Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. apríl 2018 20:00 Nýjasta flugvélin í flota Icelandair er af gerðinni Boeing 737 Max 8 Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Forstjóri og stjórn Icelandair ásamt fulltrúum Boeing verksmiðjunnar buðu gestum og fjölmiðlamönnum víða að úr heiminum í útsýnisflug yfir Ísland á nýju vélinni í dag. Fyrstu farþegaflugferðirnar á Max vélum frá Boeing voru í maí á síðasta ári en Icelandair er meðal fyrstu flugfélaganna til að taka þær í notkun. Þetta er fyrsta flugvélin af sextán sem munu koma og ber heitið Jökulsárlón. Hún tekur hundrað og sextíu farþega í sæti og mun fljúga til áfangastaða í evrópu og ameríku. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair við nýju vélina á Reykjavíkurflugvelli í dagVísir/Jóhann K. JóhannssonSvona verkefni, hvað kostar það?„Það kostar slatta en við höfum ekki gefið upp verðið á vélunum en það er ljóst hvað markaðsvirðið er á þeim en þetta er auðvitað stór verkefni,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Vélarnar sem Icelandair hefur keypt eru af gerðinni Boeing 737 Max 8 og 9 og bætast við 757 og 767 flota félagsins á næstu þremur árum. Samkvæmt upplýsingum einkennir mikil rekstarhagkvæmni þessa flugvélagerð og á eldsneytisnotkun að vera umtalsvert minni og viðhaldskosnaður lægri. „Þetta er í raun fyrsta skrefið í breytingu á flugflota félagins,“ sagði Björgólfur.Forstjóri Icelandair ásamt áhöfn vélarinnar í dagVísir/Jóhann K. JóhannssonKaupsamningur var undirritaður 2012 og segir sölustjóri Boeing það afar ánægjuleg að afhenta félaginu nýjar vélar eftir öll þessi ár. „Það var mjög mikilvægt fyrir Boeing að ná samningi við Icelandair. Það voru svo margir hjá okkur sem hafa unnið að þessu og verið hluti af verkefninu og hefðu viljað vera hérna í dag. Þetta er stór dagur fyrir Boeing í dag,“ sagði Mark Norris, sölustjóri hjá Boeing verksmiðjunni. Fjölmenni tók á móti vélinni er hún kom inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag en áætlað er að um tvöþúsund manns hafi skoðað vélina.Á þetta eftir að hafa mikil áhrif á Icelandair?„Alveg klárlega, þetta er bara skref inn í framtíðina,“ segir Björgólfur Tengdar fréttir Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6. desember 2012 09:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Forstjóri og stjórn Icelandair ásamt fulltrúum Boeing verksmiðjunnar buðu gestum og fjölmiðlamönnum víða að úr heiminum í útsýnisflug yfir Ísland á nýju vélinni í dag. Fyrstu farþegaflugferðirnar á Max vélum frá Boeing voru í maí á síðasta ári en Icelandair er meðal fyrstu flugfélaganna til að taka þær í notkun. Þetta er fyrsta flugvélin af sextán sem munu koma og ber heitið Jökulsárlón. Hún tekur hundrað og sextíu farþega í sæti og mun fljúga til áfangastaða í evrópu og ameríku. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair við nýju vélina á Reykjavíkurflugvelli í dagVísir/Jóhann K. JóhannssonSvona verkefni, hvað kostar það?„Það kostar slatta en við höfum ekki gefið upp verðið á vélunum en það er ljóst hvað markaðsvirðið er á þeim en þetta er auðvitað stór verkefni,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Vélarnar sem Icelandair hefur keypt eru af gerðinni Boeing 737 Max 8 og 9 og bætast við 757 og 767 flota félagsins á næstu þremur árum. Samkvæmt upplýsingum einkennir mikil rekstarhagkvæmni þessa flugvélagerð og á eldsneytisnotkun að vera umtalsvert minni og viðhaldskosnaður lægri. „Þetta er í raun fyrsta skrefið í breytingu á flugflota félagins,“ sagði Björgólfur.Forstjóri Icelandair ásamt áhöfn vélarinnar í dagVísir/Jóhann K. JóhannssonKaupsamningur var undirritaður 2012 og segir sölustjóri Boeing það afar ánægjuleg að afhenta félaginu nýjar vélar eftir öll þessi ár. „Það var mjög mikilvægt fyrir Boeing að ná samningi við Icelandair. Það voru svo margir hjá okkur sem hafa unnið að þessu og verið hluti af verkefninu og hefðu viljað vera hérna í dag. Þetta er stór dagur fyrir Boeing í dag,“ sagði Mark Norris, sölustjóri hjá Boeing verksmiðjunni. Fjölmenni tók á móti vélinni er hún kom inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag en áætlað er að um tvöþúsund manns hafi skoðað vélina.Á þetta eftir að hafa mikil áhrif á Icelandair?„Alveg klárlega, þetta er bara skref inn í framtíðina,“ segir Björgólfur
Tengdar fréttir Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6. desember 2012 09:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6. desember 2012 09:20