Lögreglumenn reknir í Argentínu eftir að hafa fullyrt að mýs hefðu étið hálft tonn af kannabisefnum Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 23:44 Samkvæmt skráningu lögreglunnar áttu 6.000 kíló af kannabisefnum að vera í geymslunni en aðeins 5.460 kíló fundust. Vísir/Getty Átta argentínskum lögreglumönnum hefur verið vikið úr starfi eftir að þeir héldu því fram að mýs hefðu étið hálft tonn af kannabisefnum sem höfðu horfið úr geymslu lögreglunnar.Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guradian en málið komst upp við skoðun á geymslu lögreglunnar í borgarinnar Pilar sem er í sextíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. Samkvæmt skráningu lögreglunnar áttu 6.000 kíló af kannabisefnum að vera í geymslunni en aðeins 5.460 kíló fundust. Grunur beindist strax að fyrrverandi lögreglustjóra borgarinnar, Javier Specia, sem lagði ekki nafn sitt við birgðatalningu þegar hann lét af störfum í apríl í fyrra líkt og reglur gera ráð fyrir. Eftirmaður hans, Emilio Portero, uppgötvaði þennan skort og lét innra eftirlit vita sem rannsakaði geymsluna. Málið rataði fyrir dómara en þar héldu Specia og undirmenn hans því fram að mýs hefðu étið kannabisefnin. Sérfræðingar sem voru kallaðir til töldu þá skýringu nánast ómögulega og sögðu litlar líkur á að nagdýr myndi telja kannabisefni vera fæðu. Ef sú væri rauninni þá hefði þurft ansi margar mýs til að torga hálfu tonni af kannabisefnum. Ummerkin yrðu nokkuð greinileg að mati sérfræðinganna því hræin hefðu átt að liggja á víð og dreif um geymsluna vegna þess að mýsnar hefðu drepist við að leggja sér slík efni til munns í svo miklu mæli. Réttarhöldunum verður framhaldið í maí en The Guardian segir dómarann ætla að fá úr því skorið hvort ásetningur eða vanræksla sé ástæða þess að efnin hurfu. Argentína Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Átta argentínskum lögreglumönnum hefur verið vikið úr starfi eftir að þeir héldu því fram að mýs hefðu étið hálft tonn af kannabisefnum sem höfðu horfið úr geymslu lögreglunnar.Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guradian en málið komst upp við skoðun á geymslu lögreglunnar í borgarinnar Pilar sem er í sextíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. Samkvæmt skráningu lögreglunnar áttu 6.000 kíló af kannabisefnum að vera í geymslunni en aðeins 5.460 kíló fundust. Grunur beindist strax að fyrrverandi lögreglustjóra borgarinnar, Javier Specia, sem lagði ekki nafn sitt við birgðatalningu þegar hann lét af störfum í apríl í fyrra líkt og reglur gera ráð fyrir. Eftirmaður hans, Emilio Portero, uppgötvaði þennan skort og lét innra eftirlit vita sem rannsakaði geymsluna. Málið rataði fyrir dómara en þar héldu Specia og undirmenn hans því fram að mýs hefðu étið kannabisefnin. Sérfræðingar sem voru kallaðir til töldu þá skýringu nánast ómögulega og sögðu litlar líkur á að nagdýr myndi telja kannabisefni vera fæðu. Ef sú væri rauninni þá hefði þurft ansi margar mýs til að torga hálfu tonni af kannabisefnum. Ummerkin yrðu nokkuð greinileg að mati sérfræðinganna því hræin hefðu átt að liggja á víð og dreif um geymsluna vegna þess að mýsnar hefðu drepist við að leggja sér slík efni til munns í svo miklu mæli. Réttarhöldunum verður framhaldið í maí en The Guardian segir dómarann ætla að fá úr því skorið hvort ásetningur eða vanræksla sé ástæða þess að efnin hurfu.
Argentína Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira