúkrabílaflotanum sem nú er í eigu Rauða krossins er ólokið en brýnt er að endurnýjun hefjist sem fyrst, þar sem stór hluti bílanna er mikið ekinn eða orðinn gamall. Ráðherra segir að endurnýjun bílanna verði hraðað eins og kostur gefst. Með breytingunum vonast ráðherra til þess að samhæfing og nýting verði meiri og að aðgangur að sjúkrahúsþjónustu utan spítala verði jafn á landsvísu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraFréttablaðið/EyþórÍ lok júní á síðasta ári hélt fagráð sjúkraflutninga kynningu á rekstri sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðset yrði á Suðurlandi. Þessar hugmyndir kynntar ráðherra sem segir ekki útilokað prófa slíkan rekstur en áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið er um þrjú hundruð milljónir króna. „Já, það er til skoðunar. Það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ segir Svandís. Starfshópur skilaði tillögum sem nú er til skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins og er niðurstaða væntanleg á allra næstu dögum.Hefur þetta áhrif á þá þjónustu sem Landhelgisgæslan hefur sinnt? „Þetta er samspil. Þetta er mjög flókið samspil og þetta er eitt af því sem að mér finnst vera umhugsunarefni í okkar annars góða heilbrigðiskerfi, hversu brotakennt er. Það sem mér finnst ánægjulegt við þessa umræðu er það að allir sem að borðinu koma vera samstilltir í því að finna leiðir til þess að ráðstafa opinberu fé skynsamlegar en við höfum gert,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46
Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent