Þór/KA er Lengjubikarmeistari eftir 6-4 sigur á Stjörnunni í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum en spilað var í Boganum í kvöld.
Það byrjaði ekki vel fyrir Þór/KA því eftir hörmuleg mistök skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir fyrsta mark Stjörnunnar í autt markið eftir mistök markvarðar Þór/KA.
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði svo annað mark Stjörnunnar á 27. mínútu er markvörður Þór/KA gerði sig aftur seka um mistök og Stjarnan í kjörstöðu.
Borgarstjórinn, Sandra Stephany Mayor Gutierrez, minnkaði muninn í 2-1 úr vítaspyrnu á 31. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Bianca Elissa Sierra fékk að líta tvö gul spjöld með tveggja mínútna millibili um miðjan síðari hálfleik og var rekinn af velli á 65. mínútu.
Einum færri náðu þó meistararnir að jafna metin en það gerði Andrea Mist Pálsdóttir og þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan 2-2.
Því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Íslandsmeistararnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Þær skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum en Harpa Þorsteinsdóttir og Lára Kristín Pedersen klúðruðu fyrir Stjörnuna.
Þór/KA Lengjubikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn

Svona var þing KKÍ
Körfubolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

