Íslenski boltinn

Bryndís Lára snýr aftur til Akureyrar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur Íslandsmeistarabikarinn hátt á loft.
Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur Íslandsmeistarabikarinn hátt á loft. Vísir/Þórir Tryggvason
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Þórs/KA á ný eftir að hafa hætt tímabundið í lok síðasta tímabils. Mbl.is greinir frá.

Bryndís gaf það út síðasta haust að hún ætlaði að taka sér hlé í fótbolta í óákveðinn tíma og einbeita sér að frjálsum íþróttum. Nú er hún hins vegar komin aftur.

Íslandsmeistararnir sömdu við Helenu Jónsdóttur eftir brotthvarf Bryndísar síðasta haust og átti hún að standa í marki þeirra í sumar. Helena meiddist hins vegar á hné í úrslitaleik Lengjubikarsins í gær og hætt við að meiðslin séu alvarleg.

Þór/KA vann úrslitaleikinn við Stjörnuna 6-4 eftir vítaspyrnukeppni. 


Tengdar fréttir

Úr marki meistaranna yfir í spjótkastið

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur sett takkaskóna ofan í skúffu og ætlar að snúa sér að spjótkasti sem hún æfði á yngri árum. Íslandsmeistarinn segir að tímapunkturinn sé réttur og ákvörðunin hafi ekkert með landsliðsvalið að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×