Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ingvar Þór Björnsson skrifar 28. apríl 2018 09:50 Páll Ólafsson í bókinni Englar alheimsins eyddi talsverðum tíma í sjoppunni í Laugardalnum. Vísir/Anton Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær leigusamning um verslunarhúsnæði í Sunnutorgi. Reykjavíkurborg hafði óskað eftir hugmyndum að starfsemi í Sunnutorgi að Langholtsvegi 70 þann 16. september í fyrra. Húsið hafði mikið látið á sjá síðustu ár en við val á starfsemi var miðað við að húsið myndi gæða hverfið meira lífi og fjölbreytni. Um er að ræða 57 fermetra verslunarhúsnæði byggt árið 1959 af Sigvalda Thordarson. Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Ragnar Kjartansson kemur til með að hanna staðinn.ReykjavíkurborgSkreyta húsið með textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins Hugmynd Helga S. Helgasonar, tónlistar- og veitingamanns, varð hlutskörpust en þar er gert ráð fyrir að opna síðar á árinu veitinga- og kaffihús. Húsið verður lagfært og upprunalegt útlit verndað. Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. Meðal hugmynda eru að skreyta húsið að innan með gömlum ljósmyndum og teikningum af byggingum Sigvalda í hverfinu og textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson en Páll Ólafsson, aðalsögupersóna bókarinnar, eyddi talsverðum tíma í sjoppunni. Ragnar hyggst skapa einhvers konar tímavél til uppruna Sunnutorgs.Sviðinu er ætlað að gæða hverfið lífi borgarbúum að kostnaðarlausu.ReykjavíkurborgSetja svið á torgið fyrir menningartengda viðburði Veitingahúsið verður menningarhús sem býður upp á upplifun fyrir alla. Hugmyndin er að húsið tengist torginu sjálfu með því að setja þar lítið svið fyrir tónlist og aðra menningartengda viðburði yfir sumartímann. Þá verður boðið upp á öðruvísi matseðil með jamaískt þema. Til að mynda er stefnt að því að bjóða upp á grillaðan Jamaica kjúkling, afrískan kjúkling, jamaískt hátíðar brauð og suðræn kryddhrísgrjón.Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Reykjavíkurborg Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær leigusamning um verslunarhúsnæði í Sunnutorgi. Reykjavíkurborg hafði óskað eftir hugmyndum að starfsemi í Sunnutorgi að Langholtsvegi 70 þann 16. september í fyrra. Húsið hafði mikið látið á sjá síðustu ár en við val á starfsemi var miðað við að húsið myndi gæða hverfið meira lífi og fjölbreytni. Um er að ræða 57 fermetra verslunarhúsnæði byggt árið 1959 af Sigvalda Thordarson. Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Ragnar Kjartansson kemur til með að hanna staðinn.ReykjavíkurborgSkreyta húsið með textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins Hugmynd Helga S. Helgasonar, tónlistar- og veitingamanns, varð hlutskörpust en þar er gert ráð fyrir að opna síðar á árinu veitinga- og kaffihús. Húsið verður lagfært og upprunalegt útlit verndað. Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. Meðal hugmynda eru að skreyta húsið að innan með gömlum ljósmyndum og teikningum af byggingum Sigvalda í hverfinu og textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson en Páll Ólafsson, aðalsögupersóna bókarinnar, eyddi talsverðum tíma í sjoppunni. Ragnar hyggst skapa einhvers konar tímavél til uppruna Sunnutorgs.Sviðinu er ætlað að gæða hverfið lífi borgarbúum að kostnaðarlausu.ReykjavíkurborgSetja svið á torgið fyrir menningartengda viðburði Veitingahúsið verður menningarhús sem býður upp á upplifun fyrir alla. Hugmyndin er að húsið tengist torginu sjálfu með því að setja þar lítið svið fyrir tónlist og aðra menningartengda viðburði yfir sumartímann. Þá verður boðið upp á öðruvísi matseðil með jamaískt þema. Til að mynda er stefnt að því að bjóða upp á grillaðan Jamaica kjúkling, afrískan kjúkling, jamaískt hátíðar brauð og suðræn kryddhrísgrjón.Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Reykjavíkurborg
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira