"Ætli ég geti ekki kallað mig rithöfund núna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2018 15:00 Eva Björg Ægisdóttir, önnur frá hægri, ásamt Elizu Reid, Ragnari Jónassyni og Yrsu Sigurðardóttur. Skagamærin Eva Björg Ægisdóttir, 29 ára þriggja barna móðir, er handhafi Spennusagnaverðlaunanna Svartfuglsins sem veitt voru í Veröld - húsi Vigdísar í fyrsta skipti í gær. Bók hennar Marrið í stiganum er komin í verslanir. Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna í fyrra í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Vann smásagnakeppni Eva Björg fékk að vita í febrúar að hún hefði borið sigur úr býtum en valið var ekki gert opinbert fyrr en í gær. Það er skammt stórra högga á milli hjá Evu Björgu sem eignaðist stúlku fyrir fjórum vikum. „Ætli ég geti ekki kallað mig rithöfund núna þegar ég er búin að gefa út bók,“ segir Eva Björg um sögu sína við skriftir. Hún hafi frá unga aldri notið þess að skrifa og vann til verðlauna fyrir smásögur á unglingsárum. Eva Björg er í sambúð með Gunnari Kristjánssyni, jarðfræðingi og knattspyrnukappa, og búa þau í vesturbænum á æskuslóðum Gunnars. Saga Evu Bjargar gerist hins vegar á hennar æskuslóðum, Akranesi.„Ég hef alltaf búið þar þangað til nýlega. Það er gaman að hún gerist í smábæ, þeim smábæ sem ég þekki best.“Tilkynnt var um Svartfuglinn í fyrra og ákvað Eva að taka þátt.Gunnar og Eva Björg eru rík þegar kemur að börnum. Í hópinn hefur bæst fjögurra vikna stúlka.Fann tíma til skrifta í þéttskipaðri dagskrá„Ég var byrjuð að vinna í bók, sem er eitthvað sem ég ætlaði alltaf að gera,“ segir Eva. Hún hafi fengið sér vinnu sem flugfreyja og fann tíma, þrátt fyrir miklar annir á heimilinu, til að skrifa í vaktafríum sínum. Auk þess var hún á fullu í meistaranámi sínu í hnattvæðingu.Og nú þegar bókin er komin út er Eva Björg farin að velta næstu skrefum fyrir sér, meðfram því að sinna börnunum.„Ég er með nokkrar hugmyndir. Það er reyndar búið að vera ansi mikið að gera undanfarið en ég ætla að halda áfram,“ segir Eva Björg. Það væri draumur að geta séð fyrir sér með skrifum.„En það er erfitt á Íslandi. Maður þarf að selja eitthvað út ef maður ætlar að gera það,“ segir Eva. Þá kemur sér vel að hluti af verðlaununum, 500 þúsund krónur, er samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015. Marrið í stiganum kom út í dag.Boltaferð fyrir verðlaunaféð?Sem fyrr segir er unnusti Evu Bjargar mikill knattspyrnumaður og stuðningsmaður Liverpool. Verðlaunaféð mun þó ekki fara í ferðalag á HM í Rússlandi í sumar.„Það er svo langt til Rússlands. Kannski förum við til Bretlands að horfa á Liverpool,“ segir Eva á léttum nótum.Eliza Reid, forsetafrú og bókmenntafrömuður, afhenti verðlaunin og fyrsta eintak bókarinnar, Marrið í stiganum, sem kom út í dag. Í áliti dómnefndar um bókina segir m.a.: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“Í upphafi bókarinnar komast lesendur að því að ung kona hafi fundist myrt í fjörunni við Akranes.Hin látna reynist hafa búið sem barn í bænum en flutti skyndilega burt ásamt móður sinni. Lögreglukonan Elma, sem er nýflutt á Skagann, rannsakar málið ásamt samstarfsmönnum sínum. Upp á yfirborðið koma ýmis skuggaleg mál úr fortíðinni en Elma þarf líka að takast á við atburði í eigin lífi sem hröktu hana aftur heim á æskuslóðirnar. Bókmenntir Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Skagamærin Eva Björg Ægisdóttir, 29 ára þriggja barna móðir, er handhafi Spennusagnaverðlaunanna Svartfuglsins sem veitt voru í Veröld - húsi Vigdísar í fyrsta skipti í gær. Bók hennar Marrið í stiganum er komin í verslanir. Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna í fyrra í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Vann smásagnakeppni Eva Björg fékk að vita í febrúar að hún hefði borið sigur úr býtum en valið var ekki gert opinbert fyrr en í gær. Það er skammt stórra högga á milli hjá Evu Björgu sem eignaðist stúlku fyrir fjórum vikum. „Ætli ég geti ekki kallað mig rithöfund núna þegar ég er búin að gefa út bók,“ segir Eva Björg um sögu sína við skriftir. Hún hafi frá unga aldri notið þess að skrifa og vann til verðlauna fyrir smásögur á unglingsárum. Eva Björg er í sambúð með Gunnari Kristjánssyni, jarðfræðingi og knattspyrnukappa, og búa þau í vesturbænum á æskuslóðum Gunnars. Saga Evu Bjargar gerist hins vegar á hennar æskuslóðum, Akranesi.„Ég hef alltaf búið þar þangað til nýlega. Það er gaman að hún gerist í smábæ, þeim smábæ sem ég þekki best.“Tilkynnt var um Svartfuglinn í fyrra og ákvað Eva að taka þátt.Gunnar og Eva Björg eru rík þegar kemur að börnum. Í hópinn hefur bæst fjögurra vikna stúlka.Fann tíma til skrifta í þéttskipaðri dagskrá„Ég var byrjuð að vinna í bók, sem er eitthvað sem ég ætlaði alltaf að gera,“ segir Eva. Hún hafi fengið sér vinnu sem flugfreyja og fann tíma, þrátt fyrir miklar annir á heimilinu, til að skrifa í vaktafríum sínum. Auk þess var hún á fullu í meistaranámi sínu í hnattvæðingu.Og nú þegar bókin er komin út er Eva Björg farin að velta næstu skrefum fyrir sér, meðfram því að sinna börnunum.„Ég er með nokkrar hugmyndir. Það er reyndar búið að vera ansi mikið að gera undanfarið en ég ætla að halda áfram,“ segir Eva Björg. Það væri draumur að geta séð fyrir sér með skrifum.„En það er erfitt á Íslandi. Maður þarf að selja eitthvað út ef maður ætlar að gera það,“ segir Eva. Þá kemur sér vel að hluti af verðlaununum, 500 þúsund krónur, er samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015. Marrið í stiganum kom út í dag.Boltaferð fyrir verðlaunaféð?Sem fyrr segir er unnusti Evu Bjargar mikill knattspyrnumaður og stuðningsmaður Liverpool. Verðlaunaféð mun þó ekki fara í ferðalag á HM í Rússlandi í sumar.„Það er svo langt til Rússlands. Kannski förum við til Bretlands að horfa á Liverpool,“ segir Eva á léttum nótum.Eliza Reid, forsetafrú og bókmenntafrömuður, afhenti verðlaunin og fyrsta eintak bókarinnar, Marrið í stiganum, sem kom út í dag. Í áliti dómnefndar um bókina segir m.a.: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“Í upphafi bókarinnar komast lesendur að því að ung kona hafi fundist myrt í fjörunni við Akranes.Hin látna reynist hafa búið sem barn í bænum en flutti skyndilega burt ásamt móður sinni. Lögreglukonan Elma, sem er nýflutt á Skagann, rannsakar málið ásamt samstarfsmönnum sínum. Upp á yfirborðið koma ýmis skuggaleg mál úr fortíðinni en Elma þarf líka að takast á við atburði í eigin lífi sem hröktu hana aftur heim á æskuslóðirnar.
Bókmenntir Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira