Valur þarf stórleik frá aukaleikurunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. apríl 2018 12:30 Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mætast Deildarmeistarar Hauka taka á móti Val í fyrsta leik úrslita í Domino’s-deild kvenna á heimavelli í kvöld en vinna þarf þrjá leiki í úrslitaeinvíginu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Haukakonur geta unnið meistaratitilinn í fjórða sinn í sögu félagsins, tveimur árum eftir að hafa horft á eftir titlinum til Snæfells eftir oddaleik en Valskonur eru að leika til úrslita í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tvisvar á undanförnum fimm árum hafa Valskonur fallið út í undanúrslitaeinvíginu eftir oddaleik en í ár komust þær yfir þröskuldinn og eru komnar í úrslitin. Fréttablaðið heyrði í Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, til að rýna í einvígið en þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár sem Snæfell er ekki í úrslitaeinvíginu. „Þetta verður barátta tveggja vel mannaðra liða, það eru mörg lítil einvígi inni á vellinum sem verður gaman að fylgjast með. Bæði liðin tóku smá dýfu í vetur en þetta eru tvö bestu liðin,“ segir Ingi. Í einvíginu mætast systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur. „Það er ansi magnað að Guðbjörg hefur yfirleitt ekki átt sína bestu daga gegn Helenu en Helena á yfirleitt frábæra leiki þegar þær systurnar mætast. Guðbjörg er nú orðin það reynd að hún lætur þetta ekki hafa áhrif á sig núna.“ Þetta verður fimmti leikur liðanna í vetur en Haukaliðið hefur unnið þrjá af fjórum hingað til. „Það mun reyna á Haukaliðið í þessu einvígi, þær munu sakna Dýrfinnu [Arnardóttur] á báðum endum vallarins,“ segir Ingi en Helena verður í lykilhlutverki. „Helena hefur verið að spila frábærlega, sérstaklega eftir að þau fengu Whitney Frazier inn. Hún hefur bætt Helenu því þær passa betur saman, Cherise Daniels var of lík henni og þær voru oft í raun að keppast um sömu hlutina,“ segir Ingi sem segir ekki auðvelt að stoppa Helenu. „Það er ekkert hægt að stoppa Helenu, ef þú tekur af henni skotið fer hún að dreifa boltanum því hún sér völlinn afar vel. Hún er frábær inni á vellinum og langbesti íslenski leikmaðurinn.“ Ingi segir að Valsliðið þurfi að fá framlag frá öllu liðinu til þess að skila sigrinum. „Valsliðið þarf að fá stórleiki frá fleiri stelpum, eins og þær hafa verið að fá, til að ná að leggja Haukaliðið. Í síðasta leiknum gegn Keflavík var Dagbjört [Dögg Karlsdóttir] frábær og Elín Sóley [Hrafnkelsdóttir] sem var ekki búin að ná sér á strik færði liðinu heilmikið. Þær þurfa á þessu að halda ef þær ætla að leggja Haukana,“ segir Ingi sem býst við mikilli spennu. „Ég á von á mjög skemmtilegu einvígi, ég held að það sé mikið hungur hjá báðum liðum til að klára tímabilið með titli.“ Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Sjá meira
Deildarmeistarar Hauka taka á móti Val í fyrsta leik úrslita í Domino’s-deild kvenna á heimavelli í kvöld en vinna þarf þrjá leiki í úrslitaeinvíginu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Haukakonur geta unnið meistaratitilinn í fjórða sinn í sögu félagsins, tveimur árum eftir að hafa horft á eftir titlinum til Snæfells eftir oddaleik en Valskonur eru að leika til úrslita í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tvisvar á undanförnum fimm árum hafa Valskonur fallið út í undanúrslitaeinvíginu eftir oddaleik en í ár komust þær yfir þröskuldinn og eru komnar í úrslitin. Fréttablaðið heyrði í Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, til að rýna í einvígið en þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár sem Snæfell er ekki í úrslitaeinvíginu. „Þetta verður barátta tveggja vel mannaðra liða, það eru mörg lítil einvígi inni á vellinum sem verður gaman að fylgjast með. Bæði liðin tóku smá dýfu í vetur en þetta eru tvö bestu liðin,“ segir Ingi. Í einvíginu mætast systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur. „Það er ansi magnað að Guðbjörg hefur yfirleitt ekki átt sína bestu daga gegn Helenu en Helena á yfirleitt frábæra leiki þegar þær systurnar mætast. Guðbjörg er nú orðin það reynd að hún lætur þetta ekki hafa áhrif á sig núna.“ Þetta verður fimmti leikur liðanna í vetur en Haukaliðið hefur unnið þrjá af fjórum hingað til. „Það mun reyna á Haukaliðið í þessu einvígi, þær munu sakna Dýrfinnu [Arnardóttur] á báðum endum vallarins,“ segir Ingi en Helena verður í lykilhlutverki. „Helena hefur verið að spila frábærlega, sérstaklega eftir að þau fengu Whitney Frazier inn. Hún hefur bætt Helenu því þær passa betur saman, Cherise Daniels var of lík henni og þær voru oft í raun að keppast um sömu hlutina,“ segir Ingi sem segir ekki auðvelt að stoppa Helenu. „Það er ekkert hægt að stoppa Helenu, ef þú tekur af henni skotið fer hún að dreifa boltanum því hún sér völlinn afar vel. Hún er frábær inni á vellinum og langbesti íslenski leikmaðurinn.“ Ingi segir að Valsliðið þurfi að fá framlag frá öllu liðinu til þess að skila sigrinum. „Valsliðið þarf að fá stórleiki frá fleiri stelpum, eins og þær hafa verið að fá, til að ná að leggja Haukaliðið. Í síðasta leiknum gegn Keflavík var Dagbjört [Dögg Karlsdóttir] frábær og Elín Sóley [Hrafnkelsdóttir] sem var ekki búin að ná sér á strik færði liðinu heilmikið. Þær þurfa á þessu að halda ef þær ætla að leggja Haukana,“ segir Ingi sem býst við mikilli spennu. „Ég á von á mjög skemmtilegu einvígi, ég held að það sé mikið hungur hjá báðum liðum til að klára tímabilið með titli.“
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Sjá meira