Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 13:26 Schroepfer lofaði breskum þingmönnum að herða eftirlit með pólitískum auglýsingum. Vísir/AFP Tæknistjóri Facebook sagði breskum þingmönnum í dag að gegnsæi í kringum pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlinum verði aukið fyrir sumarið. Pólitískar auglýsingar verði sérstaklega merktar og auglýsendurnir verði að greina frá því hverjir greiddu fyrir þær. Breskir þingmenn höfðu farið fram á að Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, bæri sjálfur vitni fyrir þingnefnd eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, umdeilt ráðgjafarfyrirtæki, hafði notað illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna Facebook-notenda. Zuckerberg hafnaði því hins vegar og sendi Mike Schroepfer, tæknistjóra fyrirtækisins, á fund þingmannanna í dag. Baðst Schroepfer afsökunar á mistökum Facebook og viðurkenndi að trúnaðarbrestur hefði átt sér stað í tengslum við mál Cambridge Analytica. Auk þess að skoða kaupendur pólitískra auglýsinga sérstaklega sagði Schroepfer að Facebook ætlaði að gera notendum kleift að skoða allar auglýsingar frá framboðum, ekki aðeins þær sem beindust sérstaklega að þeim sjálfum, að því er segir í frétt Reuters. „Þetta er ekki spurning um tekjur fyrir okkur. Pólitískar auglýsingar eru mjög lítill, lág eins tölustarfs prósentutala af öllum auglýsingum okkar þannig að ákvörðunin hefur ekkert með peninga eða tekjur að gera,“ sagði tæknistjórinn. Íslensk stjórnmál hafa ekki farið varhluta af pólitískum auglýsingum á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Fyrir undanfarnar kosningar hefur töluvert birst af nafnlausum áróðri sem í sumum tilfellum hefur verið greitt fyrir að halda að íslenskum notendum. Svo gott sem ómögulegt hefur hins vegar reynst að rekja hverjir standa að baki áróðrinum. Facebook Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Tæknistjóri Facebook sagði breskum þingmönnum í dag að gegnsæi í kringum pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlinum verði aukið fyrir sumarið. Pólitískar auglýsingar verði sérstaklega merktar og auglýsendurnir verði að greina frá því hverjir greiddu fyrir þær. Breskir þingmenn höfðu farið fram á að Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, bæri sjálfur vitni fyrir þingnefnd eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, umdeilt ráðgjafarfyrirtæki, hafði notað illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna Facebook-notenda. Zuckerberg hafnaði því hins vegar og sendi Mike Schroepfer, tæknistjóra fyrirtækisins, á fund þingmannanna í dag. Baðst Schroepfer afsökunar á mistökum Facebook og viðurkenndi að trúnaðarbrestur hefði átt sér stað í tengslum við mál Cambridge Analytica. Auk þess að skoða kaupendur pólitískra auglýsinga sérstaklega sagði Schroepfer að Facebook ætlaði að gera notendum kleift að skoða allar auglýsingar frá framboðum, ekki aðeins þær sem beindust sérstaklega að þeim sjálfum, að því er segir í frétt Reuters. „Þetta er ekki spurning um tekjur fyrir okkur. Pólitískar auglýsingar eru mjög lítill, lág eins tölustarfs prósentutala af öllum auglýsingum okkar þannig að ákvörðunin hefur ekkert með peninga eða tekjur að gera,“ sagði tæknistjórinn. Íslensk stjórnmál hafa ekki farið varhluta af pólitískum auglýsingum á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Fyrir undanfarnar kosningar hefur töluvert birst af nafnlausum áróðri sem í sumum tilfellum hefur verið greitt fyrir að halda að íslenskum notendum. Svo gott sem ómögulegt hefur hins vegar reynst að rekja hverjir standa að baki áróðrinum.
Facebook Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15
Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44
Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15
Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent