Birna Rún fékk höfuðhögg í gær en stígur á sviðið í kvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2018 16:00 Birna Rún er klár. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöld þurfti að hætta sýningu á farsanum Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu eftir að leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir fékk þungt högg þegar hurð skall á andliti hennar. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hlé en Birna hélt ótrauð áfram leik. Mikið gekk á í verkinu þegar þetta gerðist og áttuðu hvorki leikarar né áhorfendur sig á því að eitthvað hefði komið upp á að sögn leikhússtjórans. Þegar hugað var að Birnu í hléi kom hins vegar í ljós að hún hafði hlotið skurð á vörina sem hafði bólgnað mikið og var því ákveðið að hætta sýningu. Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins og þar segir að sýningin verði sýndi í kvöld samkvæmt áætlun. „Eins og komið hefur fram í fréttum varð slys á sýningunni miðvikudagskvöldið 11. apríl sem varð til þess að stöðva þurfti sýninguna. Ein leikkona sýningarinnar varð fyrir höfuðhöggi með þeim afleiðingum að hún marðist og sprengdi vör. Betur fór en á horfðist og getur leikkonan stigið á svið í kvöld,“ segir í tilkynningunni. Þeir sem þurftu að yfirgefa sýninguna í hléi í gær verður boðið aftur á sýninguna og eru beðnir um að hafa samband við miðasölu Borgarleikhússins. Tengdar fréttir Stöðva þurfti Sýninguna sem klikkar eftir að leikkona fékk þungt högg í andlitið Áhorfendur héldu að um grín væri að ræða sem væri hluti af sýningunni þegar þeim var tilkynnt þetta. 11. apríl 2018 22:09 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gærkvöld þurfti að hætta sýningu á farsanum Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu eftir að leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir fékk þungt högg þegar hurð skall á andliti hennar. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hlé en Birna hélt ótrauð áfram leik. Mikið gekk á í verkinu þegar þetta gerðist og áttuðu hvorki leikarar né áhorfendur sig á því að eitthvað hefði komið upp á að sögn leikhússtjórans. Þegar hugað var að Birnu í hléi kom hins vegar í ljós að hún hafði hlotið skurð á vörina sem hafði bólgnað mikið og var því ákveðið að hætta sýningu. Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins og þar segir að sýningin verði sýndi í kvöld samkvæmt áætlun. „Eins og komið hefur fram í fréttum varð slys á sýningunni miðvikudagskvöldið 11. apríl sem varð til þess að stöðva þurfti sýninguna. Ein leikkona sýningarinnar varð fyrir höfuðhöggi með þeim afleiðingum að hún marðist og sprengdi vör. Betur fór en á horfðist og getur leikkonan stigið á svið í kvöld,“ segir í tilkynningunni. Þeir sem þurftu að yfirgefa sýninguna í hléi í gær verður boðið aftur á sýninguna og eru beðnir um að hafa samband við miðasölu Borgarleikhússins.
Tengdar fréttir Stöðva þurfti Sýninguna sem klikkar eftir að leikkona fékk þungt högg í andlitið Áhorfendur héldu að um grín væri að ræða sem væri hluti af sýningunni þegar þeim var tilkynnt þetta. 11. apríl 2018 22:09 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stöðva þurfti Sýninguna sem klikkar eftir að leikkona fékk þungt högg í andlitið Áhorfendur héldu að um grín væri að ræða sem væri hluti af sýningunni þegar þeim var tilkynnt þetta. 11. apríl 2018 22:09