Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2018 14:25 Lögin voru samþykkt á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Alþingi samþykkti í dag lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þessari lagasetningu er fagnað því að með henni eru margvísleg mannréttindi fatlaðs fólks mun betur tryggð en í núgildandi lögum. Má þar nefna réttindi og vernd fatlaðra barna, rétt til sjálfstæðs lífs m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), réttinn til að ráða búsetu sinni, skyldur stjórnvalda til samráðs við fatlað fólk og samtök sem standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks, einstaklingsbundnar þjónustuáætlanir, rétt til frístundaþjónustu, kröfur til hæfni starfsfólks o.fl. Þroskahjálp tekur fram að fyrstu grein laganna, sem hefur yfirskriftina Markmið, séu mörg mjög mikilvæg ákvæði sem eiga að vera leiðarljós við framfylgd þeirra á öllum sviðum. Þar segir m.a. við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Meðal þeirra sem fögnuðu lögunum í dag eru systurnar Áslaug Arna og Nína Kristín Sigurbjörnsdætur.Það er mér mjög merkilegt og einstaklega ánægjulegt að greiða atkvæði með frumvarpi í dag um notendastýrða þjónustu við fatlað fólk.Systir mín hefur notið þessarar þjónustu sem mamma mín barðist svo heitt fyrir svo að dóttir sín gæti lifað sjálfstæðu lífi pic.twitter.com/UJ2AOOuqmA— Áslaug Arna (@aslaugarna) April 26, 2018 Hversu miklum ávinningi þessi nýju lög skila fyrir fatlað fólk og til að tryggja því mannréttindi og raunverulegt jafnrétti er mjög mikið undir því komið að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga taki þessa skyldu sína til að hafa samninginn ávallt sem mælikvarða á það sem þau gera eða gera ekki. Landssamtökin Þroskahjálp telja að með þessum nýju lögum sé komið gott tæki til að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks miklu betur en nú er gert, til að auka lífsgæði þess og veita því ýmis tækifæri sem það fer nú allt of oft á mis en flestir telja sjálfsögð í sínu lífi. Það mun þó ekki gerast nema ríkið og sveitarfélögin nýti þetta tæki eins og til er ætlast. Landssamtökin Þroskahjálp skora því á stjórnvöld að sýna nú í verki vilja og metnað til að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við aðra. Þroskahjálp mun fylgjast náið með því hver framkvæmd laganna verður og býðst nú sem fyrr til að koma að því mikilvæga verkefni með stjórnvöldum sem hafa kjark til að gera það sem rétt og skylt er, þ.e. að forgangsraða í þágu mannréttinda. Tengdar fréttir NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þessari lagasetningu er fagnað því að með henni eru margvísleg mannréttindi fatlaðs fólks mun betur tryggð en í núgildandi lögum. Má þar nefna réttindi og vernd fatlaðra barna, rétt til sjálfstæðs lífs m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), réttinn til að ráða búsetu sinni, skyldur stjórnvalda til samráðs við fatlað fólk og samtök sem standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks, einstaklingsbundnar þjónustuáætlanir, rétt til frístundaþjónustu, kröfur til hæfni starfsfólks o.fl. Þroskahjálp tekur fram að fyrstu grein laganna, sem hefur yfirskriftina Markmið, séu mörg mjög mikilvæg ákvæði sem eiga að vera leiðarljós við framfylgd þeirra á öllum sviðum. Þar segir m.a. við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Meðal þeirra sem fögnuðu lögunum í dag eru systurnar Áslaug Arna og Nína Kristín Sigurbjörnsdætur.Það er mér mjög merkilegt og einstaklega ánægjulegt að greiða atkvæði með frumvarpi í dag um notendastýrða þjónustu við fatlað fólk.Systir mín hefur notið þessarar þjónustu sem mamma mín barðist svo heitt fyrir svo að dóttir sín gæti lifað sjálfstæðu lífi pic.twitter.com/UJ2AOOuqmA— Áslaug Arna (@aslaugarna) April 26, 2018 Hversu miklum ávinningi þessi nýju lög skila fyrir fatlað fólk og til að tryggja því mannréttindi og raunverulegt jafnrétti er mjög mikið undir því komið að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga taki þessa skyldu sína til að hafa samninginn ávallt sem mælikvarða á það sem þau gera eða gera ekki. Landssamtökin Þroskahjálp telja að með þessum nýju lögum sé komið gott tæki til að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks miklu betur en nú er gert, til að auka lífsgæði þess og veita því ýmis tækifæri sem það fer nú allt of oft á mis en flestir telja sjálfsögð í sínu lífi. Það mun þó ekki gerast nema ríkið og sveitarfélögin nýti þetta tæki eins og til er ætlast. Landssamtökin Þroskahjálp skora því á stjórnvöld að sýna nú í verki vilja og metnað til að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við aðra. Þroskahjálp mun fylgjast náið með því hver framkvæmd laganna verður og býðst nú sem fyrr til að koma að því mikilvæga verkefni með stjórnvöldum sem hafa kjark til að gera það sem rétt og skylt er, þ.e. að forgangsraða í þágu mannréttinda.
Tengdar fréttir NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00