Vorið breiðist út um Kóreuskagann Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2018 05:03 Það var hátíðleg og söguleg stund þegar leiðtogar ríkjanna tókust í hendur á afvopnaðasvæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/getty Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. Á afvopnaða svæðinu á landamærum ríkjanna tók hann í hönd forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, áður en hann fékk forsetann til að stíga með sér í stundarkorn aftur yfir landamærin til Norður-Kóreu. Því næst gengu þeir saman hlið við hlið í átt til sameiginlegs fundar, þar sem samskipti ríkjanna og kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu verður rædd. Eftir að leiðtogarnir voru sestir niður til morgunfundar með sendinefndum sínum ávörpuðu þeir blaðamenn stuttlega. Kim sagðist vonast eftir hreinskilnum samræðum um málefni líðandi stundar og vonast hann til þess að niðurstöður fundarins verði farsælar. „Ég vona að ég geti skrifað nýjan kafla í sögu okkar, þetta er nýtt upphaf fyrir okkur,“ sagði Kim. „Það hefur tekið 11 ár að koma þessum fundi um kring. Þegar ég gekk hér í dag velti ég því fyrir mér af hverju það hafi tekið svo langan tíma.“Leiðtogarnir töluðu við blaðamenn áður en þeir hófu morgunfund sinn.Vísir/epaÞá sagði Kim að hann vonaðist til þess að því sem samþykkt væri á fundinum yrði fylgt eftir. „Ég vona að við getum staðið undir þeim væntingum sem aðrir gera til okkar,“ sagði Kim og bætti við „Ég vona að þessir samningar uppfylli þessar miklu væntingar.“ Moon sagðist jafnframt vona að heimurinn fyldist með „vorinu sem breiddist út um Kóreuskagann. Það hvílir mikil ábyrgð á okkar herðum. Heimsbyggðin hefur miklar væntingar,“ sagði Moon. „Heimsókn þín gerir afvopnaða svæðið að merki friðar, ekki aðskilnaðar. Ég þakka þér innilega fyrir hugrekki þinn. Samtal okkar í dag verður að vera hreinskilið. Við munum loksins eiga samtalið sem við höfum ekki átt síðastliðinn áratug,“ sagði Moon og beindi orðum sínum að Kim.Kaldar núðlur og svefnfriður Þrátt fyrir að dagurinn hafi verið hinn hátíðlegasti sást einnig glitta í mannlegu hlið norður-kóreska leiðtogans. Kim opinberaði til að mynda að hann hafi komið með kaldan núðlurétt frá Pjongjang til fundarins og sagðist hann vona að Moon kynni að meta norður-kóreskar núðlur. Um fátt er meira talað á suður-kóreskum samfélagsmiðlum en einmitt þessar köldu núðlur. Þá baðst Kim jafnframt afsökunar á því að hafa vakið Moon með kjarnorkutilraunum sínum á síðast ári.Fylgjast má með framvindu dagsins á vef Guardian. Norður-Kórea Tengdar fréttir Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. 26. apríl 2018 07:16 Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Sagður afar "klár gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Donald Trump. 26. apríl 2018 08:32 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. Á afvopnaða svæðinu á landamærum ríkjanna tók hann í hönd forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, áður en hann fékk forsetann til að stíga með sér í stundarkorn aftur yfir landamærin til Norður-Kóreu. Því næst gengu þeir saman hlið við hlið í átt til sameiginlegs fundar, þar sem samskipti ríkjanna og kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu verður rædd. Eftir að leiðtogarnir voru sestir niður til morgunfundar með sendinefndum sínum ávörpuðu þeir blaðamenn stuttlega. Kim sagðist vonast eftir hreinskilnum samræðum um málefni líðandi stundar og vonast hann til þess að niðurstöður fundarins verði farsælar. „Ég vona að ég geti skrifað nýjan kafla í sögu okkar, þetta er nýtt upphaf fyrir okkur,“ sagði Kim. „Það hefur tekið 11 ár að koma þessum fundi um kring. Þegar ég gekk hér í dag velti ég því fyrir mér af hverju það hafi tekið svo langan tíma.“Leiðtogarnir töluðu við blaðamenn áður en þeir hófu morgunfund sinn.Vísir/epaÞá sagði Kim að hann vonaðist til þess að því sem samþykkt væri á fundinum yrði fylgt eftir. „Ég vona að við getum staðið undir þeim væntingum sem aðrir gera til okkar,“ sagði Kim og bætti við „Ég vona að þessir samningar uppfylli þessar miklu væntingar.“ Moon sagðist jafnframt vona að heimurinn fyldist með „vorinu sem breiddist út um Kóreuskagann. Það hvílir mikil ábyrgð á okkar herðum. Heimsbyggðin hefur miklar væntingar,“ sagði Moon. „Heimsókn þín gerir afvopnaða svæðið að merki friðar, ekki aðskilnaðar. Ég þakka þér innilega fyrir hugrekki þinn. Samtal okkar í dag verður að vera hreinskilið. Við munum loksins eiga samtalið sem við höfum ekki átt síðastliðinn áratug,“ sagði Moon og beindi orðum sínum að Kim.Kaldar núðlur og svefnfriður Þrátt fyrir að dagurinn hafi verið hinn hátíðlegasti sást einnig glitta í mannlegu hlið norður-kóreska leiðtogans. Kim opinberaði til að mynda að hann hafi komið með kaldan núðlurétt frá Pjongjang til fundarins og sagðist hann vona að Moon kynni að meta norður-kóreskar núðlur. Um fátt er meira talað á suður-kóreskum samfélagsmiðlum en einmitt þessar köldu núðlur. Þá baðst Kim jafnframt afsökunar á því að hafa vakið Moon með kjarnorkutilraunum sínum á síðast ári.Fylgjast má með framvindu dagsins á vef Guardian.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. 26. apríl 2018 07:16 Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Sagður afar "klár gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Donald Trump. 26. apríl 2018 08:32 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. 26. apríl 2018 07:16
Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Sagður afar "klár gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Donald Trump. 26. apríl 2018 08:32
Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59