Fékk fugl í bókstaflegri merkingu og missti af niðurskurðinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2018 23:00 Menn verða ekki mikið óheppnari en Kraft. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Kelly Kraft lenti í ótrúlegu atviki á PGA-móti síðasta föstudag. Er hann tók upphafshögg á par 3 holu þá vildi ekki betur til en svo að boltinn fór í fugl og þaðan beint ofan í vatn. Kraft vildi fá að endurtaka höggið en fékk það ekki þar sem boltinn fór ekki í hlut sem er byggður af mönnum. Hann neyddist til þess að taka víti og það var blóðugt því hann missti af niðurskurði mótsins með einu höggi. Þessu upphafshöggi. „Þessi fugl sá til þess að ég komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Algjör synd því ég negldi upphafshöggið. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi,“ sagði Kraft en hann varð af miklum tekjum þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Fuglinum varð ekki meint af högginu og flaug aftur á brott skömmu síðar. Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Kelly Kraft lenti í ótrúlegu atviki á PGA-móti síðasta föstudag. Er hann tók upphafshögg á par 3 holu þá vildi ekki betur til en svo að boltinn fór í fugl og þaðan beint ofan í vatn. Kraft vildi fá að endurtaka höggið en fékk það ekki þar sem boltinn fór ekki í hlut sem er byggður af mönnum. Hann neyddist til þess að taka víti og það var blóðugt því hann missti af niðurskurði mótsins með einu höggi. Þessu upphafshöggi. „Þessi fugl sá til þess að ég komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Algjör synd því ég negldi upphafshöggið. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi,“ sagði Kraft en hann varð af miklum tekjum þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Fuglinum varð ekki meint af högginu og flaug aftur á brott skömmu síðar.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira