Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Höskuldur Kári Schram og Kjartan Kjartansson skrifa 18. apríl 2018 20:22 Stjórnendur Landspítalans vinna nú að neyðaráætlun vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi í sumar. Lítið hefur þokast í deilunni og lýsir landlæknir stöðunni sem grafalvarlegri. Neyðaráætlunin á að vera tiltæk ef ekki verður búið að leysa deiluna áður en uppsagnirnar taka gild. Flestar þeirra eiga að taka gildi 1. júlí. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segist ekki geta gefið upp hvað felist nákvæmlega í áætluninni því undirbúningur hennar sé ekki kominn það langt á leið. „Það er alveg klárt að við þurfum að reyna að forgangsraða sjúklingum og færa til verkefni. Hvernig það verður útfært er bara illmögulegt að segja á þessu stigi,“ segir Linda. Erfitt er þó að færa til verðandi mæður. Linda segir ljóst að það verði þrautin þyngri að finna leiðir til að leysa málið. Leitað verði allra leiða til að tryggja öryggi sjúklinga spítalans. Biðlar hún til deiluaðila að finna lausn á deilu sinni. Í svipaðan streng tekur Alma Dagbjörg Möller, landlæknir. „Þetta er auðvitað mjög alvarleg staða og mikilvægt að deiluaðilar nái saman hið fyrsta því að það tapa allir þegar svona deila dregast á langinn,“ segir hún.Samningar leysa ekki endilega allt Ekki er þó víst að sættir ljósmæðra og ríkisins nægi til þess að koma í veg fyrir alvarlegt ástand á Landspítalanum. Áslaug Valdsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist telja að alvara búi að baki uppsögnum ljósmæðra. Hún viti til þess að ljósmæður séu búnir að ráða sig í aðra vinnu. „Þannig að ég sé ekki að þó að við myndum semja að það myndi endilega breyta öllu,“ segir Áslaug sem segir mikil bera á milli ljósmæðra og ríkisins. Kjaradeildan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í febrúar en viðræður hafa engan árangur borið fram að þessu. Stuttu fundur var haldinn á mánudag en ekki stendur til að funda aftur fyrr en á fimmtudag í næstu viku. Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu. 16. apríl 2018 16:51 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans vinna nú að neyðaráætlun vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi í sumar. Lítið hefur þokast í deilunni og lýsir landlæknir stöðunni sem grafalvarlegri. Neyðaráætlunin á að vera tiltæk ef ekki verður búið að leysa deiluna áður en uppsagnirnar taka gild. Flestar þeirra eiga að taka gildi 1. júlí. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segist ekki geta gefið upp hvað felist nákvæmlega í áætluninni því undirbúningur hennar sé ekki kominn það langt á leið. „Það er alveg klárt að við þurfum að reyna að forgangsraða sjúklingum og færa til verkefni. Hvernig það verður útfært er bara illmögulegt að segja á þessu stigi,“ segir Linda. Erfitt er þó að færa til verðandi mæður. Linda segir ljóst að það verði þrautin þyngri að finna leiðir til að leysa málið. Leitað verði allra leiða til að tryggja öryggi sjúklinga spítalans. Biðlar hún til deiluaðila að finna lausn á deilu sinni. Í svipaðan streng tekur Alma Dagbjörg Möller, landlæknir. „Þetta er auðvitað mjög alvarleg staða og mikilvægt að deiluaðilar nái saman hið fyrsta því að það tapa allir þegar svona deila dregast á langinn,“ segir hún.Samningar leysa ekki endilega allt Ekki er þó víst að sættir ljósmæðra og ríkisins nægi til þess að koma í veg fyrir alvarlegt ástand á Landspítalanum. Áslaug Valdsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist telja að alvara búi að baki uppsögnum ljósmæðra. Hún viti til þess að ljósmæður séu búnir að ráða sig í aðra vinnu. „Þannig að ég sé ekki að þó að við myndum semja að það myndi endilega breyta öllu,“ segir Áslaug sem segir mikil bera á milli ljósmæðra og ríkisins. Kjaradeildan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í febrúar en viðræður hafa engan árangur borið fram að þessu. Stuttu fundur var haldinn á mánudag en ekki stendur til að funda aftur fyrr en á fimmtudag í næstu viku.
Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu. 16. apríl 2018 16:51 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu. 16. apríl 2018 16:51
Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45
Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03
Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15