Menning

Bjóða sumarið velkomið með sýningu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Rúna er ein af sjö manna stjórn Grósku.
Rúna er ein af sjö manna stjórn Grósku. frettablaðið/anton brink
Við viljum hvetja fólk til að göfga andann og gera sér glaðan dag með því að koma á sýninguna okkar í Gróskusalnum á Garðatorgi 1. Þar verður mikið um dýrðir,“ segir Rúna Tetzschner myndlistarkona. Þar á hún við sumarsýningu Grósku, samtaka myndlistarmanna í Garðabæ sem verður opnuð 18. apríl milli klukkan 20 og 23.

„Fjölbreytnin er jafn mikil og listamennirnir eru margir. Við vinnum í ýmsa miðla, flest erum við með málverk eða aðrar myndir en aðrir með skúlptúra,“ segir Rúna sem er ein af sjö í stjórn samtakanna. Hún segir listafólkið í Grósku annaðhvort búa í bænum eða hafa við hann önnur tengsl og gangast þar fyrir ýmsum viðburðum. Skyldu þeir vinna saman að myndlistinni líka?

Fyrir þessa sýningu erum við hvert í sínu lagi að undirbúa en við stöndum fyrir námskeiðum og þá erum við saman á þeim.“

Rúna tekur fram að Rakel Björk Björnsdóttir söngkona og Kristinn Þór Óskarsson gítarleikari verði með tónlistaratriði við opnunina og boðið verði upp á léttar veitingar. Sýningin verði svo opin áfram til 22. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.