Stórt skref í átt að friði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. apríl 2018 10:00 Það var hátíðleg og söguleg stund þegar leiðtogar ríkjanna tókust í hendur á afvopnaðasvæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/getty Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, steig yfir landamærin og til Suður-Kóreu í gær og átti fund með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Friðarhúsi landamæraþorpsins Panmunjom. Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna hétu þeir því meðal annars að vinna að afkjarnorkuvæðingu skagans. Þetta var fyrsti leiðtogafundur ríkjanna tveggja frá því 2007 en þá, sem og árið 2000, funduðu leiðtogarnir í Pjongjang. Í þá daga var svokölluð sólskinsstefna höfð að leiðarljósi í Suður-Kóreu, stefna sem miðaði að bættum samskiptum við einræðisríkið, og má segja að hún sé nú snúin aftur eftir tíu ára fjarveru. Afrakstur þeirra funda var hins vegar lítill. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna sagði Kim þá hafa sammælst um að vinna að því að „hin óheppilega saga, þar sem árangur fjaraði út, endurtaki sig ekki“. „Það gæti komið bakslag. Við gætum lent í erfiðleikum og pirringi. En það er aldrei hægt að ná fram sigri án sársauka,“ sagði Kim. Hvorki voru gerðir samningar né sáttmálar í viðræðum gærdagsins, enda þær frekar hugsaðar sem fyrsta stóra skrefið í átt að bættum samskiptum á Kóreuskaga. Eftirtektarverðar greinar yfirlýsingarinnar eru þó fjölmargar, þótt ekkert hafi verið um útskýringar á útfærslum loforða. „Leiðtogarnir tveir lýsa því yfir, fyrir framan heimsbyggðina alla, að stríðinu á Kóreuskaga muni ljúka. Nú tekur við nýtt tímabil friðar,“ sagði í inngangi yfirlýsingarinnar. Var því heitið að ráðast í annaðhvort þríhliða viðræður, með Bandaríkjunum, eða fjórhliða, með Kína þar að auki, til þess að semja endanlega um frið. Við lok Kóreustríðsins árið 1953 var það ekki gert, þá var samið um vopnahlé. „Suður- og Norður-Kórea staðfesta sameiginlegt markmið sitt um kjarnorkulausan Kóreuskaga. Ríkin eru sammála um að skrefin sem Norður-Kórea hefur stigið séu þýðingarmikil fyrir afkjarnorkuvæðingarferlið,“ sagði enn fremur. Hinn skyndilegi vilji Kim til að losa sig við kjarnorkuvopn sín, sem miklum fjármunum og tíma hefur verið varið í að þróa, hefur komið heimsbyggðinni í opna skjöldu. Enn er þó ekkert ljóst í þessum efnum og ber að minna á að Norður-Kórea hefur áður gefið sams konar loforð, þó ekki með jafn afgerandi hætti. Þá komust mörg önnur smærri mál inn á borð leiðtoganna. Ætla ríkin að halda áfram að taka saman þátt á íþróttaleikum, sameina aðskildar fjölskyldur og bæta samgöngur yfir landamærin. Ljóst er að stórt skref hefur verið stigið í átt að friði á Kóreuskaga. Fjölmörg önnur skref eru fram undan. Viðræður sendinefnda ríkjanna tveggja, fundur Kim með Donald Trump Bandaríkjaforseta í sumar og svo mun Moon ferðast til Pjongjang í haust. thorgnyr@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, steig yfir landamærin og til Suður-Kóreu í gær og átti fund með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Friðarhúsi landamæraþorpsins Panmunjom. Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna hétu þeir því meðal annars að vinna að afkjarnorkuvæðingu skagans. Þetta var fyrsti leiðtogafundur ríkjanna tveggja frá því 2007 en þá, sem og árið 2000, funduðu leiðtogarnir í Pjongjang. Í þá daga var svokölluð sólskinsstefna höfð að leiðarljósi í Suður-Kóreu, stefna sem miðaði að bættum samskiptum við einræðisríkið, og má segja að hún sé nú snúin aftur eftir tíu ára fjarveru. Afrakstur þeirra funda var hins vegar lítill. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna sagði Kim þá hafa sammælst um að vinna að því að „hin óheppilega saga, þar sem árangur fjaraði út, endurtaki sig ekki“. „Það gæti komið bakslag. Við gætum lent í erfiðleikum og pirringi. En það er aldrei hægt að ná fram sigri án sársauka,“ sagði Kim. Hvorki voru gerðir samningar né sáttmálar í viðræðum gærdagsins, enda þær frekar hugsaðar sem fyrsta stóra skrefið í átt að bættum samskiptum á Kóreuskaga. Eftirtektarverðar greinar yfirlýsingarinnar eru þó fjölmargar, þótt ekkert hafi verið um útskýringar á útfærslum loforða. „Leiðtogarnir tveir lýsa því yfir, fyrir framan heimsbyggðina alla, að stríðinu á Kóreuskaga muni ljúka. Nú tekur við nýtt tímabil friðar,“ sagði í inngangi yfirlýsingarinnar. Var því heitið að ráðast í annaðhvort þríhliða viðræður, með Bandaríkjunum, eða fjórhliða, með Kína þar að auki, til þess að semja endanlega um frið. Við lok Kóreustríðsins árið 1953 var það ekki gert, þá var samið um vopnahlé. „Suður- og Norður-Kórea staðfesta sameiginlegt markmið sitt um kjarnorkulausan Kóreuskaga. Ríkin eru sammála um að skrefin sem Norður-Kórea hefur stigið séu þýðingarmikil fyrir afkjarnorkuvæðingarferlið,“ sagði enn fremur. Hinn skyndilegi vilji Kim til að losa sig við kjarnorkuvopn sín, sem miklum fjármunum og tíma hefur verið varið í að þróa, hefur komið heimsbyggðinni í opna skjöldu. Enn er þó ekkert ljóst í þessum efnum og ber að minna á að Norður-Kórea hefur áður gefið sams konar loforð, þó ekki með jafn afgerandi hætti. Þá komust mörg önnur smærri mál inn á borð leiðtoganna. Ætla ríkin að halda áfram að taka saman þátt á íþróttaleikum, sameina aðskildar fjölskyldur og bæta samgöngur yfir landamærin. Ljóst er að stórt skref hefur verið stigið í átt að friði á Kóreuskaga. Fjölmörg önnur skref eru fram undan. Viðræður sendinefnda ríkjanna tveggja, fundur Kim með Donald Trump Bandaríkjaforseta í sumar og svo mun Moon ferðast til Pjongjang í haust. thorgnyr@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira