Fá að rannsaka Douma Stefán Ó. Jónsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 17. apríl 2018 05:05 Íbúi í Douma skolaður með vatni eftir það sem er talið hafa verið efnavopnaárás þar 7. apríl. VÍSIR/AFP Rannsakendur Stofnunarinnar um bann við efnavopnum (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. Þar er talið að framin hafi verið efnavopnaárás fyrir um 10 dögum en sýrlensk stjórnvöld og bandamenn þeirra, Rússar, hafa til þessa meinað fulltrúum alþjóðasamfélagsins að rannsaka svæðið. Þannig hafa fulltrúar OPCW verið í Sýrlandi frá því á laugardag, sama dag og Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn gerðu loftárás á þrjú skotmörk í Sýrlandi. Var það að sögn gert til að lama efnavopnaframleiðslu sýrlenska stjórnarhersins svo að hann gæti ekki aftur notað sarín- og klórgasi gegn þegnum sínum. Sýrlendingar og Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa haft nokkra aðkomu að árásinni. Þeir síðarnefndu hafa raunar verið margsaga um málið en ákváðu að lokum að halda sig við þá kenningu að árásin hafi aldrei átt sér stað. Rússar hafa jafnframt ítrekað sagt að þeir hafi ekki átt við vettvang hinnar meintu efnavopnaárásar. Þrátt fyrir það hafa Rússar til þessa verið nokkuð harðir á þeirri afstöðu sinni að hleypa ekki alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar. Þá hafa þeir einnig farið fram á að þeir komi að rannsókn á árásinni. Rússar virðast þó hafa skipt um skoðun í nótt og sjá því ekkert til fyrirstöðu lengur að hleypa rannsakendum inn í Douma. Bandaríkjamenn eru þó ekki jafn sannfærðir og segja að Rússar hafi haft nægan tíma til að eiga við sönnunargögn ef efnavopaárás var raunverulega gerð í borginni.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af vettvangi árásarinnar Ríkismiðlar Sýrlands greindu jafnframt frá því í morgun að eldflaugavarnakerfi landsins hafi þurft að bregðast við loftskeytaárás nú í morgunsárið, skammt frá borginni Homs í vesturhluta landsins. Talið er á þessari stundu að árásin hafi beinst að herflugvellinum við Shayrat. Hver stendur hins vegar á bakvið árásina er ekki vitað. Hezbollah, sem eru hliðholl Írönum, sendu jafnframt frá sér tilkynningu í morgun þar sem sagði að þrjú loftskeyti hafi verið skotin niður norðaustan af höfuðborginni Damaskus. Ætlað er að þeim hafi einnig verið beint að flugvelli en ekki vitað hver skaut þeim. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við Reuters í nótt að Bandaríkjaher væri ekki að störfum á þessum svæðum.Douma hefur verið í eldlínu heimsmálanna síðustu daga.Vísir/AFPDeilt um tálmanir á rannsókn Rússar voru í gær sakaðir um að hafa mögulega hróflað við vettvangi meintrar efnavopnaárásar í Douma í Sýrlandi. Þeir neituðu því alfarið. Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) fundaði í Haag í gær. Fundurinn var lokaður en samkvæmt heimildum Reuters lét Kenneth Ward, fulltrúi Bandaríkjanna, ásakanirnar falla þar. „Okkur skilst að Rússar hafi mögulega heimsótt árásarvettvanginn. Við höfum áhyggjur af því að þeir gætu hafa hróflað við vettvangi í því skyni að tálma rannsókn OPCW,“ sagði Ward. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði ásökunum Wards í gær. „Ég get ábyrgst það að Rússland hefur ekki hróflað við vettvangi.“ Jafnframt sagði hann enn á ný að engum efnavopnum hefði verið beitt í Douma. Rússar hafa áður sagt enga árás hafa átt sér stað, hafa jafnvel sagt að Bandaríkjamenn eða Bretar hafi sviðsett árásina. „Allar þær sannanir sem leiðtogar Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna hafa vísað í byggjast á fjölmiðlaumfjöllun og samfélagsmiðlum. Þetta átti sér ekki stað. Það sem gerðist var það sviðsetta,“ sagði Lavrov í gær. Ráðherrann sagði undarlegt að loftárásir hefðu verið gerðar daginn áður en rannsakendur áttu að hefja vinnu sína á svæðinu.Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.VÍSIR/EPAHin meinta árás hefur sett samskipti Vesturlanda við Rússland í bál og brand. Bandaríkin, Frakkar og Bretar gerðu á laugardag loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, -þróun og -notkun stjórnarhers Bashars al-Assad forseta. Rússar, Sýrlendingar og Íranar fordæmdu síðan árásina. Bandaríkjastjórn sagði 105 eldflaugum hafa verið skotið og að Sýrlendingar hefðu ekki náð að skjóta neina þeirra niður. Rússar sögðu hins vegar að 71 eldflaug hefði verið skotin niður. Skotmörkin voru rannsóknarsvæðið í Barzeh, þar sem Bandaríkjamenn segja þróun og framleiðslu á efnavopnum fara fram, og tvö önnur framleiðslusvæði í Him Shinshar. Vitni á vettvangi í Douma hafa greint frá því að fórnarlömb meintrar árásar hafi lyktað af klór og verið með þykka froðu í munni. Bandaríkjamenn hafa sagt afgerandi sannanir vera fyrir því að klórgasi hafi verið beitt. Möguleiki sé á að saríngasi hafi verið beitt. Rannsókn OPCW á vettvangi var frestað í gær og var ekki hafin þegar þessi frétt var skrifuð. Að sögn sænska fulltrúans á fundinum sögðu Rússar og Sýrlendingar rannsakendum að ekki væri hægt að tryggja öryggi á vettvangi. Breski fulltrúinn sagði það óboðlegt, þörf væri á samstarfi Rússa og Sýrlendinga og að óhindraður aðgangur væri nauðsynlegur. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði af og frá að það væri Rússum að kenna að rannsókn tefðist. OPCW hefur áður komist að því, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar, að Assad-liðar hafi oftsinnis beitt efnavopnum undanfarin ár. Meðal annars í fyrra þegar nærri hundrað fórust í saríngasárás á Khan Sheikhoun. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Rannsakendur fá ekki aðgang að Douma Minnst 40 og allt að 75 manns eru sagðir hafa fallið í efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Douma þann 7. apríl og um 500 manns leituðu sér aðhlynningar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Rannsakendur Stofnunarinnar um bann við efnavopnum (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. Þar er talið að framin hafi verið efnavopnaárás fyrir um 10 dögum en sýrlensk stjórnvöld og bandamenn þeirra, Rússar, hafa til þessa meinað fulltrúum alþjóðasamfélagsins að rannsaka svæðið. Þannig hafa fulltrúar OPCW verið í Sýrlandi frá því á laugardag, sama dag og Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn gerðu loftárás á þrjú skotmörk í Sýrlandi. Var það að sögn gert til að lama efnavopnaframleiðslu sýrlenska stjórnarhersins svo að hann gæti ekki aftur notað sarín- og klórgasi gegn þegnum sínum. Sýrlendingar og Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa haft nokkra aðkomu að árásinni. Þeir síðarnefndu hafa raunar verið margsaga um málið en ákváðu að lokum að halda sig við þá kenningu að árásin hafi aldrei átt sér stað. Rússar hafa jafnframt ítrekað sagt að þeir hafi ekki átt við vettvang hinnar meintu efnavopnaárásar. Þrátt fyrir það hafa Rússar til þessa verið nokkuð harðir á þeirri afstöðu sinni að hleypa ekki alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar. Þá hafa þeir einnig farið fram á að þeir komi að rannsókn á árásinni. Rússar virðast þó hafa skipt um skoðun í nótt og sjá því ekkert til fyrirstöðu lengur að hleypa rannsakendum inn í Douma. Bandaríkjamenn eru þó ekki jafn sannfærðir og segja að Rússar hafi haft nægan tíma til að eiga við sönnunargögn ef efnavopaárás var raunverulega gerð í borginni.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af vettvangi árásarinnar Ríkismiðlar Sýrlands greindu jafnframt frá því í morgun að eldflaugavarnakerfi landsins hafi þurft að bregðast við loftskeytaárás nú í morgunsárið, skammt frá borginni Homs í vesturhluta landsins. Talið er á þessari stundu að árásin hafi beinst að herflugvellinum við Shayrat. Hver stendur hins vegar á bakvið árásina er ekki vitað. Hezbollah, sem eru hliðholl Írönum, sendu jafnframt frá sér tilkynningu í morgun þar sem sagði að þrjú loftskeyti hafi verið skotin niður norðaustan af höfuðborginni Damaskus. Ætlað er að þeim hafi einnig verið beint að flugvelli en ekki vitað hver skaut þeim. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við Reuters í nótt að Bandaríkjaher væri ekki að störfum á þessum svæðum.Douma hefur verið í eldlínu heimsmálanna síðustu daga.Vísir/AFPDeilt um tálmanir á rannsókn Rússar voru í gær sakaðir um að hafa mögulega hróflað við vettvangi meintrar efnavopnaárásar í Douma í Sýrlandi. Þeir neituðu því alfarið. Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) fundaði í Haag í gær. Fundurinn var lokaður en samkvæmt heimildum Reuters lét Kenneth Ward, fulltrúi Bandaríkjanna, ásakanirnar falla þar. „Okkur skilst að Rússar hafi mögulega heimsótt árásarvettvanginn. Við höfum áhyggjur af því að þeir gætu hafa hróflað við vettvangi í því skyni að tálma rannsókn OPCW,“ sagði Ward. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði ásökunum Wards í gær. „Ég get ábyrgst það að Rússland hefur ekki hróflað við vettvangi.“ Jafnframt sagði hann enn á ný að engum efnavopnum hefði verið beitt í Douma. Rússar hafa áður sagt enga árás hafa átt sér stað, hafa jafnvel sagt að Bandaríkjamenn eða Bretar hafi sviðsett árásina. „Allar þær sannanir sem leiðtogar Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna hafa vísað í byggjast á fjölmiðlaumfjöllun og samfélagsmiðlum. Þetta átti sér ekki stað. Það sem gerðist var það sviðsetta,“ sagði Lavrov í gær. Ráðherrann sagði undarlegt að loftárásir hefðu verið gerðar daginn áður en rannsakendur áttu að hefja vinnu sína á svæðinu.Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.VÍSIR/EPAHin meinta árás hefur sett samskipti Vesturlanda við Rússland í bál og brand. Bandaríkin, Frakkar og Bretar gerðu á laugardag loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, -þróun og -notkun stjórnarhers Bashars al-Assad forseta. Rússar, Sýrlendingar og Íranar fordæmdu síðan árásina. Bandaríkjastjórn sagði 105 eldflaugum hafa verið skotið og að Sýrlendingar hefðu ekki náð að skjóta neina þeirra niður. Rússar sögðu hins vegar að 71 eldflaug hefði verið skotin niður. Skotmörkin voru rannsóknarsvæðið í Barzeh, þar sem Bandaríkjamenn segja þróun og framleiðslu á efnavopnum fara fram, og tvö önnur framleiðslusvæði í Him Shinshar. Vitni á vettvangi í Douma hafa greint frá því að fórnarlömb meintrar árásar hafi lyktað af klór og verið með þykka froðu í munni. Bandaríkjamenn hafa sagt afgerandi sannanir vera fyrir því að klórgasi hafi verið beitt. Möguleiki sé á að saríngasi hafi verið beitt. Rannsókn OPCW á vettvangi var frestað í gær og var ekki hafin þegar þessi frétt var skrifuð. Að sögn sænska fulltrúans á fundinum sögðu Rússar og Sýrlendingar rannsakendum að ekki væri hægt að tryggja öryggi á vettvangi. Breski fulltrúinn sagði það óboðlegt, þörf væri á samstarfi Rússa og Sýrlendinga og að óhindraður aðgangur væri nauðsynlegur. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði af og frá að það væri Rússum að kenna að rannsókn tefðist. OPCW hefur áður komist að því, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar, að Assad-liðar hafi oftsinnis beitt efnavopnum undanfarin ár. Meðal annars í fyrra þegar nærri hundrað fórust í saríngasárás á Khan Sheikhoun.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Rannsakendur fá ekki aðgang að Douma Minnst 40 og allt að 75 manns eru sagðir hafa fallið í efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Douma þann 7. apríl og um 500 manns leituðu sér aðhlynningar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54
Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22
Rannsakendur fá ekki aðgang að Douma Minnst 40 og allt að 75 manns eru sagðir hafa fallið í efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Douma þann 7. apríl og um 500 manns leituðu sér aðhlynningar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 16. apríl 2018 11:00