Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 2-2 KA | Jafnt hjá gulu liðunum í Egilshöll Ívar Kristinn Jasonarson í Egilshöll í Grafarvogi skrifar 28. apríl 2018 20:30 Fjölnismenn fagna marki síðasta sumar. Vísir/Getty Fjölnir og KA skildu jöfn í leik liðanna í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í Egilshöll fyrr í dag. Fyrri hálfleikur var mjög fjörlegur, en öll fjögur mörk leiksins voru skoruð fyrsta hálftímann. Leikurinn datt aðeins niður í seinni hálfleik og náðu hvorugt lið að skapa sér afgerandi marktækifæri þar. Heimamenn fengu draumabyrjun á sumrinu þegar Ægir Jarl Jónasson skoraði strax á annarri mínútu leiksins. Ægir skallaði boltann í netið fram hjá Cristian Martinez í marki Akureyringa eftir fyrirgjöf frá Arnóri Breka Ásþórssyni. Það ætlaði allt að tryllast hjá stuðningsmönnum Fjölnis, en um 1400 manns mættu á leikinn í dag. Fjölnismenn var mun sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar og það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Daníel Hafsteinsson jafnaði fyrir KA með auðveldu skoti í fjærhornið eftir að Akureyringar spiluðu vörn Fjölnis í sundur. Markið kom á 14. mínútu. Fjölnismenn voru ekki lengi að svara, þremur mínútum eftir jöfnunarmarkið kom Birnir Snær Ingason Fjölni aftur yfir með frábæru skoti af vítateigslínunni – stöngin inn. Fjölnismenn héldu áfram að stjórna leiknum, héldu boltanum vel og gáfu fá færi á sér. Akureyringar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og á 36. mínútu jöfnuðu þeir leikinn öðru sinni. Þar var á ferðinni Ásgeir Sigurgeirsson, hann skoraði úr þröngu færi eftir sendingu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni. Staðan var því 2-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var mjög jafn, einkenndist af mikilli baráttu á miðjunni en liðin sköpuðu lítið af marktækifærum. Nýliðinn Valmir Berisha kom inn á liði Fjölnismanna á 72. annarri mínútu og var nálægt því að skora sigurmark í lok leiks en skot hans fór rétt fram hjá markinu. Leikurinn endaði því jafntefli, 2-2.Af hverju varð jafntefli? Fjölnismenn byrjuðu af krafti, voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komust í tvígang yfir í leiknum. Það segir samt mikið um styrk KA-liðsins að þeir komu til baka þrátt fyrir erfiða byrjun. Síðari hálfleikurinn var frekar jafn og lítið um markverð atvik. Því fór sem fór. Þegar allt er tekið með má segja að þetta hafi verið sanngjarnt jafntefli.Hverjir stóðu upp úr? Birnir Snær Ingason og Ægir Jarl Jónasson voru mjög góðir í sóknarlínu Fjölnismanna og sífellt ógnandi. Bergsveinn Ólafsson stóð vaktina vel í vörninni hjá heimamönnum og kom oft á tíðum í veg fyrir að Akureryingar náðu að skapa færi. Hættulegustu menn gestanna fram á við voru þeir Daníel Hafsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson. Í varnarlínunni átti Hallgrímur Jónasson góðan leik, enda talinn af mörgum besti varnarmaður Pepsi-deildarinnar.Hvað gekk illa? Akureyringar mættu ekki nógu tilbúnir til leiks og stjórnuðu Fjölnismenn leiknum stóran hluta fyrri hálfleiksins. Akureyringar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og gerðu vel í að jafna leikinn í tvígang í fyrri hálfleik. Í þeim síðari gekk liðunum erfiðlega að skapa sér marktækfæri og voru ekki líkleg til að bæta við mörkum.Hvað gerist næst? Nú er komið að 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Bæði liðin mæta þar liðum úr 1. deildinni. Akureyringar mæta á Ásvelli og leika við Hauka á meðan Fjölnismenn gera sér ferð norður og mæta þar Magna. Leikið verður þriðjudaginn 1. maí. Í næstu umferð Pepsi-deildarinnar mæta Akureyringar aftur í Egilshöllina en spila þá á móti Fylki og Fjölnismenn mæta ÍBV í Eyjum.Maður leiksins: Birnir Snær Ingason, Fjölnir Einkunnir leikmanna má sjá með því að smella á flipann Liðin hér að ofan. Ólafur Páll: Svekktur að hafa ekki náð að vinnaÓlafur Páll Snorrasonvísir„Þetta var skemmtilegur leikur en ég er hins vegar svekktur með að hafa ekki náð að vinna leikinn. Við gerum mistök í mörkunum, en það er jákvætt að við getum bætt okkur þar,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í dag. Ólafur Páll var sáttur með leik síns liðs og ánægður með stigið í dag. „Ég hefði samt viljað stela sigrinum í dag. Það vantaði smá áræðni fyrir framan markið. Við vorum stundum lengi að taka ákvarðanir og hefðum átt að klára sóknirnar fyrr.“ Valmir Berisha er nýgenginn í raðir Fjölnisliðsins og mætti beint á bekkinn í dag. Ólafur setti hann inn á síðari hálfleik og var Svíinn nálægt því að skora sigurmark undir lok leiksins þegar skot hans fór hárfínt fram hjá. „Hann hefði getað gert ákveðna hluti aðeins betur. En hann er hörkufótboltamaður og þarf að koma sér inn í hlutina. Hann er flottur karakter og ég var ánægður með að koma honum inn í þennan leik,“ sagði Ólafur um Valmir og bætti því við að Svíinn myndi spila meira í næstu leikjum. Næsti leikur Fjölnismanna er gegn Magna í Bikarkeppninni en næsti leikur þeirra í deildinni er gegn ÍBV. „Við eigum tvo mjög erfiða leiki í næstu viku. Ég einbeiti mér núna fyrst og fremst að bikarleiknum gegn Magna og vil ná í góð úrslit þar.“ Túfa: Sáttur með fyrsta stig sumarsinsSrdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, þjálfari KA, var sáttur með jafnteflið í dag. „Ég er sáttur með að við tökum fyrsta stig sumarsins með okkur heim. Ég var ekki sáttur með hvernig við byrjuðum leikinn, að lenda undir eftir eina mínútu var mjög erfitt og gerði það að verkum að við þurftum að elta. En ég er mjög ánægður með karakterinn hjá mínum mönnum. Við lentum tvisvar sinnum undir, en við misstum aldrei haus og við náðum að jafna leikinn. Við áttum hættuleg færi og hefðum getað bætt þriðja markinu við. En þetta var sanngjarnt jafntefli held ég.“ Túfa var ekki sáttur með byrjun sinna manna í dag. „Ég þarf að tala við strákana og athuga hvort spennustigið hafi verið of hátt eða þeir aðeins of stressaðir. En við vorum með tvo leikmenn í dag sem hafa aldrei byrjað leik í Pepsi-deildinni áður og ég er ánægður með að strákarnir komu til baka í dag.“ Fyrir mót var talað um að KA vantaði breidd í sitt lið, aðspurður sagðist Túfa ekki hafa áhyggjur af því. „Ég er með 25 leikmenn og ég held að við getum farið langt saman í sumar. Staðan á leikmannahópnum er svipuð í fyrra og ég hef mikla trú á mínum mönnum.“ „Það er erfið vika framundan, þrír leikir í Reykjavík á sjö dögum. Við þurfum að laga nokkra þætti úr leiknum í dag, en við verðum klárir,“ sagði Túfa aðspurður um framhaldið en Akureyringar spila næsta deildarleik aftur í Egilshöllinni, þá á móti Fylki. „Ég verð að hrósa Fjölnismönnum, mér fannst þeir með flotta umgjörð í dag. En ef ég ætti að velja væri ég frekar til í að spila á grasinu á Extra-vellinum.“ Hallgrímur: Ég vissi alltaf að þetta myndi enda svonaHallgrímur Jónasson lék sinn fyrsta deildarleik fyrir KA í dagmynd/skjáskot KA TVHallgrímur Jónasson, leikmaður KA, var þokkalega sáttur með stigið í leikslok. „Mér fannst frammistaða okkar vera kaflaskipt. Við áttum mjög erfiða byrjun, ekkert lið vill fá á sig mark á fyrstu mínútu. Við vorum lengi að komast inn í leikinn en svo kom kafli þar sem við spiluðum vel. Við lendum tvisvar undir í dag en komum til baka tvisvar. Við fengum tvö til þrjú færi einn á móti markmanni, þannig þetta var bæði jákvætt og neikvætt í dag.“ Hallgrímur kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið frá danska félaginu Lyngby. „Ég vissi allan tímann að þetta myndi enda svona einn daginn: að ég kæmi heim,“ sagðiHallgrímur ánægður með að vera kominn heim. Hallgrímur lítur björtum augum á sumarið. „Ég sá Val spila á móti KR í gær og leikina í dag.Það eru tíu ár síðan ég var hérna heima og það er gaman að sjá að það eru mörg lið að spila fótbolta núna. Ég held að þessi deild verði jafnari en margir halda og ég held að þetta verði skemmtilegt sumar.“ Næsti leikur Akureyringa er gegn Haukum í Mjólkurbikarnum „Það verður mikið álag á næstunni. Við erum ekki með okkar allra sterkasta lið og það eru kannski fleiri meiddir en þið haldið í liðinu, sem spiliðu til að mynda í leiknum í dag. Þetta verður því erfitt en það er alltaf gaman að spila bikarleiki.“ Almarr: Þetta var skrýtin tilfinningAlmarr Ormarsson var ekki sáttur með jafnteflið í dag. „ Ég hefði viljað taka öll þrjú stigin. Mér fannst við verða aðeins betra liðið í dag og það hefði verið sætt að stela sigrinum í lokin. Almarr gekk í raðir Fjölnis úr KA í vetur og var því að spila gegn sínum gömlu liðsfélögum í dag. „Þetta var skrýtin tilfinning. Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem ég spila á móti uppeldisfélaginu í alvöru mótsleik. En ég var ekki að hugsa of mikið um það, ég var bara að spila fótboltaleik og gera mitt besta fyrir mitt félag.“ Almarr var nokkuð sáttur með sinn leik í dag. „Ég stóð mig þokkalega varnarlega en hefði mátt koma meira inn í þetta sóknarlega. Þetta var fínn fyrsti leikur.“ Extra-völlur Fjölnismann er ekki klár fyrir sumarið og var leikurinn í dag því spilaður í Egilshöll. „Ég fattaði ekki hvað það var skrýtið fyrr en leikurinn var flautaður á. Ég var ekkert að hugsa um að það í vikunni eða í upphituninni. Þetta skiptir samt engu máli, bæði lið eru vön að spila í höllum sem þessum. En ég vona að meirihlutinn Pepsi-deildarinnar verði spilaður útanhúss í framtíðinni.“ Næsti leikur Fjölnis er gegn Magna í Mjólkurbikarnum. „Ég þekki marga úr Magna, þar eru mikið af gömlum Akureryingum og þeir kunna alveg að spila fótbolta. Þetta verður erfiður leikur Við höfum verið að ströggla á móti liðum úr Inkasso-deildinni í vetur og þetta verður strembið verkefni.“ Pepsi Max-deild karla
Fjölnir og KA skildu jöfn í leik liðanna í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í Egilshöll fyrr í dag. Fyrri hálfleikur var mjög fjörlegur, en öll fjögur mörk leiksins voru skoruð fyrsta hálftímann. Leikurinn datt aðeins niður í seinni hálfleik og náðu hvorugt lið að skapa sér afgerandi marktækifæri þar. Heimamenn fengu draumabyrjun á sumrinu þegar Ægir Jarl Jónasson skoraði strax á annarri mínútu leiksins. Ægir skallaði boltann í netið fram hjá Cristian Martinez í marki Akureyringa eftir fyrirgjöf frá Arnóri Breka Ásþórssyni. Það ætlaði allt að tryllast hjá stuðningsmönnum Fjölnis, en um 1400 manns mættu á leikinn í dag. Fjölnismenn var mun sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar og það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Daníel Hafsteinsson jafnaði fyrir KA með auðveldu skoti í fjærhornið eftir að Akureyringar spiluðu vörn Fjölnis í sundur. Markið kom á 14. mínútu. Fjölnismenn voru ekki lengi að svara, þremur mínútum eftir jöfnunarmarkið kom Birnir Snær Ingason Fjölni aftur yfir með frábæru skoti af vítateigslínunni – stöngin inn. Fjölnismenn héldu áfram að stjórna leiknum, héldu boltanum vel og gáfu fá færi á sér. Akureyringar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og á 36. mínútu jöfnuðu þeir leikinn öðru sinni. Þar var á ferðinni Ásgeir Sigurgeirsson, hann skoraði úr þröngu færi eftir sendingu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni. Staðan var því 2-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var mjög jafn, einkenndist af mikilli baráttu á miðjunni en liðin sköpuðu lítið af marktækifærum. Nýliðinn Valmir Berisha kom inn á liði Fjölnismanna á 72. annarri mínútu og var nálægt því að skora sigurmark í lok leiks en skot hans fór rétt fram hjá markinu. Leikurinn endaði því jafntefli, 2-2.Af hverju varð jafntefli? Fjölnismenn byrjuðu af krafti, voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komust í tvígang yfir í leiknum. Það segir samt mikið um styrk KA-liðsins að þeir komu til baka þrátt fyrir erfiða byrjun. Síðari hálfleikurinn var frekar jafn og lítið um markverð atvik. Því fór sem fór. Þegar allt er tekið með má segja að þetta hafi verið sanngjarnt jafntefli.Hverjir stóðu upp úr? Birnir Snær Ingason og Ægir Jarl Jónasson voru mjög góðir í sóknarlínu Fjölnismanna og sífellt ógnandi. Bergsveinn Ólafsson stóð vaktina vel í vörninni hjá heimamönnum og kom oft á tíðum í veg fyrir að Akureryingar náðu að skapa færi. Hættulegustu menn gestanna fram á við voru þeir Daníel Hafsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson. Í varnarlínunni átti Hallgrímur Jónasson góðan leik, enda talinn af mörgum besti varnarmaður Pepsi-deildarinnar.Hvað gekk illa? Akureyringar mættu ekki nógu tilbúnir til leiks og stjórnuðu Fjölnismenn leiknum stóran hluta fyrri hálfleiksins. Akureyringar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og gerðu vel í að jafna leikinn í tvígang í fyrri hálfleik. Í þeim síðari gekk liðunum erfiðlega að skapa sér marktækfæri og voru ekki líkleg til að bæta við mörkum.Hvað gerist næst? Nú er komið að 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Bæði liðin mæta þar liðum úr 1. deildinni. Akureyringar mæta á Ásvelli og leika við Hauka á meðan Fjölnismenn gera sér ferð norður og mæta þar Magna. Leikið verður þriðjudaginn 1. maí. Í næstu umferð Pepsi-deildarinnar mæta Akureyringar aftur í Egilshöllina en spila þá á móti Fylki og Fjölnismenn mæta ÍBV í Eyjum.Maður leiksins: Birnir Snær Ingason, Fjölnir Einkunnir leikmanna má sjá með því að smella á flipann Liðin hér að ofan. Ólafur Páll: Svekktur að hafa ekki náð að vinnaÓlafur Páll Snorrasonvísir„Þetta var skemmtilegur leikur en ég er hins vegar svekktur með að hafa ekki náð að vinna leikinn. Við gerum mistök í mörkunum, en það er jákvætt að við getum bætt okkur þar,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í dag. Ólafur Páll var sáttur með leik síns liðs og ánægður með stigið í dag. „Ég hefði samt viljað stela sigrinum í dag. Það vantaði smá áræðni fyrir framan markið. Við vorum stundum lengi að taka ákvarðanir og hefðum átt að klára sóknirnar fyrr.“ Valmir Berisha er nýgenginn í raðir Fjölnisliðsins og mætti beint á bekkinn í dag. Ólafur setti hann inn á síðari hálfleik og var Svíinn nálægt því að skora sigurmark undir lok leiksins þegar skot hans fór hárfínt fram hjá. „Hann hefði getað gert ákveðna hluti aðeins betur. En hann er hörkufótboltamaður og þarf að koma sér inn í hlutina. Hann er flottur karakter og ég var ánægður með að koma honum inn í þennan leik,“ sagði Ólafur um Valmir og bætti því við að Svíinn myndi spila meira í næstu leikjum. Næsti leikur Fjölnismanna er gegn Magna í Bikarkeppninni en næsti leikur þeirra í deildinni er gegn ÍBV. „Við eigum tvo mjög erfiða leiki í næstu viku. Ég einbeiti mér núna fyrst og fremst að bikarleiknum gegn Magna og vil ná í góð úrslit þar.“ Túfa: Sáttur með fyrsta stig sumarsinsSrdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, þjálfari KA, var sáttur með jafnteflið í dag. „Ég er sáttur með að við tökum fyrsta stig sumarsins með okkur heim. Ég var ekki sáttur með hvernig við byrjuðum leikinn, að lenda undir eftir eina mínútu var mjög erfitt og gerði það að verkum að við þurftum að elta. En ég er mjög ánægður með karakterinn hjá mínum mönnum. Við lentum tvisvar sinnum undir, en við misstum aldrei haus og við náðum að jafna leikinn. Við áttum hættuleg færi og hefðum getað bætt þriðja markinu við. En þetta var sanngjarnt jafntefli held ég.“ Túfa var ekki sáttur með byrjun sinna manna í dag. „Ég þarf að tala við strákana og athuga hvort spennustigið hafi verið of hátt eða þeir aðeins of stressaðir. En við vorum með tvo leikmenn í dag sem hafa aldrei byrjað leik í Pepsi-deildinni áður og ég er ánægður með að strákarnir komu til baka í dag.“ Fyrir mót var talað um að KA vantaði breidd í sitt lið, aðspurður sagðist Túfa ekki hafa áhyggjur af því. „Ég er með 25 leikmenn og ég held að við getum farið langt saman í sumar. Staðan á leikmannahópnum er svipuð í fyrra og ég hef mikla trú á mínum mönnum.“ „Það er erfið vika framundan, þrír leikir í Reykjavík á sjö dögum. Við þurfum að laga nokkra þætti úr leiknum í dag, en við verðum klárir,“ sagði Túfa aðspurður um framhaldið en Akureyringar spila næsta deildarleik aftur í Egilshöllinni, þá á móti Fylki. „Ég verð að hrósa Fjölnismönnum, mér fannst þeir með flotta umgjörð í dag. En ef ég ætti að velja væri ég frekar til í að spila á grasinu á Extra-vellinum.“ Hallgrímur: Ég vissi alltaf að þetta myndi enda svonaHallgrímur Jónasson lék sinn fyrsta deildarleik fyrir KA í dagmynd/skjáskot KA TVHallgrímur Jónasson, leikmaður KA, var þokkalega sáttur með stigið í leikslok. „Mér fannst frammistaða okkar vera kaflaskipt. Við áttum mjög erfiða byrjun, ekkert lið vill fá á sig mark á fyrstu mínútu. Við vorum lengi að komast inn í leikinn en svo kom kafli þar sem við spiluðum vel. Við lendum tvisvar undir í dag en komum til baka tvisvar. Við fengum tvö til þrjú færi einn á móti markmanni, þannig þetta var bæði jákvætt og neikvætt í dag.“ Hallgrímur kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið frá danska félaginu Lyngby. „Ég vissi allan tímann að þetta myndi enda svona einn daginn: að ég kæmi heim,“ sagðiHallgrímur ánægður með að vera kominn heim. Hallgrímur lítur björtum augum á sumarið. „Ég sá Val spila á móti KR í gær og leikina í dag.Það eru tíu ár síðan ég var hérna heima og það er gaman að sjá að það eru mörg lið að spila fótbolta núna. Ég held að þessi deild verði jafnari en margir halda og ég held að þetta verði skemmtilegt sumar.“ Næsti leikur Akureyringa er gegn Haukum í Mjólkurbikarnum „Það verður mikið álag á næstunni. Við erum ekki með okkar allra sterkasta lið og það eru kannski fleiri meiddir en þið haldið í liðinu, sem spiliðu til að mynda í leiknum í dag. Þetta verður því erfitt en það er alltaf gaman að spila bikarleiki.“ Almarr: Þetta var skrýtin tilfinningAlmarr Ormarsson var ekki sáttur með jafnteflið í dag. „ Ég hefði viljað taka öll þrjú stigin. Mér fannst við verða aðeins betra liðið í dag og það hefði verið sætt að stela sigrinum í lokin. Almarr gekk í raðir Fjölnis úr KA í vetur og var því að spila gegn sínum gömlu liðsfélögum í dag. „Þetta var skrýtin tilfinning. Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem ég spila á móti uppeldisfélaginu í alvöru mótsleik. En ég var ekki að hugsa of mikið um það, ég var bara að spila fótboltaleik og gera mitt besta fyrir mitt félag.“ Almarr var nokkuð sáttur með sinn leik í dag. „Ég stóð mig þokkalega varnarlega en hefði mátt koma meira inn í þetta sóknarlega. Þetta var fínn fyrsti leikur.“ Extra-völlur Fjölnismann er ekki klár fyrir sumarið og var leikurinn í dag því spilaður í Egilshöll. „Ég fattaði ekki hvað það var skrýtið fyrr en leikurinn var flautaður á. Ég var ekkert að hugsa um að það í vikunni eða í upphituninni. Þetta skiptir samt engu máli, bæði lið eru vön að spila í höllum sem þessum. En ég vona að meirihlutinn Pepsi-deildarinnar verði spilaður útanhúss í framtíðinni.“ Næsti leikur Fjölnis er gegn Magna í Mjólkurbikarnum. „Ég þekki marga úr Magna, þar eru mikið af gömlum Akureryingum og þeir kunna alveg að spila fótbolta. Þetta verður erfiður leikur Við höfum verið að ströggla á móti liðum úr Inkasso-deildinni í vetur og þetta verður strembið verkefni.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti