Brjáluð eftir að hafa verið líkt við Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 08:03 Jacinda Ardern hefur ekki hátt álit á Donald Trump. Vísir/Epa Forsætisráðherra Nýja-Sjálands segist vera „æf“ og „mjög reið“ eftir að henni var líkt við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Wall Street Journal birti í september í fyrra grein undir yfirskriftinni „Heilsið upp á Justin Trudeau Nýja-Sjálands - nema hvað að hún er meira eins og Donald Trump þegar kemur að innflytjendamálum.“ Í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC sagði Jacinda Ardern að þessi samlíking gæti ekki verið fjær sannleikanum. „Þetta reitti mig til reiði,“ sagði Ardern, tvisvar í röð til að undirstrika pirring sinn. „Við erum flokkur sem barðist fyrir því að taka við tvöfalt fleiri flóttamönnum. Við erum þjóð sem byggir á innflytjendum. Ég er sjálf af þriðju kynslóð innflytjenda,“ er haft eftir Ardern á vef Guardian.„Það var gefið í skyn að Nýja-Sjáland væri ekki opið og gestrisið land - það var gefið í skyn að ég stýrði einhvern veginn í andstöðu við það - það gerði mig mjög reiða.“ Engu að síður hefur ríkisstjórn Ardern heitið því að taka við 20 til 30 þúsund færri innflytjendum á næstu þremur árum. Þess í stað verði áherslan lögð á að lokka alþjóðlega skiptinema til landsins með það fyrir augum að þeir verði áfram á Nýja-Sjálandi eftir að námi þeirra líkur. Þá ætlar ríkisstjórnin einnig að herða skilyrðin sem fyrirtæki verða að uppfylla, vilji þau ráða til sín starfsfólk frá útlöndum. Það á að virka sem hvatning fyrir fyrirtæki til að ráða þess í stað Nýsjálendinga. Nýja-Sjáland hefur tekið við slíkum fjölda innflytjenda á síðustu árum að það hefur, að sögn flokks Ardern, bitnað á vegakerfinu, húsnæðismarkaðnum og öðrum innviðum þar í landi. Því þætti flokknum gott að geta hægt aðeins á þeirri þróun svo að landið geti náð „andanum.“ Donald Trump Tengdar fréttir Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. 26. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands segist vera „æf“ og „mjög reið“ eftir að henni var líkt við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Wall Street Journal birti í september í fyrra grein undir yfirskriftinni „Heilsið upp á Justin Trudeau Nýja-Sjálands - nema hvað að hún er meira eins og Donald Trump þegar kemur að innflytjendamálum.“ Í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC sagði Jacinda Ardern að þessi samlíking gæti ekki verið fjær sannleikanum. „Þetta reitti mig til reiði,“ sagði Ardern, tvisvar í röð til að undirstrika pirring sinn. „Við erum flokkur sem barðist fyrir því að taka við tvöfalt fleiri flóttamönnum. Við erum þjóð sem byggir á innflytjendum. Ég er sjálf af þriðju kynslóð innflytjenda,“ er haft eftir Ardern á vef Guardian.„Það var gefið í skyn að Nýja-Sjáland væri ekki opið og gestrisið land - það var gefið í skyn að ég stýrði einhvern veginn í andstöðu við það - það gerði mig mjög reiða.“ Engu að síður hefur ríkisstjórn Ardern heitið því að taka við 20 til 30 þúsund færri innflytjendum á næstu þremur árum. Þess í stað verði áherslan lögð á að lokka alþjóðlega skiptinema til landsins með það fyrir augum að þeir verði áfram á Nýja-Sjálandi eftir að námi þeirra líkur. Þá ætlar ríkisstjórnin einnig að herða skilyrðin sem fyrirtæki verða að uppfylla, vilji þau ráða til sín starfsfólk frá útlöndum. Það á að virka sem hvatning fyrir fyrirtæki til að ráða þess í stað Nýsjálendinga. Nýja-Sjáland hefur tekið við slíkum fjölda innflytjenda á síðustu árum að það hefur, að sögn flokks Ardern, bitnað á vegakerfinu, húsnæðismarkaðnum og öðrum innviðum þar í landi. Því þætti flokknum gott að geta hægt aðeins á þeirri þróun svo að landið geti náð „andanum.“
Donald Trump Tengdar fréttir Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. 26. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. 26. febrúar 2018 06:34