Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2018 13:15 Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, var mætt á fund samninganefndanna um klukkan 13 í dag. Hún segir ljósmæður ekki ætla að slaka á kröfum sínum. vísir/vilhelm Kjaranefnd ljósmæðra gengur hæfilega bjartsýn en vongóð inn á fund með samninganefnd ríkisins í dag, að sögn formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður hyggjast ekki draga úr kröfum sínum á fundi dagsins, þeim fyrsta í tvær vikur, og eru óendanlega þakklátar fyrir stuðninginn sem þeim hefur verið sýndur í kjarabaráttunni. „Við erum ágætlega stemmdar. Við viljum að það komi eitthvað fram sem hægt er að vinna með svo það komi einhver hreyfing á þessar viðræður,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún mun sitja fund kjaranefndar ljósmæðra og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag.Kröfurnar óbreyttar frá því síðast Hún segir stöðuna jafnframt óljósa en kjaranefnd ljósmæðra hefur ekki heyrt í samninganefnd ríkisins síðan á síðasta fundi nefndanna. Að þeim fundi loknum, sem haldinn var þann 3. apríl síðastliðinn, sagði Áslaug að deilan hefði verið „stál í stál“ og að deiluaðilar hefðu hugsanlega færst hvor frá öðrum í málinu.Sjá einnig: Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Aðspurð segir Áslaug í samtali við Vísi að engar breytingar hafi verið gerðar á kröfum ljósmæðra frá síðasta fundi og að ekki verði dregið úr þeim á fundinum í dag. „Nei, við erum ekki að bakka. Málið er að það þarf að leiðrétta okkur vegna þess að við höfum dregist aftur úr. Við erum alveg sáttar við að fá samskonar launahækkun og BHM, við erum ekki að biðja um neitt meira,“ segir Áslaug.Foreldrar og börn voru mætt fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara áður en fundurinn hófst í dag til að styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni.Vísir/VilhelmVeit ekki til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp Þá segist Áslaug ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. „Ég er svosem ekkert rosalega bjartsýn en ég er vongóð, ég vil leyfa mér að vona að það finnist einhver flötur á þessu.“ Komið hefur fram að þrjátíu ljósmæður hafi sagt upp störfum hjá Landspítalanum og er forstjóri Landspítalans uggandi yfir alvarlegri stöðu sem komin er upp vegna þess. Aðspurð segist Áslaug ekki vita til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp. Þá vill Áslaug koma á framfæri þakklæti í garð þeirra sem sýnt hafa ljósmæðrum stuðning í kjaradeilu síðustu vikna. Tæplega 18 þúsund manns eru nú meðlimir í Facebook-hópnum Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum.„Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Þetta er svo ótrúlegt að ég eiginlega trúi því ekki,“ segir Áslaug. Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Kjaranefnd ljósmæðra gengur hæfilega bjartsýn en vongóð inn á fund með samninganefnd ríkisins í dag, að sögn formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður hyggjast ekki draga úr kröfum sínum á fundi dagsins, þeim fyrsta í tvær vikur, og eru óendanlega þakklátar fyrir stuðninginn sem þeim hefur verið sýndur í kjarabaráttunni. „Við erum ágætlega stemmdar. Við viljum að það komi eitthvað fram sem hægt er að vinna með svo það komi einhver hreyfing á þessar viðræður,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún mun sitja fund kjaranefndar ljósmæðra og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag.Kröfurnar óbreyttar frá því síðast Hún segir stöðuna jafnframt óljósa en kjaranefnd ljósmæðra hefur ekki heyrt í samninganefnd ríkisins síðan á síðasta fundi nefndanna. Að þeim fundi loknum, sem haldinn var þann 3. apríl síðastliðinn, sagði Áslaug að deilan hefði verið „stál í stál“ og að deiluaðilar hefðu hugsanlega færst hvor frá öðrum í málinu.Sjá einnig: Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Aðspurð segir Áslaug í samtali við Vísi að engar breytingar hafi verið gerðar á kröfum ljósmæðra frá síðasta fundi og að ekki verði dregið úr þeim á fundinum í dag. „Nei, við erum ekki að bakka. Málið er að það þarf að leiðrétta okkur vegna þess að við höfum dregist aftur úr. Við erum alveg sáttar við að fá samskonar launahækkun og BHM, við erum ekki að biðja um neitt meira,“ segir Áslaug.Foreldrar og börn voru mætt fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara áður en fundurinn hófst í dag til að styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni.Vísir/VilhelmVeit ekki til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp Þá segist Áslaug ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. „Ég er svosem ekkert rosalega bjartsýn en ég er vongóð, ég vil leyfa mér að vona að það finnist einhver flötur á þessu.“ Komið hefur fram að þrjátíu ljósmæður hafi sagt upp störfum hjá Landspítalanum og er forstjóri Landspítalans uggandi yfir alvarlegri stöðu sem komin er upp vegna þess. Aðspurð segist Áslaug ekki vita til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp. Þá vill Áslaug koma á framfæri þakklæti í garð þeirra sem sýnt hafa ljósmæðrum stuðning í kjaradeilu síðustu vikna. Tæplega 18 þúsund manns eru nú meðlimir í Facebook-hópnum Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum.„Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Þetta er svo ótrúlegt að ég eiginlega trúi því ekki,“ segir Áslaug.
Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00
Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30
Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03