55 fiskar á land á einum degi Karl Lúðvíksson skrifar 19. apríl 2018 10:29 Flottur urriði af ION svæðinu fyrir tveimur dögum Mynd: Ion fishing FB Urriðaveiðin í Þingvallavatni er farin í gang og það er óhætt að segja að hún fari afskaplega vel af stað. Það svæði sem er líklega þekktast er kennt við ION en það er Þorsteinsvík og Ölfusvatnsárós. Veiðimenn sem voru þar við veiðar 17. apríl voru í góðum málum en alls fengu þeir 55 fiska á einum degi og var mikið af því 70-80 sm fiskur. Það verður spennandi að fylgjast með veiðitölum úr urriðaveiðinni í Þingvallavatni næstu vikurnar en besti tíminn er framundan og ljóst að það virðist vera mikið af fiski á svæðunum og urriðinn greinilega í góðum málum í vatninu. Önnur svæði sem eru mikið sótt má nefna Svörtukletta og Kárastaði en að sama skapi fara margir veiðimenn bara í Þjóðgarðinn til að freista þess að ná eins og einum stórum urriða. Þó það sé minna af honum við bakkann hjá þjóðgarðinum eru nokkrir staðir þar sem hann greinilega heldur sig mikið á og þeir veiðimenn sem vita hvar hann liggur ná yfirleitt einum eða tveimur í hverri ferð séu aðstæður réttar. Það er þó heldur erfitt að fá þá til að deila því hvar þessir staðir eru enda ekki skrítið því kæmist það í almannaróm væri líklega fljótt þétt setið við þá staði. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Urriðaveiðin í Þingvallavatni er farin í gang og það er óhætt að segja að hún fari afskaplega vel af stað. Það svæði sem er líklega þekktast er kennt við ION en það er Þorsteinsvík og Ölfusvatnsárós. Veiðimenn sem voru þar við veiðar 17. apríl voru í góðum málum en alls fengu þeir 55 fiska á einum degi og var mikið af því 70-80 sm fiskur. Það verður spennandi að fylgjast með veiðitölum úr urriðaveiðinni í Þingvallavatni næstu vikurnar en besti tíminn er framundan og ljóst að það virðist vera mikið af fiski á svæðunum og urriðinn greinilega í góðum málum í vatninu. Önnur svæði sem eru mikið sótt má nefna Svörtukletta og Kárastaði en að sama skapi fara margir veiðimenn bara í Þjóðgarðinn til að freista þess að ná eins og einum stórum urriða. Þó það sé minna af honum við bakkann hjá þjóðgarðinum eru nokkrir staðir þar sem hann greinilega heldur sig mikið á og þeir veiðimenn sem vita hvar hann liggur ná yfirleitt einum eða tveimur í hverri ferð séu aðstæður réttar. Það er þó heldur erfitt að fá þá til að deila því hvar þessir staðir eru enda ekki skrítið því kæmist það í almannaróm væri líklega fljótt þétt setið við þá staði.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði