Bragi mætir ekki á opinn fund Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. apríl 2018 19:32 Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Vísir/Pjetur Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. Þetta staðfesti Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Fulltrúar Velferðarnefndar hafa í gær og í dag skoðað gögn frá velferðarráðuneytinu sem tengjast kvörtunum barnaverndarnefnda yfir afskiptum Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum nefndanna. Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar segir að meira en mánuður sé síðan óskað var eftir gögnunum en þau bárust í nýliðinni viku. Halldóra hefur hvatt Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra um að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram á síðustu dögum er varðar meint afskipti Braga af einstöku barnaverndarmáli í Hafnarfirði og Stundin fjallaði um fyrir helgi. Halldóra segir ráðherra hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum um málefni Braga leyndum fyrir nefndinni. Í febrúar var Bragi tilnefndur af ríkisstjórninni sem fulltrúi Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fyrsta skipti sem Íslandi býðst sæti í nefndinni. Halldóra sagði á Bylgjunni í morgun að ef ríkisstjórnin hefði haft gögnin sem hún hefur nú undir höndum þegar sú ákvörðun var tekin, telji hún fullvíst að Bragi hefði ekki verið tilnefndur. Bragi óskaði eftir því í gær að fá að koma fyrir fund Velferðarnefndar, sama fund og nefndin hefur boðað félagsmálaráðherra til, vegna þeirra opinberu umræður sem hefur verið um hans mál að undanförnu en hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið og kollvarpað þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar staðfesti við fréttastofu nú síðdegis að Bragi yrði boðaður á fund nefndarinnar síðar í vikunni. Ekki liggur fyrir hvort sá fundur verði opinn líkt og fundur nefndarinnar með félagsmálaráðherra á morgun. Tengdar fréttir Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. Þetta staðfesti Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Fulltrúar Velferðarnefndar hafa í gær og í dag skoðað gögn frá velferðarráðuneytinu sem tengjast kvörtunum barnaverndarnefnda yfir afskiptum Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum nefndanna. Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar segir að meira en mánuður sé síðan óskað var eftir gögnunum en þau bárust í nýliðinni viku. Halldóra hefur hvatt Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra um að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram á síðustu dögum er varðar meint afskipti Braga af einstöku barnaverndarmáli í Hafnarfirði og Stundin fjallaði um fyrir helgi. Halldóra segir ráðherra hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum um málefni Braga leyndum fyrir nefndinni. Í febrúar var Bragi tilnefndur af ríkisstjórninni sem fulltrúi Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fyrsta skipti sem Íslandi býðst sæti í nefndinni. Halldóra sagði á Bylgjunni í morgun að ef ríkisstjórnin hefði haft gögnin sem hún hefur nú undir höndum þegar sú ákvörðun var tekin, telji hún fullvíst að Bragi hefði ekki verið tilnefndur. Bragi óskaði eftir því í gær að fá að koma fyrir fund Velferðarnefndar, sama fund og nefndin hefur boðað félagsmálaráðherra til, vegna þeirra opinberu umræður sem hefur verið um hans mál að undanförnu en hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið og kollvarpað þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar staðfesti við fréttastofu nú síðdegis að Bragi yrði boðaður á fund nefndarinnar síðar í vikunni. Ekki liggur fyrir hvort sá fundur verði opinn líkt og fundur nefndarinnar með félagsmálaráðherra á morgun.
Tengdar fréttir Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52