Erlent

Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum

Kjartan Kjartansson skrifar
Áætlað er að 650.000 róhingjar hafi flúið til Bagladess frá Búrma. Þeir hafa lýst morðum, nauðgunum og pyntingum.
Áætlað er að 650.000 róhingjar hafi flúið til Bagladess frá Búrma. Þeir hafa lýst morðum, nauðgunum og pyntingum. Vísir/AFP

Herdómstóll í Búrma hefur dæmt sjö þarlenda hermenn fyrir aðild að morðum á tíu róhingjamúslimum í fyrra. Mennirnir voru dæmdir í tíu ára í fangelsi og erfiðsvinnu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Stjórnarher Búrma hefur verið sakaður um þjóðernishreinsanir í Rakhine-héraði. Hundruð þúsunda róhingja flúðu yfir landamærin til Bangladess í fyrra undan ofsóknum hersins. Herinn viðurkenndi hins vegar ekki fyrr en á þessu ári að hermenn hefðu átt þátt í morðum á róhingjum.

Tveir fréttamenn Reuters sem rannsökuðu morðin sem hermennirnir hafa nú verið dæmdir fyrir voru handteknir á sínum tíma. Þeir sitja enn í fangelsi. Dómstóll hafnaði að vísa máli þeirra frá í gær.


Tengdar fréttir

Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna

Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja.

Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal

Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar.

Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð

Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×