Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2018 08:32 Donald Trump og Kim Jong Un eiga fyrir höndum einn mikilvægasta fund frá Kalda stríðinu sjálfu að sögn Reuters. Vísir/Getty Bandaríska leyniþjónustan reynir nú af öllum mætti að safna nægum upplýsingum um Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, til að veita Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, forskot í fyrirhuguðum viðræðum þeirra.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að fundur þessara tveggja leiðtoga sé einn sá allra mikilvægasti frá Kalda stríðinu. Það sem kemur hins vegar fram í umfjöllun Reuters er að það hefur reynst leyniþjónustunni í Bandaríkjunum erfitt að átta sig á Kim Jong Un því fáir viti mikið um hann.Reuters segir langa hefð fyrir þessu í Bandaríkjunum, að útvega forsetunum skýrslur um allt sem þeir þurfa að vita um erlenda leiðtoga til að ná forskoti gagnvart þeim.Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar.Nordicphotos/AFP„Klár gaur“ Þegar kemur að Kim Jong Un þurfa þeir að mestu að reiða sig á stjórnanda bandarísku leyniþjónustunnar, Mike Pompeo, sem var sá fyrsti úr stjórn Donalds Trump til að hitta Kim Jong Un. Sá fundur átti sér stað fyrir nokkrum vikum en þegar Pompeo sneri aftur frá Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu, sagði hann Kim Jong Un vera „kláran gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Trump. Þá hefur leyniþjónustan einnig safnað upplýsingum frá fyrrverandi körfuknattleiksmanninum Dennis Rodman, fyrrverandi bekkjarfélaga Kim í Sviss og frá suður kóreskum sendinefndum. Þegar Kim tók við Norður Kóreu fyrir sjö árum taldi bandaríska leyniþjónustan að hann yrði ekki lengi við völd. Reuters segir að sú spá hafi breyst og nú sé litið á Kim sem skarpan en vægðarlausan stjórnanda.Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Vísir/AFPÓvæntur kúrs kom á óvart Það kom til að mynda bandarískum sérfræðingum á óvart hversu fimlega Kim skipti um kúrs, eða frá því að ætla kjarnorkuvopnavæða Norður Kóreu yfir í nærgætnari nálgun til að ná sáttum við vesturlönd.Reuters segir sérfræðinga telja Kim vera í raun mun skynsamari en fólk geri sér almennt grein fyrir og fjarri því að vera vitleysingur, eins og Trump lýsti honum eitt sinn. Í grein Reuters er Kim sagður þrá alþjóðlega virðingu en aðalmarkmið hans sé að tryggja framtíð Norður Kóreu og varðveita arfleið fjölskyldu hans.Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð.Vísir/GettyVægðarlaus en heillandi Hann er sagður vægðarlaus að því leyti að hann lét taka ættingja sína af lífi, er sagður frekar heillandi líkt og afi sinn, Kim Il Sung, á meðan faðir hans, Kim Jong Il var frekar feiminn þegar kom að sviðsljósi. Sérfræðingarnir telja Kim afar umhugað um álit alþjóðasamfélagsins á honum, og þess vegna hafi hann meðal annars sent systur sína á Vetrarólympíuleikana í Suður Kóreu og leyft suður kóreskri sendinefnd að hitta eiginkonu sína í mars síðastliðnum. Upplýsingasöfnunin er sögð eiga eftir að reynast bandarísku leyniþjónustunni erfið og munu því fylgjast ítarlega með fundi Kim Jong Un og forseta Suður Kóreu á morgun.Reuters bendir á annað vandamál sem bandaríska leyniþjónustan stendur frammi fyrir, en það er hversu mikið af upplýsingum á að veita Trump sem er sagður hafa litla þolinmæði fyrir löngum fundum og skýrslum. Þá vilja þeir einnig reyna að sannfæra Trump um að treysta ekki eingöngu á innsæi sitt þegar kemur að samskiptum sínum við Kim Jong Un. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP Norður-Kórea Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan reynir nú af öllum mætti að safna nægum upplýsingum um Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, til að veita Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, forskot í fyrirhuguðum viðræðum þeirra.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að fundur þessara tveggja leiðtoga sé einn sá allra mikilvægasti frá Kalda stríðinu. Það sem kemur hins vegar fram í umfjöllun Reuters er að það hefur reynst leyniþjónustunni í Bandaríkjunum erfitt að átta sig á Kim Jong Un því fáir viti mikið um hann.Reuters segir langa hefð fyrir þessu í Bandaríkjunum, að útvega forsetunum skýrslur um allt sem þeir þurfa að vita um erlenda leiðtoga til að ná forskoti gagnvart þeim.Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar.Nordicphotos/AFP„Klár gaur“ Þegar kemur að Kim Jong Un þurfa þeir að mestu að reiða sig á stjórnanda bandarísku leyniþjónustunnar, Mike Pompeo, sem var sá fyrsti úr stjórn Donalds Trump til að hitta Kim Jong Un. Sá fundur átti sér stað fyrir nokkrum vikum en þegar Pompeo sneri aftur frá Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu, sagði hann Kim Jong Un vera „kláran gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Trump. Þá hefur leyniþjónustan einnig safnað upplýsingum frá fyrrverandi körfuknattleiksmanninum Dennis Rodman, fyrrverandi bekkjarfélaga Kim í Sviss og frá suður kóreskum sendinefndum. Þegar Kim tók við Norður Kóreu fyrir sjö árum taldi bandaríska leyniþjónustan að hann yrði ekki lengi við völd. Reuters segir að sú spá hafi breyst og nú sé litið á Kim sem skarpan en vægðarlausan stjórnanda.Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Vísir/AFPÓvæntur kúrs kom á óvart Það kom til að mynda bandarískum sérfræðingum á óvart hversu fimlega Kim skipti um kúrs, eða frá því að ætla kjarnorkuvopnavæða Norður Kóreu yfir í nærgætnari nálgun til að ná sáttum við vesturlönd.Reuters segir sérfræðinga telja Kim vera í raun mun skynsamari en fólk geri sér almennt grein fyrir og fjarri því að vera vitleysingur, eins og Trump lýsti honum eitt sinn. Í grein Reuters er Kim sagður þrá alþjóðlega virðingu en aðalmarkmið hans sé að tryggja framtíð Norður Kóreu og varðveita arfleið fjölskyldu hans.Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð.Vísir/GettyVægðarlaus en heillandi Hann er sagður vægðarlaus að því leyti að hann lét taka ættingja sína af lífi, er sagður frekar heillandi líkt og afi sinn, Kim Il Sung, á meðan faðir hans, Kim Jong Il var frekar feiminn þegar kom að sviðsljósi. Sérfræðingarnir telja Kim afar umhugað um álit alþjóðasamfélagsins á honum, og þess vegna hafi hann meðal annars sent systur sína á Vetrarólympíuleikana í Suður Kóreu og leyft suður kóreskri sendinefnd að hitta eiginkonu sína í mars síðastliðnum. Upplýsingasöfnunin er sögð eiga eftir að reynast bandarísku leyniþjónustunni erfið og munu því fylgjast ítarlega með fundi Kim Jong Un og forseta Suður Kóreu á morgun.Reuters bendir á annað vandamál sem bandaríska leyniþjónustan stendur frammi fyrir, en það er hversu mikið af upplýsingum á að veita Trump sem er sagður hafa litla þolinmæði fyrir löngum fundum og skýrslum. Þá vilja þeir einnig reyna að sannfæra Trump um að treysta ekki eingöngu á innsæi sitt þegar kemur að samskiptum sínum við Kim Jong Un. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP
Norður-Kórea Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira