Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 08:19 Kim Jong Un ætlar að bjóða blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. Vísir/afp Kim Jong Un hefur ákveðið að loka kjarnavopnatilraunasvæði Norður-Kóreu strax í næsta mánuði. Hann ætlar jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðingu landsins. Yoon Young-chan, fjölmiðlafulltrúi Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu sagði að Kim Jong Un hefði sagt að það væri engin ástæða til eiga kjarnorkuvopn ef gagnkvæmt traust kæmist á í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þjóðarleiðtogarnir skyldu efla traust sín á milli með því að hittast á reglulegum fundum. „Þrátt fyrir að hafa óbeit á Norður – Kóreu verður Bandaríkjunum það ljóst þegar samningaviðræður hefjast að ég er ekki þess háttar manneskja sem gæti beitt kjarnorkuvopnum hvorki á Suður-Kóreu né Bandaríkin,“ er haft eftir leiðtoga Norður-Kóreu. Á sáttarfundi Kims Jong un og Moon Jae- in, forseta Suður-Kóreu, sem fór fram um helgina, voru þau heit strengd að Kóreuskaginn skyldi afkjarnorkuvæddur með öllu. Fréttastofa Reuters tekur þó fram að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi engin aðgerðaráætlun verið gerð til að tryggja að ríkin tvö nái settum markmiðum. Þetta var í fyrsta skiptið í ellefu ár sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast á fundi sem þykir vendipunktur í milliríkjasamskiptum. Á fundinum var sammælst um að koma á varanlegum friði. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Kim Jong Un hittist á fundi áður en langt um líður. Hvorki liggur fyrir hvenær sá fundur mun eiga sér stað né hvar hann verður haldinn. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Kim Jong Un hefur ákveðið að loka kjarnavopnatilraunasvæði Norður-Kóreu strax í næsta mánuði. Hann ætlar jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðingu landsins. Yoon Young-chan, fjölmiðlafulltrúi Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu sagði að Kim Jong Un hefði sagt að það væri engin ástæða til eiga kjarnorkuvopn ef gagnkvæmt traust kæmist á í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þjóðarleiðtogarnir skyldu efla traust sín á milli með því að hittast á reglulegum fundum. „Þrátt fyrir að hafa óbeit á Norður – Kóreu verður Bandaríkjunum það ljóst þegar samningaviðræður hefjast að ég er ekki þess háttar manneskja sem gæti beitt kjarnorkuvopnum hvorki á Suður-Kóreu né Bandaríkin,“ er haft eftir leiðtoga Norður-Kóreu. Á sáttarfundi Kims Jong un og Moon Jae- in, forseta Suður-Kóreu, sem fór fram um helgina, voru þau heit strengd að Kóreuskaginn skyldi afkjarnorkuvæddur með öllu. Fréttastofa Reuters tekur þó fram að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi engin aðgerðaráætlun verið gerð til að tryggja að ríkin tvö nái settum markmiðum. Þetta var í fyrsta skiptið í ellefu ár sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast á fundi sem þykir vendipunktur í milliríkjasamskiptum. Á fundinum var sammælst um að koma á varanlegum friði. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Kim Jong Un hittist á fundi áður en langt um líður. Hvorki liggur fyrir hvenær sá fundur mun eiga sér stað né hvar hann verður haldinn.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42
Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18